POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. október 2025 12:17 Hanna Birna Valdimarsdóttir, formaður Samtaka um POTS á Íslandi. vísir/Bjarni Þó nokkrir eru nú þegar rúmliggjandi að sögn Formanns samtaka um POTS-heilkennið eftir að Sjúkratryggingar Íslands hættu að greiða niður órannsakað meðferðarúrræði við heilkenninu gær. Mörg hundruð manns hafi nýtt sér úrræðið og eru samtökin komin með lögfræðing í málið. Sjúkratryggingar Íslands stöðvuðu niðurgreiðslu á vökvagjöf í æð fyrir fólk með POTS-heilkennið í gær. Það hefur staðið til í um tvo mánuði en heilbrigðisráðherra sagði um miðjan ágúst að engar forsendur væru fyrir að efast um ákvörðun SÍ sem var tekin á þeim grundvelli að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða, rannsóknir skorti og almennt engin réttlæting til staðar fyrir meðferðinni. Talið er að 700 til 800 manns á Íslandi glími við stöðubundið hraðtaktsheilkenni sem er að jafnaði kallað POTS. Heilkennið er algengast meðal kvenna á frjósemisaldri og veldur truflun á sjálfvirka taugakerfinu með þeim afleiðingum að hjartsláttartíðni eykst við það að setjast eða standa upp. Algeng einkenni eru svimi, þreyta og orkuleysi, heilaþoka og ógleði eða meltingaróþægindi. Sjá einnig hér: Þjónusturof hefst í dag Aðsókn í vökvagjöf vegna POTS hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum hefur margfaldast á aðeins örfáum árum. Hanna Birna Valdimarsdóttir, formaður Samtaka um POTS á Íslandi, segir áhrifa stöðvunarinnar strax gæta víða. „Þetta er mjög slæmt í rauninni að það sé verið að skera niður þessa meðferð fyrir okkur. Við höfum treyst mikið á vökvagjafir til að auka lífsgæði og koma okkur frekar á fætur því annars er fólk mikið til rúmliggjandi með POTS.“ Að hennar sögn hafi ýmsar stofnanir hætt að bjóða upp á þjónustuna fljótlega eftir að það lá fyrir að niðurgreiðslan yrði stöðvuð. „Sem varð til þess að fólk sat eftir og vissi ekki hvað það átti að gera og margir eru rúmliggjandi í dag.“ Hún sjái fram á það að meirihluti þeirra sem hafa nýtt vökvagjöf sitji uppi með skert lífsgæði. Stöðvunin hafi áhrif á mörg hundruð fjölskyldur. „Það er lítið í stöðunni. Það eru fá úrræði í boði fyrir okkur og það er mælt með því að við notum þrýstifatnað. En það hefur nú ekki fylgt sögunni að Sjúkratryggingar Íslands er hætt að greiða niður þrýstifatnað fyrir okkur.“ Samtökin hafa fengið lögfræðing frá lögfræðistofunni MAGNA með sér í lið og skora á Sjúkratryggingar, Embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið að draga til baka stöðvunina. Í bréfi frá samtökunum kemur fram að ákvörðunin brjóti í bága við lög og mannréttindarsjónarmið að þeirra mati. „Við erum á fullu í þessari baráttu. Við höfum fengið frábæran stuðningsstyrk frá Öryrkjabandalagi Íslands fyrir lögfræðingi.“ Heilbrigðismál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands stöðvuðu niðurgreiðslu á vökvagjöf í æð fyrir fólk með POTS-heilkennið í gær. Það hefur staðið til í um tvo mánuði en heilbrigðisráðherra sagði um miðjan ágúst að engar forsendur væru fyrir að efast um ákvörðun SÍ sem var tekin á þeim grundvelli að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða, rannsóknir skorti og almennt engin réttlæting til staðar fyrir meðferðinni. Talið er að 700 til 800 manns á Íslandi glími við stöðubundið hraðtaktsheilkenni sem er að jafnaði kallað POTS. Heilkennið er algengast meðal kvenna á frjósemisaldri og veldur truflun á sjálfvirka taugakerfinu með þeim afleiðingum að hjartsláttartíðni eykst við það að setjast eða standa upp. Algeng einkenni eru svimi, þreyta og orkuleysi, heilaþoka og ógleði eða meltingaróþægindi. Sjá einnig hér: Þjónusturof hefst í dag Aðsókn í vökvagjöf vegna POTS hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum hefur margfaldast á aðeins örfáum árum. Hanna Birna Valdimarsdóttir, formaður Samtaka um POTS á Íslandi, segir áhrifa stöðvunarinnar strax gæta víða. „Þetta er mjög slæmt í rauninni að það sé verið að skera niður þessa meðferð fyrir okkur. Við höfum treyst mikið á vökvagjafir til að auka lífsgæði og koma okkur frekar á fætur því annars er fólk mikið til rúmliggjandi með POTS.“ Að hennar sögn hafi ýmsar stofnanir hætt að bjóða upp á þjónustuna fljótlega eftir að það lá fyrir að niðurgreiðslan yrði stöðvuð. „Sem varð til þess að fólk sat eftir og vissi ekki hvað það átti að gera og margir eru rúmliggjandi í dag.“ Hún sjái fram á það að meirihluti þeirra sem hafa nýtt vökvagjöf sitji uppi með skert lífsgæði. Stöðvunin hafi áhrif á mörg hundruð fjölskyldur. „Það er lítið í stöðunni. Það eru fá úrræði í boði fyrir okkur og það er mælt með því að við notum þrýstifatnað. En það hefur nú ekki fylgt sögunni að Sjúkratryggingar Íslands er hætt að greiða niður þrýstifatnað fyrir okkur.“ Samtökin hafa fengið lögfræðing frá lögfræðistofunni MAGNA með sér í lið og skora á Sjúkratryggingar, Embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið að draga til baka stöðvunina. Í bréfi frá samtökunum kemur fram að ákvörðunin brjóti í bága við lög og mannréttindarsjónarmið að þeirra mati. „Við erum á fullu í þessari baráttu. Við höfum fengið frábæran stuðningsstyrk frá Öryrkjabandalagi Íslands fyrir lögfræðingi.“
Heilbrigðismál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira