Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 3. október 2025 08:03 Skipulögð glæpasamtök eru ógn við samfélagið allt. Þau grafa undan kerfinu. Kosta ríkissjóð mikið, skerða samkeppnishæfni heiðarlegra fyrirtækja og ógna öryggi okkar allra. Aðgerðir lögreglu gegn skipulagðri glæpastarfsemi undanfarna mánuði hafa vakið athygli. Stefna ríkisstjórnarinnar er enda skýr í þessum efnum: Við munum taka á glæpum og glæpahópum af þunga. Við viljum að erlendum glæpamönnum sé brottvísað af landinu og sæti endurkomubanni. Nánari stefna stjórnvalda hvað þetta varðar verður kynnt á næstunni. Alþjóðlegt samstarf í þágu öruggra landamæra Skipulögð brotastarfsemi er alþjóðleg í eðli sínu. Þess vegna er mikilvægt að herða eftirlit á landamærunum eins og ríkisstjórnin hefur þegar gert og mun halda áfram að gera. Með fram því þarf að auka alþjóðlegt samstarf löggæsluyfirvalda. Því er stefnan að styrkja starf Íslands á vettvangi Europol og Eurojust. Einangrunarhyggja er nefnilega gagnslaus í þessari baráttu þó hún geti í fyrstu hljómað eins og sniðug lausn. Flestir glæpahópar eru fjölþjóðlegir. Það nægir því ekki að rannsaka brot eingöngu hér heima á Íslandi heldur þarf að vinna þvert á landmæri - rétt eins og glæpahóparnir. Þetta er gert í samstarfi lögreglu þvert á landamæri. Þar er Europol lykilstofnun. Sérfræðingshugtakið misnotað og mansal of algengt Ein birtingarmyndalþjóðlegra brota er innflutningur á fólki sem hingað kemur til lands í góðri trú og leit að betra lífi. Sá veruleiki sem hefur beðið þeirra hefur verið annar og verri. Nýleg umfjöllun Kveiks á RÚV um snyrtistofur birti veikleika í kerfinu okkar. Fólk hefur komið hingað til lands á grundvelli „sérfræðiþekkingar“. Ísland gerir fólki kleift að fá „sérfræðidvalarleyfi“ byggt á sérhæfðri þekkingu en leyfi á grundvelli þess að fólk taldist „sérfræðingar í asískri matargerð“ voru hér þónokkur. Þetta er mjög sérstakt í alþjóðlegum samanburði. Glufur í kerfinu hafa leitt af sér svigrúm sem fólk hefur notfært til að flytja inn fólk í bágborinni stöðu – fólk sem er háð atvinnurekanda sínum því leyfið er skilyrt á vinnustað. Vísbendingar eru um að þessi séríslenska regla eða glufa sem leidd var í lög árið 2023 hafi þá þegar leitt af sér stórar sakamálarannsóknir. Ég mun mæla fyrir frumvarpi á Alþingi á vorþingi sem tekur á þessum galla laganna um sérfræðileyfi sem og öðrum ágöllum í dvalarleyfiskerfinu. Þá hafa verið lagðar til hækkanir á dvalarleyfisgjöldum til samræmis við Norðurlöndin. Við viljum ekki samfélag þar sem óhindrað er hægt að flytja inn fólk til þess eins að brjóta gegn því og misnota. Við viljum ekki lög og regluverk sem stuðlar að því að hingað er fólk flutt inn til þess eins að búa við fátækt og óöryggi. Öflug löggæsla skilar árangri Nýlegar aðgerðir lögreglu og heilbrigðiseftirlits hafa leitt til þess að nú eru 17 eigendur nagla- og snyrtistofa sakborningar. Þessi mál eru vitaskuld enn til rannsóknar, en tölurnar geta þó sagt okkur hversu mikilvægt það er að lögregla hafi burði til að sinna kraftmikilli frumkvæðisvinnu sem þessari. Fjármögnun hefur verið tryggð fyrir 50 nýjum stöðugildum hjá lögreglu og nú hefur lögregla sagt frá því að hún hafi eflt mansalsrannsóknir með fleiri starfsmönnum. Lögregla hefur líka sýnt styrk sinn gagnvart mótorhjólagengjum eins og Vítisenglum, sem eru skilgreindir sem skipulögð glæpasamtök af Europol. Því verkefni er ekki lokið. Til að ná árangri í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi þarf að huga að mörgum þáttum. Við þurfum að loka glufum, auka eftirlit og yfirfara ýmis lög. Jafnframt þurfum við að halda áfram að fjölga lögreglumönnum og efla alþjóðlegt löggæslusamstarf. Samhliða þessu styrkjum við landamærin áfram. Stefna ríkisstjórnarinnar er skýr: Glæpamenn eiga ekki að fá að athafna sig óáreittir í íslensku samfélagi. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Skipulögð glæpasamtök eru ógn við samfélagið allt. Þau grafa undan kerfinu. Kosta ríkissjóð mikið, skerða samkeppnishæfni heiðarlegra fyrirtækja og ógna öryggi okkar allra. Aðgerðir lögreglu gegn skipulagðri glæpastarfsemi undanfarna mánuði hafa vakið athygli. Stefna ríkisstjórnarinnar er enda skýr í þessum efnum: Við munum taka á glæpum og glæpahópum af þunga. Við viljum að erlendum glæpamönnum sé brottvísað af landinu og sæti endurkomubanni. Nánari stefna stjórnvalda hvað þetta varðar verður kynnt á næstunni. Alþjóðlegt samstarf í þágu öruggra landamæra Skipulögð brotastarfsemi er alþjóðleg í eðli sínu. Þess vegna er mikilvægt að herða eftirlit á landamærunum eins og ríkisstjórnin hefur þegar gert og mun halda áfram að gera. Með fram því þarf að auka alþjóðlegt samstarf löggæsluyfirvalda. Því er stefnan að styrkja starf Íslands á vettvangi Europol og Eurojust. Einangrunarhyggja er nefnilega gagnslaus í þessari baráttu þó hún geti í fyrstu hljómað eins og sniðug lausn. Flestir glæpahópar eru fjölþjóðlegir. Það nægir því ekki að rannsaka brot eingöngu hér heima á Íslandi heldur þarf að vinna þvert á landmæri - rétt eins og glæpahóparnir. Þetta er gert í samstarfi lögreglu þvert á landamæri. Þar er Europol lykilstofnun. Sérfræðingshugtakið misnotað og mansal of algengt Ein birtingarmyndalþjóðlegra brota er innflutningur á fólki sem hingað kemur til lands í góðri trú og leit að betra lífi. Sá veruleiki sem hefur beðið þeirra hefur verið annar og verri. Nýleg umfjöllun Kveiks á RÚV um snyrtistofur birti veikleika í kerfinu okkar. Fólk hefur komið hingað til lands á grundvelli „sérfræðiþekkingar“. Ísland gerir fólki kleift að fá „sérfræðidvalarleyfi“ byggt á sérhæfðri þekkingu en leyfi á grundvelli þess að fólk taldist „sérfræðingar í asískri matargerð“ voru hér þónokkur. Þetta er mjög sérstakt í alþjóðlegum samanburði. Glufur í kerfinu hafa leitt af sér svigrúm sem fólk hefur notfært til að flytja inn fólk í bágborinni stöðu – fólk sem er háð atvinnurekanda sínum því leyfið er skilyrt á vinnustað. Vísbendingar eru um að þessi séríslenska regla eða glufa sem leidd var í lög árið 2023 hafi þá þegar leitt af sér stórar sakamálarannsóknir. Ég mun mæla fyrir frumvarpi á Alþingi á vorþingi sem tekur á þessum galla laganna um sérfræðileyfi sem og öðrum ágöllum í dvalarleyfiskerfinu. Þá hafa verið lagðar til hækkanir á dvalarleyfisgjöldum til samræmis við Norðurlöndin. Við viljum ekki samfélag þar sem óhindrað er hægt að flytja inn fólk til þess eins að brjóta gegn því og misnota. Við viljum ekki lög og regluverk sem stuðlar að því að hingað er fólk flutt inn til þess eins að búa við fátækt og óöryggi. Öflug löggæsla skilar árangri Nýlegar aðgerðir lögreglu og heilbrigðiseftirlits hafa leitt til þess að nú eru 17 eigendur nagla- og snyrtistofa sakborningar. Þessi mál eru vitaskuld enn til rannsóknar, en tölurnar geta þó sagt okkur hversu mikilvægt það er að lögregla hafi burði til að sinna kraftmikilli frumkvæðisvinnu sem þessari. Fjármögnun hefur verið tryggð fyrir 50 nýjum stöðugildum hjá lögreglu og nú hefur lögregla sagt frá því að hún hafi eflt mansalsrannsóknir með fleiri starfsmönnum. Lögregla hefur líka sýnt styrk sinn gagnvart mótorhjólagengjum eins og Vítisenglum, sem eru skilgreindir sem skipulögð glæpasamtök af Europol. Því verkefni er ekki lokið. Til að ná árangri í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi þarf að huga að mörgum þáttum. Við þurfum að loka glufum, auka eftirlit og yfirfara ýmis lög. Jafnframt þurfum við að halda áfram að fjölga lögreglumönnum og efla alþjóðlegt löggæslusamstarf. Samhliða þessu styrkjum við landamærin áfram. Stefna ríkisstjórnarinnar er skýr: Glæpamenn eiga ekki að fá að athafna sig óáreittir í íslensku samfélagi. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar