Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar 1. október 2025 15:01 Það hefur lengi verið hefð í sveitarfélögum á Íslandi að styðja íþróttafólk til æfinga og keppni, bæði hér heima og erlendis. Sú hefð hefur skilað miklu t.d. styrkt íþróttalíf, aukið samstöðu og gefið ungu fólki tækifæri til að blómstra. En nú er tími til kominn að stíga næsta skref. Hæfileikar ungs fólks takmarkast ekki við íþróttir. Viðreisn í Hafnarfirði hefur lagt fram tillögu í Fræðsluráði um að stofna sérstakan sjóð sem styður framúrskarandi ungmenni í öllum greinum tómstundastarfs. Markmið sjóðsins er að veita fjárhagslegan styrk til ungs fólks með lögheimili í Hafnarfirði sem leggur hart að sér í listum, skapandi greinum, nýsköpun eða öðrum vettvangi - ekki bara í íþróttum. Með slíku framtaki myndum við jafna leikinn. Því miður hafa mörg ungmenni sem hafa náð langt í listum eða öðrum greinum ekki notið sama stuðnings eða viðurkenningar og jafnaldrar þeirra í íþróttum. Með sjóðnum yrði loksins viðurkennt að samfélagið metur jafnt fjölbreytta hæfileika og afreksíþróttir. Samfélagið stendur sterkara þegar við leggjum rækt við ólíkar leiðir til tjáningar og sköpunar. Börn og ungmenni sem fá hvatningu og raunveruleg tækifæri, óháð því hvort þau velja sér sviðsljós leiklistarinnar, strengina í hljóðfærum eða knattspyrnuvöllinn, eru líklegri til að fylgja draumum sínum, efla sjálfstraust sitt og gefa samfélaginu afrakstur sem við öll njótum. Þetta er ekki spurning um annaðhvort íþróttir eða listir. Þetta er spurning um jafnræði. Við eigum að standa saman í því að styðja öll ungmenni og gefa þeim byr undir báða vængi. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði og situr í Fræðsluráði Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Það hefur lengi verið hefð í sveitarfélögum á Íslandi að styðja íþróttafólk til æfinga og keppni, bæði hér heima og erlendis. Sú hefð hefur skilað miklu t.d. styrkt íþróttalíf, aukið samstöðu og gefið ungu fólki tækifæri til að blómstra. En nú er tími til kominn að stíga næsta skref. Hæfileikar ungs fólks takmarkast ekki við íþróttir. Viðreisn í Hafnarfirði hefur lagt fram tillögu í Fræðsluráði um að stofna sérstakan sjóð sem styður framúrskarandi ungmenni í öllum greinum tómstundastarfs. Markmið sjóðsins er að veita fjárhagslegan styrk til ungs fólks með lögheimili í Hafnarfirði sem leggur hart að sér í listum, skapandi greinum, nýsköpun eða öðrum vettvangi - ekki bara í íþróttum. Með slíku framtaki myndum við jafna leikinn. Því miður hafa mörg ungmenni sem hafa náð langt í listum eða öðrum greinum ekki notið sama stuðnings eða viðurkenningar og jafnaldrar þeirra í íþróttum. Með sjóðnum yrði loksins viðurkennt að samfélagið metur jafnt fjölbreytta hæfileika og afreksíþróttir. Samfélagið stendur sterkara þegar við leggjum rækt við ólíkar leiðir til tjáningar og sköpunar. Börn og ungmenni sem fá hvatningu og raunveruleg tækifæri, óháð því hvort þau velja sér sviðsljós leiklistarinnar, strengina í hljóðfærum eða knattspyrnuvöllinn, eru líklegri til að fylgja draumum sínum, efla sjálfstraust sitt og gefa samfélaginu afrakstur sem við öll njótum. Þetta er ekki spurning um annaðhvort íþróttir eða listir. Þetta er spurning um jafnræði. Við eigum að standa saman í því að styðja öll ungmenni og gefa þeim byr undir báða vængi. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði og situr í Fræðsluráði Hafnarfjarðar.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun