Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar 1. október 2025 11:03 Við lifum á tíma rofs. Og þá er ég ekki að vísa til þess einfalda tíma þegar íslensk rofabörð og gróðureyðing voru táknmyndir hverfulleika og varnarleysis. Rof samtímans birtist í öllum grunnstoðum samfélaga – í viðskiptalífinu, stjórnmálum, mannréttindum, tækni, trú, grunngildum einstaklinga. Stoðir sem við töldum áður að væru órjúfanlegur þáttur tilvistar okkar og framfara – eru ekki lengur jafn sjálfsagðar.. Þegar við missum fótfestu sem einstaklingar eða samfélög er mikilvægt staldra við og vinna af ásetningi til að fyrirbyggja áframhaldandi jarðvegseyðingu, festa aftur rætur og muna hvað bindur okkar saman sem mannverur. Þegar heimurinn kallar eftir mennsku gengur ekki að fela sig bakvið tækni og gervigreind og afgreiða málin með einum tölvupósti, yfirgangi eða tjáknmynd. Skammsýni, hroki, rangupplýsingar, ójafnrétti, skandalar og stríð hola bergið sem leggur grunninn að okkar samfélögum. Við þurfum ekki meira skvaldur, heldur skilning og áhrifamiklar lausnir sem byggja á mennsku, auðmýkt og stefnufestu. Á tímum mikilla umbreytinga og bakslags kallar heimurinn eftir réttsýni, kjarki og karakter. Heimurinn kallar eftir leiðtogum sem leiða á grunni tímalausra gilda, en ekki skammtíma viðhorfa og innantómra loforða. Heimurinn skorar á vinnustaði að setja stöðugar framfarir og sjálfbæran vöxt - í allra þágu - í forgang. Sá grunnur, þau lögmál árangurs, eru áttaviti á mínum vinnustað. Tilgangur okkar er styðja við vöxt einstaklinga og frammistöðu vinnustaða með því að leggja rækt við menningu árangurs og lykilfærni fólks. Hvernig væri að hvert og eitt okkar myndi leggja sig fram og vera fyrirmynd samkenndar og virðingar, og gera skilningsríka hlustun að okkar bestu leið, meira að segja þegar við erum ósammála. Hvernig virkjar þú augnablik fyrir innihaldsrík samtöl í stað þess að æsa til kappræðna? Hvernig væri að við myndum segja fleiri persónulegar sögur af því sem hefur gengið vel og hvernig við höfum leyst málin sem mannverur, en ekki fela okkur bakvið skoðanir, hreyfingar, hlutverk eða afrek annarra? Hvernig væri að við myndum leggja okkur fram við að rækta traust alls staðar og alltaf, til dæmis með því að vera opin um okkar sanna ásetning, og með því að biðjast afsökunar þegar þess þarf og vera samkvæm sjálfum okkur og láta verkin tala? Hvernig væri að við myndum tengjast þeim gildum sem í raun tengja okkur? Hvernig birtist virðing, umhyggja, framsýni, sanngirni, heilindi, frelsi, ábyrgð – og jafnvel ást í þínum daglegu verkum? Hvernig væri að við myndum tengjast hvort öðru upp á nýtt – heyra í vinum og fjölskyldu og nágrönnum og vinnufélögum og taka samtal um fyrir hvað þið eruð þakklát, rifja upp góðar minningar, fagna framförum – og tala um þann heim sem við viljum að barnabörn okkar lifi? Hvernig væri að við myndum öll finna kjarkinn til að leiða okkur sjálf, okkar fólk og okkar samfélag áfram á grunni kjarks og vonar og mála saman sameiginlega mynd af þeirri framtíð sem við óskum okkur? Árangur okkar hefst með okkur. Hvert auðnuspor sem við tökum á þeirri vegferð í dag – mótar landslag okkar framtíðar. Stundum væri gott að hverfa aftur til þess tíma þegar flutningur jarðefna, sverfing bergs og mótun nýs lands var aðal áhyggjuefni okkar. Við höfum fundið margar leiðir til að binda örfoka land og hemja uppblástur og gróðureyðingu. Leggjum rækt við ræktun lands og þjóðar með sjálfsrækt, mannrækt og með því að rækta leiðtoga á öllum stigum samfélagsins. Líkt og í jarðfræði leiðir rof til landmótunar og nýs landslags. Ákveðum að hafa það landslag góðan jarðveg fyrir alla til að dafna. Vinnustaðir og samfélög sem setja vöxt fólks í forgang uppskera árangur allra. Stöðugt. Hver er þín vegferð? Árangur hefst hér. Með þér. Höfundur er framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Við lifum á tíma rofs. Og þá er ég ekki að vísa til þess einfalda tíma þegar íslensk rofabörð og gróðureyðing voru táknmyndir hverfulleika og varnarleysis. Rof samtímans birtist í öllum grunnstoðum samfélaga – í viðskiptalífinu, stjórnmálum, mannréttindum, tækni, trú, grunngildum einstaklinga. Stoðir sem við töldum áður að væru órjúfanlegur þáttur tilvistar okkar og framfara – eru ekki lengur jafn sjálfsagðar.. Þegar við missum fótfestu sem einstaklingar eða samfélög er mikilvægt staldra við og vinna af ásetningi til að fyrirbyggja áframhaldandi jarðvegseyðingu, festa aftur rætur og muna hvað bindur okkar saman sem mannverur. Þegar heimurinn kallar eftir mennsku gengur ekki að fela sig bakvið tækni og gervigreind og afgreiða málin með einum tölvupósti, yfirgangi eða tjáknmynd. Skammsýni, hroki, rangupplýsingar, ójafnrétti, skandalar og stríð hola bergið sem leggur grunninn að okkar samfélögum. Við þurfum ekki meira skvaldur, heldur skilning og áhrifamiklar lausnir sem byggja á mennsku, auðmýkt og stefnufestu. Á tímum mikilla umbreytinga og bakslags kallar heimurinn eftir réttsýni, kjarki og karakter. Heimurinn kallar eftir leiðtogum sem leiða á grunni tímalausra gilda, en ekki skammtíma viðhorfa og innantómra loforða. Heimurinn skorar á vinnustaði að setja stöðugar framfarir og sjálfbæran vöxt - í allra þágu - í forgang. Sá grunnur, þau lögmál árangurs, eru áttaviti á mínum vinnustað. Tilgangur okkar er styðja við vöxt einstaklinga og frammistöðu vinnustaða með því að leggja rækt við menningu árangurs og lykilfærni fólks. Hvernig væri að hvert og eitt okkar myndi leggja sig fram og vera fyrirmynd samkenndar og virðingar, og gera skilningsríka hlustun að okkar bestu leið, meira að segja þegar við erum ósammála. Hvernig virkjar þú augnablik fyrir innihaldsrík samtöl í stað þess að æsa til kappræðna? Hvernig væri að við myndum segja fleiri persónulegar sögur af því sem hefur gengið vel og hvernig við höfum leyst málin sem mannverur, en ekki fela okkur bakvið skoðanir, hreyfingar, hlutverk eða afrek annarra? Hvernig væri að við myndum leggja okkur fram við að rækta traust alls staðar og alltaf, til dæmis með því að vera opin um okkar sanna ásetning, og með því að biðjast afsökunar þegar þess þarf og vera samkvæm sjálfum okkur og láta verkin tala? Hvernig væri að við myndum tengjast þeim gildum sem í raun tengja okkur? Hvernig birtist virðing, umhyggja, framsýni, sanngirni, heilindi, frelsi, ábyrgð – og jafnvel ást í þínum daglegu verkum? Hvernig væri að við myndum tengjast hvort öðru upp á nýtt – heyra í vinum og fjölskyldu og nágrönnum og vinnufélögum og taka samtal um fyrir hvað þið eruð þakklát, rifja upp góðar minningar, fagna framförum – og tala um þann heim sem við viljum að barnabörn okkar lifi? Hvernig væri að við myndum öll finna kjarkinn til að leiða okkur sjálf, okkar fólk og okkar samfélag áfram á grunni kjarks og vonar og mála saman sameiginlega mynd af þeirri framtíð sem við óskum okkur? Árangur okkar hefst með okkur. Hvert auðnuspor sem við tökum á þeirri vegferð í dag – mótar landslag okkar framtíðar. Stundum væri gott að hverfa aftur til þess tíma þegar flutningur jarðefna, sverfing bergs og mótun nýs lands var aðal áhyggjuefni okkar. Við höfum fundið margar leiðir til að binda örfoka land og hemja uppblástur og gróðureyðingu. Leggjum rækt við ræktun lands og þjóðar með sjálfsrækt, mannrækt og með því að rækta leiðtoga á öllum stigum samfélagsins. Líkt og í jarðfræði leiðir rof til landmótunar og nýs landslags. Ákveðum að hafa það landslag góðan jarðveg fyrir alla til að dafna. Vinnustaðir og samfélög sem setja vöxt fólks í forgang uppskera árangur allra. Stöðugt. Hver er þín vegferð? Árangur hefst hér. Með þér. Höfundur er framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun