Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Lovísa Arnardóttir skrifar 5. október 2025 08:00 Stefán Jón vill ekki sjá Ísrael í Eurovision í Vín í Austurrrík á næsta ári. Til hægri á myndinni má sjá keppanda Ísrael á þessu ári, Yuval Raphael. Aðsend og Vísir/Getty Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar RÚV, segir í aðsendri grein á Vísi að hans mati eigi að víkja Ísrael úr Eurovision tafarlaust. Greinina skrifar hann í eigin nafni, ekki nafni stjórnar. Útvarpsstjórar Norðurlanda funda í Reykjavík á næstu dögum um atkvæðagreiðslu sem fer fram í nóvember um áframhaldandi þátttöku Ísrael. Fulltrúi stjórnar Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, verður á fundinum í Reykjavík. „Ég skrifa hér sem formaður stjórnar RÚV í eigin nafni og lýsi því eindregið yfir að víkja beri Ísrael úr keppninni tafarlaust,“ segir Stefán í grein sinni þar sem hann fer yfir aðdraganda fundarins í nóvember og þau rök sem hann telur vera fyrir því að víkja Ísrael tafarlaust úr keppni. Fyrst vísar hann til þess að rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús sé að fremja þjóðarmorð á Gasa. „Öllum hefur verið ljóst lengi að ríkisstjórn Ísraels margbrýtur alþjóðalög, fremur glæpi gegn mannkyni, beitir hungri gegn almenningi og skipuleggur fjöldamorð sem leitt hafa til þess að tugir þúsunda almennra borgara hafa verið drepnir. Læknar án landamæra sem nú hafa dregið sig út af árásarsvæðum Ísraels nota orðið „slátrun“,“ segir Stefán í grein sinni. Í öðru lagi vísar hann til þess að yfir 200 alþjóðlegar stofnanir, samtök og félög hafi harðlega fordæmt Ísraelsstjórn. Þar megi til dæmis nefna Alþjóða Rauða krossinn og hálfmánann, Amnesty International, Human Rights Watch, ýmsar undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna og ekki síst mannúðar- og mannréttindasamtök innan Ísraelsríkis. Á Íslandi hafi um 200 félög sameinast á mótmælunum „Þjóð gegn þjóðarmorði“ þar sem þess var krafist að stjórnvöld settu viðskiptabann á Ísrael. Þá segir hann auk þess Samtök unnenda Eurovision á Norðurlöndum hafa fordæmt þátttöku Ísraels. Sjá einnig: Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Þá segir hann í þriðja lagi mörg fordæmi fyrir því að ríkjum hafi verið vikið tímabundið úr keppninni. Nýjasta dæmið sé Rússland sem var vikið úr keppni í kjölfar innrásar þeirra í Úkraínu árið 2022. Röksemdin fyrir því var, meðal annars, að þátttaka þeirra gæti skaðað orðspor keppninnar. Stefán Jón segir ríkisstjórn Ísrael hafa gert það sama og með því að víkja Ísrael ekki úr keppni sé ekki samræmi í ákvörðunum sem stjórnin hafi tekið og hún sek um tvöfalt siðgæði. „… sem er kurteislegt orðalag um þá þvælu sem borin hefur verið á borð til að réttlæta þátttöku Ísraels en ekki Rússa. Engum dettur í hug að bera saman ólíkar forsendur herferðanna í Úkraínu og á Gasa, en það skiptir engu máli fyrir fórnarlömb á hvorum stað og ómældar þjáningar þeirra. Þar eru þeir Netjanjahú og Pútín samsekir enda báðir eftirlýstir stríðsglæpamenn,“ segir Stefán. Í fjórða lagi segir hann stjórnvöld í Ísral hafa notað Eurovision sem áróðursmaskínu fyrir sjálfa sig og kostað til mikið fé víða um lönd til að hafa áhrif á úrslit. „Svo ótrúlegt sem það kann að hljóma hefur framkvæmdastjórn keppninnar falsað hljóðútsendingar frá henni til að kæfa óánægjuraddir gesta í sal gegn þátttöku Ísraels. Það er ekkert „ópólitískt“ við að halda gleðileika með fulltrúum ríkis sem stundar fjöldamorð og notar söngakeppni til að kaupa sér lögmæti,“ segir hann um það. Í fimmta lagi segir Stefán stjórnvöld í Ísrael vinna gegn megintilgangi stöðvanna innan EBU sem hafi ábyrgðarhlutverk gagnvart almenningi og séu skuldbundnar til að þjóna með ábyrgum fréttaflutningi og áreiðanlegum upplýsingum. Stjórnvöld í Ísrael hafi brotið þessar grundvallarreglur með að banna aðgengi alþjóðlegra fjölmiðla á Gasa og þannig ritstýra fréttaflutningi á Gasa. „Þetta er í sjálfu sér næg ástæða til að víkja Ísrael strax úr EBU. Þegar svo bætast við skipulögð morð og aftökur á fréttamönnum er refsileysi EBU yfirgengilegt og óafsakanlegt.“ Í sjötta og síðasta lagi segir Stefán tímabært að norrænar þjóðir segi hingað og ekki lengra þegar kemur að þátttöku Ísraels í keppninni og hvetur hann norræna útvarpsstjóra til að sameinast um þau gildi sem forseti Finnlands lýsti í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna nýlega. „Því leyfi ég mér að segja við norrænu stöðvarnar sem starfa í almannaþágu: Kære nordiske kolleger. Nu er det slut med a hygga sig med Benjamin Netanyahu,“ segir hann að lokum. Ísrael Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
„Ég skrifa hér sem formaður stjórnar RÚV í eigin nafni og lýsi því eindregið yfir að víkja beri Ísrael úr keppninni tafarlaust,“ segir Stefán í grein sinni þar sem hann fer yfir aðdraganda fundarins í nóvember og þau rök sem hann telur vera fyrir því að víkja Ísrael tafarlaust úr keppni. Fyrst vísar hann til þess að rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús sé að fremja þjóðarmorð á Gasa. „Öllum hefur verið ljóst lengi að ríkisstjórn Ísraels margbrýtur alþjóðalög, fremur glæpi gegn mannkyni, beitir hungri gegn almenningi og skipuleggur fjöldamorð sem leitt hafa til þess að tugir þúsunda almennra borgara hafa verið drepnir. Læknar án landamæra sem nú hafa dregið sig út af árásarsvæðum Ísraels nota orðið „slátrun“,“ segir Stefán í grein sinni. Í öðru lagi vísar hann til þess að yfir 200 alþjóðlegar stofnanir, samtök og félög hafi harðlega fordæmt Ísraelsstjórn. Þar megi til dæmis nefna Alþjóða Rauða krossinn og hálfmánann, Amnesty International, Human Rights Watch, ýmsar undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna og ekki síst mannúðar- og mannréttindasamtök innan Ísraelsríkis. Á Íslandi hafi um 200 félög sameinast á mótmælunum „Þjóð gegn þjóðarmorði“ þar sem þess var krafist að stjórnvöld settu viðskiptabann á Ísrael. Þá segir hann auk þess Samtök unnenda Eurovision á Norðurlöndum hafa fordæmt þátttöku Ísraels. Sjá einnig: Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Þá segir hann í þriðja lagi mörg fordæmi fyrir því að ríkjum hafi verið vikið tímabundið úr keppninni. Nýjasta dæmið sé Rússland sem var vikið úr keppni í kjölfar innrásar þeirra í Úkraínu árið 2022. Röksemdin fyrir því var, meðal annars, að þátttaka þeirra gæti skaðað orðspor keppninnar. Stefán Jón segir ríkisstjórn Ísrael hafa gert það sama og með því að víkja Ísrael ekki úr keppni sé ekki samræmi í ákvörðunum sem stjórnin hafi tekið og hún sek um tvöfalt siðgæði. „… sem er kurteislegt orðalag um þá þvælu sem borin hefur verið á borð til að réttlæta þátttöku Ísraels en ekki Rússa. Engum dettur í hug að bera saman ólíkar forsendur herferðanna í Úkraínu og á Gasa, en það skiptir engu máli fyrir fórnarlömb á hvorum stað og ómældar þjáningar þeirra. Þar eru þeir Netjanjahú og Pútín samsekir enda báðir eftirlýstir stríðsglæpamenn,“ segir Stefán. Í fjórða lagi segir hann stjórnvöld í Ísral hafa notað Eurovision sem áróðursmaskínu fyrir sjálfa sig og kostað til mikið fé víða um lönd til að hafa áhrif á úrslit. „Svo ótrúlegt sem það kann að hljóma hefur framkvæmdastjórn keppninnar falsað hljóðútsendingar frá henni til að kæfa óánægjuraddir gesta í sal gegn þátttöku Ísraels. Það er ekkert „ópólitískt“ við að halda gleðileika með fulltrúum ríkis sem stundar fjöldamorð og notar söngakeppni til að kaupa sér lögmæti,“ segir hann um það. Í fimmta lagi segir Stefán stjórnvöld í Ísrael vinna gegn megintilgangi stöðvanna innan EBU sem hafi ábyrgðarhlutverk gagnvart almenningi og séu skuldbundnar til að þjóna með ábyrgum fréttaflutningi og áreiðanlegum upplýsingum. Stjórnvöld í Ísrael hafi brotið þessar grundvallarreglur með að banna aðgengi alþjóðlegra fjölmiðla á Gasa og þannig ritstýra fréttaflutningi á Gasa. „Þetta er í sjálfu sér næg ástæða til að víkja Ísrael strax úr EBU. Þegar svo bætast við skipulögð morð og aftökur á fréttamönnum er refsileysi EBU yfirgengilegt og óafsakanlegt.“ Í sjötta og síðasta lagi segir Stefán tímabært að norrænar þjóðir segi hingað og ekki lengra þegar kemur að þátttöku Ísraels í keppninni og hvetur hann norræna útvarpsstjóra til að sameinast um þau gildi sem forseti Finnlands lýsti í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna nýlega. „Því leyfi ég mér að segja við norrænu stöðvarnar sem starfa í almannaþágu: Kære nordiske kolleger. Nu er det slut med a hygga sig med Benjamin Netanyahu,“ segir hann að lokum.
Ísrael Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira