Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 3. október 2025 08:03 Skipulögð glæpasamtök eru ógn við samfélagið allt. Þau grafa undan kerfinu. Kosta ríkissjóð mikið, skerða samkeppnishæfni heiðarlegra fyrirtækja og ógna öryggi okkar allra. Aðgerðir lögreglu gegn skipulagðri glæpastarfsemi undanfarna mánuði hafa vakið athygli. Stefna ríkisstjórnarinnar er enda skýr í þessum efnum: Við munum taka á glæpum og glæpahópum af þunga. Við viljum að erlendum glæpamönnum sé brottvísað af landinu og sæti endurkomubanni. Nánari stefna stjórnvalda hvað þetta varðar verður kynnt á næstunni. Alþjóðlegt samstarf í þágu öruggra landamæra Skipulögð brotastarfsemi er alþjóðleg í eðli sínu. Þess vegna er mikilvægt að herða eftirlit á landamærunum eins og ríkisstjórnin hefur þegar gert og mun halda áfram að gera. Með fram því þarf að auka alþjóðlegt samstarf löggæsluyfirvalda. Því er stefnan að styrkja starf Íslands á vettvangi Europol og Eurojust. Einangrunarhyggja er nefnilega gagnslaus í þessari baráttu þó hún geti í fyrstu hljómað eins og sniðug lausn. Flestir glæpahópar eru fjölþjóðlegir. Það nægir því ekki að rannsaka brot eingöngu hér heima á Íslandi heldur þarf að vinna þvert á landmæri - rétt eins og glæpahóparnir. Þetta er gert í samstarfi lögreglu þvert á landamæri. Þar er Europol lykilstofnun. Sérfræðingshugtakið misnotað og mansal of algengt Ein birtingarmyndalþjóðlegra brota er innflutningur á fólki sem hingað kemur til lands í góðri trú og leit að betra lífi. Sá veruleiki sem hefur beðið þeirra hefur verið annar og verri. Nýleg umfjöllun Kveiks á RÚV um snyrtistofur birti veikleika í kerfinu okkar. Fólk hefur komið hingað til lands á grundvelli „sérfræðiþekkingar“. Ísland gerir fólki kleift að fá „sérfræðidvalarleyfi“ byggt á sérhæfðri þekkingu en leyfi á grundvelli þess að fólk taldist „sérfræðingar í asískri matargerð“ voru hér þónokkur. Þetta er mjög sérstakt í alþjóðlegum samanburði. Glufur í kerfinu hafa leitt af sér svigrúm sem fólk hefur notfært til að flytja inn fólk í bágborinni stöðu – fólk sem er háð atvinnurekanda sínum því leyfið er skilyrt á vinnustað. Vísbendingar eru um að þessi séríslenska regla eða glufa sem leidd var í lög árið 2023 hafi þá þegar leitt af sér stórar sakamálarannsóknir. Ég mun mæla fyrir frumvarpi á Alþingi á vorþingi sem tekur á þessum galla laganna um sérfræðileyfi sem og öðrum ágöllum í dvalarleyfiskerfinu. Þá hafa verið lagðar til hækkanir á dvalarleyfisgjöldum til samræmis við Norðurlöndin. Við viljum ekki samfélag þar sem óhindrað er hægt að flytja inn fólk til þess eins að brjóta gegn því og misnota. Við viljum ekki lög og regluverk sem stuðlar að því að hingað er fólk flutt inn til þess eins að búa við fátækt og óöryggi. Öflug löggæsla skilar árangri Nýlegar aðgerðir lögreglu og heilbrigðiseftirlits hafa leitt til þess að nú eru 17 eigendur nagla- og snyrtistofa sakborningar. Þessi mál eru vitaskuld enn til rannsóknar, en tölurnar geta þó sagt okkur hversu mikilvægt það er að lögregla hafi burði til að sinna kraftmikilli frumkvæðisvinnu sem þessari. Fjármögnun hefur verið tryggð fyrir 50 nýjum stöðugildum hjá lögreglu og nú hefur lögregla sagt frá því að hún hafi eflt mansalsrannsóknir með fleiri starfsmönnum. Lögregla hefur líka sýnt styrk sinn gagnvart mótorhjólagengjum eins og Vítisenglum, sem eru skilgreindir sem skipulögð glæpasamtök af Europol. Því verkefni er ekki lokið. Til að ná árangri í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi þarf að huga að mörgum þáttum. Við þurfum að loka glufum, auka eftirlit og yfirfara ýmis lög. Jafnframt þurfum við að halda áfram að fjölga lögreglumönnum og efla alþjóðlegt löggæslusamstarf. Samhliða þessu styrkjum við landamærin áfram. Stefna ríkisstjórnarinnar er skýr: Glæpamenn eiga ekki að fá að athafna sig óáreittir í íslensku samfélagi. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skipulögð glæpasamtök eru ógn við samfélagið allt. Þau grafa undan kerfinu. Kosta ríkissjóð mikið, skerða samkeppnishæfni heiðarlegra fyrirtækja og ógna öryggi okkar allra. Aðgerðir lögreglu gegn skipulagðri glæpastarfsemi undanfarna mánuði hafa vakið athygli. Stefna ríkisstjórnarinnar er enda skýr í þessum efnum: Við munum taka á glæpum og glæpahópum af þunga. Við viljum að erlendum glæpamönnum sé brottvísað af landinu og sæti endurkomubanni. Nánari stefna stjórnvalda hvað þetta varðar verður kynnt á næstunni. Alþjóðlegt samstarf í þágu öruggra landamæra Skipulögð brotastarfsemi er alþjóðleg í eðli sínu. Þess vegna er mikilvægt að herða eftirlit á landamærunum eins og ríkisstjórnin hefur þegar gert og mun halda áfram að gera. Með fram því þarf að auka alþjóðlegt samstarf löggæsluyfirvalda. Því er stefnan að styrkja starf Íslands á vettvangi Europol og Eurojust. Einangrunarhyggja er nefnilega gagnslaus í þessari baráttu þó hún geti í fyrstu hljómað eins og sniðug lausn. Flestir glæpahópar eru fjölþjóðlegir. Það nægir því ekki að rannsaka brot eingöngu hér heima á Íslandi heldur þarf að vinna þvert á landmæri - rétt eins og glæpahóparnir. Þetta er gert í samstarfi lögreglu þvert á landamæri. Þar er Europol lykilstofnun. Sérfræðingshugtakið misnotað og mansal of algengt Ein birtingarmyndalþjóðlegra brota er innflutningur á fólki sem hingað kemur til lands í góðri trú og leit að betra lífi. Sá veruleiki sem hefur beðið þeirra hefur verið annar og verri. Nýleg umfjöllun Kveiks á RÚV um snyrtistofur birti veikleika í kerfinu okkar. Fólk hefur komið hingað til lands á grundvelli „sérfræðiþekkingar“. Ísland gerir fólki kleift að fá „sérfræðidvalarleyfi“ byggt á sérhæfðri þekkingu en leyfi á grundvelli þess að fólk taldist „sérfræðingar í asískri matargerð“ voru hér þónokkur. Þetta er mjög sérstakt í alþjóðlegum samanburði. Glufur í kerfinu hafa leitt af sér svigrúm sem fólk hefur notfært til að flytja inn fólk í bágborinni stöðu – fólk sem er háð atvinnurekanda sínum því leyfið er skilyrt á vinnustað. Vísbendingar eru um að þessi séríslenska regla eða glufa sem leidd var í lög árið 2023 hafi þá þegar leitt af sér stórar sakamálarannsóknir. Ég mun mæla fyrir frumvarpi á Alþingi á vorþingi sem tekur á þessum galla laganna um sérfræðileyfi sem og öðrum ágöllum í dvalarleyfiskerfinu. Þá hafa verið lagðar til hækkanir á dvalarleyfisgjöldum til samræmis við Norðurlöndin. Við viljum ekki samfélag þar sem óhindrað er hægt að flytja inn fólk til þess eins að brjóta gegn því og misnota. Við viljum ekki lög og regluverk sem stuðlar að því að hingað er fólk flutt inn til þess eins að búa við fátækt og óöryggi. Öflug löggæsla skilar árangri Nýlegar aðgerðir lögreglu og heilbrigðiseftirlits hafa leitt til þess að nú eru 17 eigendur nagla- og snyrtistofa sakborningar. Þessi mál eru vitaskuld enn til rannsóknar, en tölurnar geta þó sagt okkur hversu mikilvægt það er að lögregla hafi burði til að sinna kraftmikilli frumkvæðisvinnu sem þessari. Fjármögnun hefur verið tryggð fyrir 50 nýjum stöðugildum hjá lögreglu og nú hefur lögregla sagt frá því að hún hafi eflt mansalsrannsóknir með fleiri starfsmönnum. Lögregla hefur líka sýnt styrk sinn gagnvart mótorhjólagengjum eins og Vítisenglum, sem eru skilgreindir sem skipulögð glæpasamtök af Europol. Því verkefni er ekki lokið. Til að ná árangri í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi þarf að huga að mörgum þáttum. Við þurfum að loka glufum, auka eftirlit og yfirfara ýmis lög. Jafnframt þurfum við að halda áfram að fjölga lögreglumönnum og efla alþjóðlegt löggæslusamstarf. Samhliða þessu styrkjum við landamærin áfram. Stefna ríkisstjórnarinnar er skýr: Glæpamenn eiga ekki að fá að athafna sig óáreittir í íslensku samfélagi. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar