Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. október 2025 12:05 Íbúar borgarinnar forða sér frá henni vegna árásanna. EPA Þrjár loftárásir voru gerðar á Gasaborg í kjölfar ákalls Bandaríkjaforseta um að Ísraelar eigi að hætta árásum sínum. Ísraelsk yfirvöld undirbúa sig fyrir fyrsta hluta friðaráforma forsetans. Að minnsta kosti einn lést í loftárásum Ísraelshers á Gasaborg í morgun. Árásirnar voru gerðar bæði úr þyrlu og orustuþotu hersins. Meðal skotmarka var hópur íbúa sem var að athuga skemmdir sem gerðar höfðu verið á heimili þeirra samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Ísraelar halda áfram árásum úr ökutækjum í borginni og með drónum. Að minnsta kosti 66 íbúar á Gasa voru drepnir á síðasta sólarhring. Á mánudagskvöld samþykkti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, áætlun Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um hvernig ætti að koma á friði á Gasa. Í gærkvöldi samþykktu Hamas-samtökin hluta af áætluninni, til að mynda að leysa alla ísraleska gísla úr haldi gegn því að Ísraelar bindi enda á stríðið auk þess að láta völd sín af hendi til óháðrar palestínskrar stofnunar. Forsvarsmenn Hamas hafa áður sagst tilbúnir að sleppa takinu á stjórnartaumunum en hafa ekki viljað leggja niður vopn sín. Samtökin gerðu athugasemdir við hluta af áformum Trumps og óskuðu eftir að frekari samningaviðræður myndu eiga sér stað. Eftir svar Hamas kallaði Bandaríkjaforseti eftir því í gærkvöldi að Ísraelar myndu binda enda á árásirnar. Í morgun skipaði Netanjahú hermönnum Ísraelshers að undirbúa sig fyrir að taka á móti 48 gíslum, en talið er að tuttugu þeirra séu enn á lífi. Netanjahú sagðist ætla að vinna í samstarfi með Bandaríkjaforseta til að ljúka stríðinu. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Að minnsta kosti einn lést í loftárásum Ísraelshers á Gasaborg í morgun. Árásirnar voru gerðar bæði úr þyrlu og orustuþotu hersins. Meðal skotmarka var hópur íbúa sem var að athuga skemmdir sem gerðar höfðu verið á heimili þeirra samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Ísraelar halda áfram árásum úr ökutækjum í borginni og með drónum. Að minnsta kosti 66 íbúar á Gasa voru drepnir á síðasta sólarhring. Á mánudagskvöld samþykkti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, áætlun Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um hvernig ætti að koma á friði á Gasa. Í gærkvöldi samþykktu Hamas-samtökin hluta af áætluninni, til að mynda að leysa alla ísraleska gísla úr haldi gegn því að Ísraelar bindi enda á stríðið auk þess að láta völd sín af hendi til óháðrar palestínskrar stofnunar. Forsvarsmenn Hamas hafa áður sagst tilbúnir að sleppa takinu á stjórnartaumunum en hafa ekki viljað leggja niður vopn sín. Samtökin gerðu athugasemdir við hluta af áformum Trumps og óskuðu eftir að frekari samningaviðræður myndu eiga sér stað. Eftir svar Hamas kallaði Bandaríkjaforseti eftir því í gærkvöldi að Ísraelar myndu binda enda á árásirnar. Í morgun skipaði Netanjahú hermönnum Ísraelshers að undirbúa sig fyrir að taka á móti 48 gíslum, en talið er að tuttugu þeirra séu enn á lífi. Netanjahú sagðist ætla að vinna í samstarfi með Bandaríkjaforseta til að ljúka stríðinu.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira