Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar 1. október 2025 13:30 Nýlega skrifaði ég pistil þar sem ég fagnaði fyrirhugaðri stækkun Þjóðleikhússins. Það er löngu tímabær fjárfesting í innviðum sviðslista og markar tímamót í menningarlífi þjóðarinnar. En þegar við horfum til framtíðar sviðslistanna er ekki síður mikilvægt að spyrja: hvað með dansinn? Danslistin hefur vaxið gríðarlega á Íslandi síðustu áratugina. Dansmenntun hefur styrkst, fjöldi listamanna og danshöfunda hefur aukist og íslenskar danssýningar hafa hlotið athygli bæði heima og erlendis. Þrátt fyrir þetta býr danslistin enn við skort á húsnæði og stuðningi, einkum í samanburði við önnur listform. Danshöfundar og dansarar þurfa að æfa í leigðum sölum sem eru oft óhentugir og ekki hannaðir með faglega dansstarfsemi í huga. Geymslu- og vinnuaðstaða fyrir leikmyndir, búninga og tæki er í raun engin. Þetta er staða sem aðrar sviðslistagreinar búa ekki við í sama mæli. Skorturinn á innviðum gerir starfsemina brothætta og takmarkar möguleika listamanna til að vinna stöðugt og af krafti hér heima. Dansinn getur ekki þrifist án rýmis og ef við ætlum að styðja við dansflokk á heimsmælikvarða sem Íslenski dansflokkurinn svo sannarlega er þá þurfum við að mæta þeim þörfum sem eru til staðar. Við þurfum ekki að horfa langt til að sjá áhrif þess að styðja við danslist á samfélagið. Í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru danshús nú sjálfsagðir innviðir. Þau eru ekki aðeins æfinga- og sýningarrými heldur menningarhús sem efla samfélagið allt með sýningum, fræðslu, samstarfi við skóla og alþjóðlegum verkefnum. Það að tryggja dansinum viðunandi vinnuumhverfi myndi ekki eingöngu borga sig fyrir fámennan hóp listamanna. Þar væri hægt að byggja heimili fyrir danslistina og menningarhús fyrir samfélagið allt. Þar gætu áhorfendur notið nýrra sýninga, börn og ungmenni fengið fyrirmyndir í hreyfingu og sköpun, og listgreinar hist og unnið saman. Það gæti orðið vettvangur fyrir alþjóðleg verkefni og aukið sýnileika Íslands á menningarsviðinu. Útfærslan á þessum aðstæðum þarf að ráðast í samtali við vettvanginn í heild. Mikilvægt er að ákvarðanir séu ekki teknar án okkar, jafnvel þótt hagræðingarsjónarmið ráði för. Ætlum við að styrkja þær stoðir sem nú þegar eru til staðar eins og Dansverkstæðið, Íslenska dansflokkinn og nýtt rými Þjóðleikhússins þar sem mögulega verður pláss fyrir dans eða er þörf á að gera eitthvað annað? Danslistin er líkamsbundin, alþjóðleg og aðgengileg. Hún talar beint til fólks, óháð tungumáli. Það er löngu tímabært að hún fái rými sem endurspeglar vægi sitt í íslensku menningarlífi. En við þurfum líka að tala um dans, vekja athygli á listforminu og lyfta því upp. Nýlega var frumsýndur söngleikurinn Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu, sannkölluð söngleikjaveisla þar sem söng-, dans- og leiklist fléttast saman í magnaða upplifun. Í gagnrýni um verkið sem birtist hér á Vísi nýlega er þó varla einu orði minnst á danshöfund, dansara eða þá töfra sem dansatriðin glæða verkinu.Það finnst mér undarlegt og merki um hvernig dansinn sé ekki talinn jafn á við önnur sviðslistaform. Það er kominn tími til að við tölum um dans og að dansinn verði jafngildur hluti af mengi sviðslista. Ég tel að næsta skref sé að sýna framtíðarsýn til langstíma og hefja aftur samtal um að leggja grunn að bættri aðstöðu fyrir danslistina. Við getum fagnað því að Þjóðleikhúsið stækkar og verði aðgengilegra– en það má ekki verða til þess að danslistin gleymist. Næsta skref í uppbyggingu sviðslista á Íslandi hlýtur að vera fyrir danslistina. Höfundur er formaður Félags íslenskra listdansara og forseti Sviðslistasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dans Menning Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega skrifaði ég pistil þar sem ég fagnaði fyrirhugaðri stækkun Þjóðleikhússins. Það er löngu tímabær fjárfesting í innviðum sviðslista og markar tímamót í menningarlífi þjóðarinnar. En þegar við horfum til framtíðar sviðslistanna er ekki síður mikilvægt að spyrja: hvað með dansinn? Danslistin hefur vaxið gríðarlega á Íslandi síðustu áratugina. Dansmenntun hefur styrkst, fjöldi listamanna og danshöfunda hefur aukist og íslenskar danssýningar hafa hlotið athygli bæði heima og erlendis. Þrátt fyrir þetta býr danslistin enn við skort á húsnæði og stuðningi, einkum í samanburði við önnur listform. Danshöfundar og dansarar þurfa að æfa í leigðum sölum sem eru oft óhentugir og ekki hannaðir með faglega dansstarfsemi í huga. Geymslu- og vinnuaðstaða fyrir leikmyndir, búninga og tæki er í raun engin. Þetta er staða sem aðrar sviðslistagreinar búa ekki við í sama mæli. Skorturinn á innviðum gerir starfsemina brothætta og takmarkar möguleika listamanna til að vinna stöðugt og af krafti hér heima. Dansinn getur ekki þrifist án rýmis og ef við ætlum að styðja við dansflokk á heimsmælikvarða sem Íslenski dansflokkurinn svo sannarlega er þá þurfum við að mæta þeim þörfum sem eru til staðar. Við þurfum ekki að horfa langt til að sjá áhrif þess að styðja við danslist á samfélagið. Í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru danshús nú sjálfsagðir innviðir. Þau eru ekki aðeins æfinga- og sýningarrými heldur menningarhús sem efla samfélagið allt með sýningum, fræðslu, samstarfi við skóla og alþjóðlegum verkefnum. Það að tryggja dansinum viðunandi vinnuumhverfi myndi ekki eingöngu borga sig fyrir fámennan hóp listamanna. Þar væri hægt að byggja heimili fyrir danslistina og menningarhús fyrir samfélagið allt. Þar gætu áhorfendur notið nýrra sýninga, börn og ungmenni fengið fyrirmyndir í hreyfingu og sköpun, og listgreinar hist og unnið saman. Það gæti orðið vettvangur fyrir alþjóðleg verkefni og aukið sýnileika Íslands á menningarsviðinu. Útfærslan á þessum aðstæðum þarf að ráðast í samtali við vettvanginn í heild. Mikilvægt er að ákvarðanir séu ekki teknar án okkar, jafnvel þótt hagræðingarsjónarmið ráði för. Ætlum við að styrkja þær stoðir sem nú þegar eru til staðar eins og Dansverkstæðið, Íslenska dansflokkinn og nýtt rými Þjóðleikhússins þar sem mögulega verður pláss fyrir dans eða er þörf á að gera eitthvað annað? Danslistin er líkamsbundin, alþjóðleg og aðgengileg. Hún talar beint til fólks, óháð tungumáli. Það er löngu tímabært að hún fái rými sem endurspeglar vægi sitt í íslensku menningarlífi. En við þurfum líka að tala um dans, vekja athygli á listforminu og lyfta því upp. Nýlega var frumsýndur söngleikurinn Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu, sannkölluð söngleikjaveisla þar sem söng-, dans- og leiklist fléttast saman í magnaða upplifun. Í gagnrýni um verkið sem birtist hér á Vísi nýlega er þó varla einu orði minnst á danshöfund, dansara eða þá töfra sem dansatriðin glæða verkinu.Það finnst mér undarlegt og merki um hvernig dansinn sé ekki talinn jafn á við önnur sviðslistaform. Það er kominn tími til að við tölum um dans og að dansinn verði jafngildur hluti af mengi sviðslista. Ég tel að næsta skref sé að sýna framtíðarsýn til langstíma og hefja aftur samtal um að leggja grunn að bættri aðstöðu fyrir danslistina. Við getum fagnað því að Þjóðleikhúsið stækkar og verði aðgengilegra– en það má ekki verða til þess að danslistin gleymist. Næsta skref í uppbyggingu sviðslista á Íslandi hlýtur að vera fyrir danslistina. Höfundur er formaður Félags íslenskra listdansara og forseti Sviðslistasambands Íslands.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun