Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 3. október 2025 08:03 Skipulögð glæpasamtök eru ógn við samfélagið allt. Þau grafa undan kerfinu. Kosta ríkissjóð mikið, skerða samkeppnishæfni heiðarlegra fyrirtækja og ógna öryggi okkar allra. Aðgerðir lögreglu gegn skipulagðri glæpastarfsemi undanfarna mánuði hafa vakið athygli. Stefna ríkisstjórnarinnar er enda skýr í þessum efnum: Við munum taka á glæpum og glæpahópum af þunga. Við viljum að erlendum glæpamönnum sé brottvísað af landinu og sæti endurkomubanni. Nánari stefna stjórnvalda hvað þetta varðar verður kynnt á næstunni. Alþjóðlegt samstarf í þágu öruggra landamæra Skipulögð brotastarfsemi er alþjóðleg í eðli sínu. Þess vegna er mikilvægt að herða eftirlit á landamærunum eins og ríkisstjórnin hefur þegar gert og mun halda áfram að gera. Með fram því þarf að auka alþjóðlegt samstarf löggæsluyfirvalda. Því er stefnan að styrkja starf Íslands á vettvangi Europol og Eurojust. Einangrunarhyggja er nefnilega gagnslaus í þessari baráttu þó hún geti í fyrstu hljómað eins og sniðug lausn. Flestir glæpahópar eru fjölþjóðlegir. Það nægir því ekki að rannsaka brot eingöngu hér heima á Íslandi heldur þarf að vinna þvert á landmæri - rétt eins og glæpahóparnir. Þetta er gert í samstarfi lögreglu þvert á landamæri. Þar er Europol lykilstofnun. Sérfræðingshugtakið misnotað og mansal of algengt Ein birtingarmyndalþjóðlegra brota er innflutningur á fólki sem hingað kemur til lands í góðri trú og leit að betra lífi. Sá veruleiki sem hefur beðið þeirra hefur verið annar og verri. Nýleg umfjöllun Kveiks á RÚV um snyrtistofur birti veikleika í kerfinu okkar. Fólk hefur komið hingað til lands á grundvelli „sérfræðiþekkingar“. Ísland gerir fólki kleift að fá „sérfræðidvalarleyfi“ byggt á sérhæfðri þekkingu en leyfi á grundvelli þess að fólk taldist „sérfræðingar í asískri matargerð“ voru hér þónokkur. Þetta er mjög sérstakt í alþjóðlegum samanburði. Glufur í kerfinu hafa leitt af sér svigrúm sem fólk hefur notfært til að flytja inn fólk í bágborinni stöðu – fólk sem er háð atvinnurekanda sínum því leyfið er skilyrt á vinnustað. Vísbendingar eru um að þessi séríslenska regla eða glufa sem leidd var í lög árið 2023 hafi þá þegar leitt af sér stórar sakamálarannsóknir. Ég mun mæla fyrir frumvarpi á Alþingi á vorþingi sem tekur á þessum galla laganna um sérfræðileyfi sem og öðrum ágöllum í dvalarleyfiskerfinu. Þá hafa verið lagðar til hækkanir á dvalarleyfisgjöldum til samræmis við Norðurlöndin. Við viljum ekki samfélag þar sem óhindrað er hægt að flytja inn fólk til þess eins að brjóta gegn því og misnota. Við viljum ekki lög og regluverk sem stuðlar að því að hingað er fólk flutt inn til þess eins að búa við fátækt og óöryggi. Öflug löggæsla skilar árangri Nýlegar aðgerðir lögreglu og heilbrigðiseftirlits hafa leitt til þess að nú eru 17 eigendur nagla- og snyrtistofa sakborningar. Þessi mál eru vitaskuld enn til rannsóknar, en tölurnar geta þó sagt okkur hversu mikilvægt það er að lögregla hafi burði til að sinna kraftmikilli frumkvæðisvinnu sem þessari. Fjármögnun hefur verið tryggð fyrir 50 nýjum stöðugildum hjá lögreglu og nú hefur lögregla sagt frá því að hún hafi eflt mansalsrannsóknir með fleiri starfsmönnum. Lögregla hefur líka sýnt styrk sinn gagnvart mótorhjólagengjum eins og Vítisenglum, sem eru skilgreindir sem skipulögð glæpasamtök af Europol. Því verkefni er ekki lokið. Til að ná árangri í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi þarf að huga að mörgum þáttum. Við þurfum að loka glufum, auka eftirlit og yfirfara ýmis lög. Jafnframt þurfum við að halda áfram að fjölga lögreglumönnum og efla alþjóðlegt löggæslusamstarf. Samhliða þessu styrkjum við landamærin áfram. Stefna ríkisstjórnarinnar er skýr: Glæpamenn eiga ekki að fá að athafna sig óáreittir í íslensku samfélagi. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Skipulögð glæpasamtök eru ógn við samfélagið allt. Þau grafa undan kerfinu. Kosta ríkissjóð mikið, skerða samkeppnishæfni heiðarlegra fyrirtækja og ógna öryggi okkar allra. Aðgerðir lögreglu gegn skipulagðri glæpastarfsemi undanfarna mánuði hafa vakið athygli. Stefna ríkisstjórnarinnar er enda skýr í þessum efnum: Við munum taka á glæpum og glæpahópum af þunga. Við viljum að erlendum glæpamönnum sé brottvísað af landinu og sæti endurkomubanni. Nánari stefna stjórnvalda hvað þetta varðar verður kynnt á næstunni. Alþjóðlegt samstarf í þágu öruggra landamæra Skipulögð brotastarfsemi er alþjóðleg í eðli sínu. Þess vegna er mikilvægt að herða eftirlit á landamærunum eins og ríkisstjórnin hefur þegar gert og mun halda áfram að gera. Með fram því þarf að auka alþjóðlegt samstarf löggæsluyfirvalda. Því er stefnan að styrkja starf Íslands á vettvangi Europol og Eurojust. Einangrunarhyggja er nefnilega gagnslaus í þessari baráttu þó hún geti í fyrstu hljómað eins og sniðug lausn. Flestir glæpahópar eru fjölþjóðlegir. Það nægir því ekki að rannsaka brot eingöngu hér heima á Íslandi heldur þarf að vinna þvert á landmæri - rétt eins og glæpahóparnir. Þetta er gert í samstarfi lögreglu þvert á landamæri. Þar er Europol lykilstofnun. Sérfræðingshugtakið misnotað og mansal of algengt Ein birtingarmyndalþjóðlegra brota er innflutningur á fólki sem hingað kemur til lands í góðri trú og leit að betra lífi. Sá veruleiki sem hefur beðið þeirra hefur verið annar og verri. Nýleg umfjöllun Kveiks á RÚV um snyrtistofur birti veikleika í kerfinu okkar. Fólk hefur komið hingað til lands á grundvelli „sérfræðiþekkingar“. Ísland gerir fólki kleift að fá „sérfræðidvalarleyfi“ byggt á sérhæfðri þekkingu en leyfi á grundvelli þess að fólk taldist „sérfræðingar í asískri matargerð“ voru hér þónokkur. Þetta er mjög sérstakt í alþjóðlegum samanburði. Glufur í kerfinu hafa leitt af sér svigrúm sem fólk hefur notfært til að flytja inn fólk í bágborinni stöðu – fólk sem er háð atvinnurekanda sínum því leyfið er skilyrt á vinnustað. Vísbendingar eru um að þessi séríslenska regla eða glufa sem leidd var í lög árið 2023 hafi þá þegar leitt af sér stórar sakamálarannsóknir. Ég mun mæla fyrir frumvarpi á Alþingi á vorþingi sem tekur á þessum galla laganna um sérfræðileyfi sem og öðrum ágöllum í dvalarleyfiskerfinu. Þá hafa verið lagðar til hækkanir á dvalarleyfisgjöldum til samræmis við Norðurlöndin. Við viljum ekki samfélag þar sem óhindrað er hægt að flytja inn fólk til þess eins að brjóta gegn því og misnota. Við viljum ekki lög og regluverk sem stuðlar að því að hingað er fólk flutt inn til þess eins að búa við fátækt og óöryggi. Öflug löggæsla skilar árangri Nýlegar aðgerðir lögreglu og heilbrigðiseftirlits hafa leitt til þess að nú eru 17 eigendur nagla- og snyrtistofa sakborningar. Þessi mál eru vitaskuld enn til rannsóknar, en tölurnar geta þó sagt okkur hversu mikilvægt það er að lögregla hafi burði til að sinna kraftmikilli frumkvæðisvinnu sem þessari. Fjármögnun hefur verið tryggð fyrir 50 nýjum stöðugildum hjá lögreglu og nú hefur lögregla sagt frá því að hún hafi eflt mansalsrannsóknir með fleiri starfsmönnum. Lögregla hefur líka sýnt styrk sinn gagnvart mótorhjólagengjum eins og Vítisenglum, sem eru skilgreindir sem skipulögð glæpasamtök af Europol. Því verkefni er ekki lokið. Til að ná árangri í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi þarf að huga að mörgum þáttum. Við þurfum að loka glufum, auka eftirlit og yfirfara ýmis lög. Jafnframt þurfum við að halda áfram að fjölga lögreglumönnum og efla alþjóðlegt löggæslusamstarf. Samhliða þessu styrkjum við landamærin áfram. Stefna ríkisstjórnarinnar er skýr: Glæpamenn eiga ekki að fá að athafna sig óáreittir í íslensku samfélagi. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun