Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar 1. október 2025 10:31 Guðrún Hafsteinsdóttir og Jens Garðar Helgason skrifuðu nýlega grein þar sem þau telja það mikilvægt skref í átt að bættum öryggisráðstöfunum að styrkja samstarf milli Bandaríkjanna og Íslands. Fyrir mér er það eins og pissa út í mótvind því stjórnvöld í Bandaríkjunum eru með andvísindaleg viðhorf sem ógna heilsu og öryggi milljóna í Bandaríkjunum og milljarða manna um heim allan. Það sem færði okkur Donald Trump kom ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hann fékk sitt pólítíska vald vegna siðlausra og óábyrgra stjórnvalda í marga áratugi á undan. Hann notar þá stöðu til þess að styrkja málstaðinn sinn í að efla leiðtogadýrkun á sjálfum sér því ekkert fær Bandaríkjamanninn til þess vera meira trylltann en þegar nýr leiðtogi kemur á sviðið með látum með öll svör við því af hverju grunnstoðir þeirra hafa molnað undan þeim áratugum saman. Því í staðinn fyrir að byggja upp opinbera innviði sína þá hafa fyrrverandi leiðtogar þeirra elskað ekkert meira en stríð í öðrum löndum, eins og í Miðausturlöndum sem hefur gert milljónir manna að hælisleitendum. Donald Trump steig þá fram, kenndi fyrrverandi stjórnum og hælisleitendunum um, sagðist vera með lausnina á öllum vandamálunum samfélagsins, "því hann veit alltaf best" og fékk þannig inngöngu inn í Hvíta húsið. Hann hefur síðan þá unnið að því að sundra þjóðinni og nýtti til að mynda morðið á Charlie Kirk sem dæmi um að pólitískt ofbeldi sé aðeins framið af vinstrimönnum, þrátt fyrir að staðreyndin sé sú að slíkt ofbeldi er aldrei svo einfalt eða einhliða. Því getur verið afar varhugavert að efla samstarf við Bandaríkin á þessum tímum, þegar lýðræðisleg gildi þeirra eru orðin kekkjótt eins og gömul mjólk. Donald Trump gerir lítið úr loftslagsbreytingum: Donald Trump dró Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu og hefur ítrekað fullyrt að loftslagsbreytingar sé tilbúningur vinstrisins. IPCC, Milliríkjanefndin um loftslagsbreytingar, er þó viðurkennd sem helsta yfirvald í loftslagsvísindum og staðfestir að losun gróðurhúsalofttegunda, skógareyðing og iðnaðarstefnur stórfyrirtækja séu að grafa undan vistkerfum jarðar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) áætlar að árlega verði um 385 milljón tilfelli eitrana af völdum skordýraeiturs(pesticides) og að 11 þúsund manns deyi af völdum þess á hverju ári, sem má tengja við iðnarastefnu stórfyrirtækja. Hitastreita af völdum hlýnun jarðar dregur úr líkamlegri getu, vinnugetu og framleiðni. Hún getur einnig valdið öðrum alvarlegum heilsuvandamálum. Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) bendir á að fólk tapi gífurlegum tekjum vegna vinnumissis sem rekja má til loftslagsbreytinga, sérstaklega í Suðaustur- og Suður-Asíu og Vestur- og Mið-Afríku. ILO áætlar svo að um 860.000 dauðsföll á ári í vinnutengdum aðstæðum megi rekja til loftmengunnar. The Lancet planetary Health greindi jafnframt frá því að mengun hafi verið ábyrg fyrir 9 milljónum ótímabærum dauðsföllum árið 2015, sem gerir hana að stærsta umhverfisáhættuþætti heims þegar kemur að sjúkdómum og ótímabærum dauða. Þegar fólk getur hvorki unnið né lifað heilsusamlega í heimalandi sínu neyðist það í að flytja annað, margir leita að betra lífi sem ódýrt vinnuafl og tekur að sér hvaða starf sem fæst. WHO nefnir að aðrir neyðast til þess að verða hælisleitendur vegna þess að ástandið verður ólíft. Svo má ekki gleyma því að mansal þrífst í svoleiðis umhverfi. Það getur vel verið að margir telja að Ísland eigi ekki að snúa sér að loftslagsvandamálum því að loftslagið á Íslandi sé svo hreint og gott en það er álíka jafn gáfuleg hugsun eins og að sætta sig við það að fara ofan í sundlaug sem væri með sérstöku pissusvæði. Allir á jörðinni deila sama loftslagi. Donald Trump grefur undan lýðheilsustefnu: Alheimsmatvælakerfið stendur frammi fyrir gífurlegum áskorunum vegna hlýnunar jarðar; áætlað er að 21–37% af allri losun gróðurhúsalofttegunda komi frá iðnvæddum landbúnaði. Hann er ekki aðeins skaðlegur fyrir jörðina heldur einnig fyrir lýðheilsu um allan heim. Það sem Donald Trump hefur hinsvegar rétt fyrir sér er að lýðheilsa í Bandaríkjunum er ekkert sérstaklega góð. Lausnin sem hann leggur til er þó að styðja frumvörp sem skera niður heilbrigðisþjónustu og þrengja að aðgengi að heilbrigðistryggingum, með auknum vinnukröfum, kostnaðarálagi og flóknara endurmati. Congressional Budget Office (CBO) áætlar að milljónir muni missa tryggingu á næstu árum. Þetta er bein árás á fátækt fólk, fatlað fólk og veikustu hópana. Ef að hann telur þetta vera góð leið til þess að fá fólk úr fátækt og einstaklinga til þess að hætta að vera veikt eða búa við fötlun þá skilur hann hvorki félagsvísindi né líffræði. Trump dró Bandaríkin úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO), fyrst reyndi hann það árið 2020 og síðan formlega árið 2025, en sú aðgerð grefur undan alþjóðlegri samvinnu hvað varðar heilsuvernd, hvort sem um ræðir loftmengun, sýkingar, eiturefni eða krónísk heilsufarsvandamál. Þá er bandaríska heilbrigðiskerfið það dýrasta í heiminum en stendur sig verst á meðal sambærilegra ríkja í árangri og jöfnuði, samkvæmt nýjustu „Mirror, Mirror 2024“ skýrslu Commonwealth Fund. Vandamálið er ekki spilltir vísindamenn hjá WHO, CDC eða IPCC, heldur er vandamálið að við fylgjum lögmálum auðvaldsstefnunnar, sem gerir ekkert annað en að vernda hagnaðinn sinn. Hagnaðardrifin stefna stendur í vegi fyrir því að gera áhrifamiklar breytingar þegar kemur að lýðheilsu, mengun o.s.frv. Því ef ekki er verið að stækka við sig og auka hagnaðinn þá eru markaðsaðilar bara étnir af öðrum á sama markaði. Kerfisbundnar yfirlitsrannsóknir og umfangsgreiningar sýna að viðskiptalegir drifkraftar heilsu þar á meðal hagsmunagæsla stórfyrirtækja, markaðsherferðir og opinber einkarekin samkeppni rekast iðulega á markmið lýðheilsu. Afleiðingin er verra heilsufar og aukinn ójöfnuður í heilbrigði. Stjórnvaldastefna sem er drifin áfram af gróðasjónarmiðum tengist stöðugt neikvæðum áhrifum á lýðheilsu, þar á meðal hærri kostnaði, minni jöfnuði og lakari gæðum heilbrigðisþjónustu Mialon (2020). Þetta kerfi er svo ónýtt þar sem grunngildi mannkynsins eru ekki gerð að leiðarljósi heldur er það hagnaður stórfyrirtækja sem skiptir mestu máli. Ef við tökum sem dæmi: Ef Mikhail Gorbachev síðasti leiðtogi Sovétríkjanna hunsaði ráðleggingar fremstu vísindamanna á sviði kjarnorkuvera þegar Chernobyl slysið átti sér stað og fylgdi aðeins pólítískum hagsmunum þá hefðu afleiðingarnar getað orðið skelfilegar. Meira en helmingur af Evrópu gæti verið ólífvænlegur í dag þar sem skóglendi, vatnakerfi og jarðvegur væri allt eyðilagt af geislavirkri mengun sem hefði borist útum alla álfuna. Að „styrkja samstarf“ við Bandaríkin undir Trump er ekki öryggisatriði í utanríkismálum; það er dauðadómur: að velja afneitun fram yfir vísindi, persónulegar frásagnir fram yfir ritrýnd gögn og hagsmuni stórfyrirtækja fram yfir lýðheilsu. Þegar loftmengun drepur milljónir, þegar algengustu dauðsföll barna á eftir bílslysum í Bandaríkjunum er af völdum skotvopna og þegar milljónir gætu misst heilsutryggingu þá er það ekki öryggisstefna sem ég vill vera partur af. Höfundur er Sósíalisti og starfsmaður velferðarsviðs Reykjavíkur. Heimildir David Blumenthal et al., Mirror, Mirror 2024: A Portrait of the Failing U.S. Health System — Comparing Performance in 10 Nations (Commonwealth Fund, Sept. 2024). The ICC Special Report. Climate change and land: Climate change, desertification, land degradation, sustainable land management, food security, and greenhouse gas fluxes in terrestrial ecosystems International Labour Organization (2023). : Chemicals and climate change in the world of work: Impacts for occupational safety and health Rhodes CJ. US (2017) withdrawal from the COP21: Paris Climate Change Agreement, and its possible implications. Cunningham RM, Walton MA, Carter PM (2018). The Major Causes of Death in Children and Adolescents in the United States. Mialon Globalization and Health (2020) 16:74 https://doi.org/10.1186/s12992-020-00607-x Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Aron Routley Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir og Jens Garðar Helgason skrifuðu nýlega grein þar sem þau telja það mikilvægt skref í átt að bættum öryggisráðstöfunum að styrkja samstarf milli Bandaríkjanna og Íslands. Fyrir mér er það eins og pissa út í mótvind því stjórnvöld í Bandaríkjunum eru með andvísindaleg viðhorf sem ógna heilsu og öryggi milljóna í Bandaríkjunum og milljarða manna um heim allan. Það sem færði okkur Donald Trump kom ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hann fékk sitt pólítíska vald vegna siðlausra og óábyrgra stjórnvalda í marga áratugi á undan. Hann notar þá stöðu til þess að styrkja málstaðinn sinn í að efla leiðtogadýrkun á sjálfum sér því ekkert fær Bandaríkjamanninn til þess vera meira trylltann en þegar nýr leiðtogi kemur á sviðið með látum með öll svör við því af hverju grunnstoðir þeirra hafa molnað undan þeim áratugum saman. Því í staðinn fyrir að byggja upp opinbera innviði sína þá hafa fyrrverandi leiðtogar þeirra elskað ekkert meira en stríð í öðrum löndum, eins og í Miðausturlöndum sem hefur gert milljónir manna að hælisleitendum. Donald Trump steig þá fram, kenndi fyrrverandi stjórnum og hælisleitendunum um, sagðist vera með lausnina á öllum vandamálunum samfélagsins, "því hann veit alltaf best" og fékk þannig inngöngu inn í Hvíta húsið. Hann hefur síðan þá unnið að því að sundra þjóðinni og nýtti til að mynda morðið á Charlie Kirk sem dæmi um að pólitískt ofbeldi sé aðeins framið af vinstrimönnum, þrátt fyrir að staðreyndin sé sú að slíkt ofbeldi er aldrei svo einfalt eða einhliða. Því getur verið afar varhugavert að efla samstarf við Bandaríkin á þessum tímum, þegar lýðræðisleg gildi þeirra eru orðin kekkjótt eins og gömul mjólk. Donald Trump gerir lítið úr loftslagsbreytingum: Donald Trump dró Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu og hefur ítrekað fullyrt að loftslagsbreytingar sé tilbúningur vinstrisins. IPCC, Milliríkjanefndin um loftslagsbreytingar, er þó viðurkennd sem helsta yfirvald í loftslagsvísindum og staðfestir að losun gróðurhúsalofttegunda, skógareyðing og iðnaðarstefnur stórfyrirtækja séu að grafa undan vistkerfum jarðar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) áætlar að árlega verði um 385 milljón tilfelli eitrana af völdum skordýraeiturs(pesticides) og að 11 þúsund manns deyi af völdum þess á hverju ári, sem má tengja við iðnarastefnu stórfyrirtækja. Hitastreita af völdum hlýnun jarðar dregur úr líkamlegri getu, vinnugetu og framleiðni. Hún getur einnig valdið öðrum alvarlegum heilsuvandamálum. Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) bendir á að fólk tapi gífurlegum tekjum vegna vinnumissis sem rekja má til loftslagsbreytinga, sérstaklega í Suðaustur- og Suður-Asíu og Vestur- og Mið-Afríku. ILO áætlar svo að um 860.000 dauðsföll á ári í vinnutengdum aðstæðum megi rekja til loftmengunnar. The Lancet planetary Health greindi jafnframt frá því að mengun hafi verið ábyrg fyrir 9 milljónum ótímabærum dauðsföllum árið 2015, sem gerir hana að stærsta umhverfisáhættuþætti heims þegar kemur að sjúkdómum og ótímabærum dauða. Þegar fólk getur hvorki unnið né lifað heilsusamlega í heimalandi sínu neyðist það í að flytja annað, margir leita að betra lífi sem ódýrt vinnuafl og tekur að sér hvaða starf sem fæst. WHO nefnir að aðrir neyðast til þess að verða hælisleitendur vegna þess að ástandið verður ólíft. Svo má ekki gleyma því að mansal þrífst í svoleiðis umhverfi. Það getur vel verið að margir telja að Ísland eigi ekki að snúa sér að loftslagsvandamálum því að loftslagið á Íslandi sé svo hreint og gott en það er álíka jafn gáfuleg hugsun eins og að sætta sig við það að fara ofan í sundlaug sem væri með sérstöku pissusvæði. Allir á jörðinni deila sama loftslagi. Donald Trump grefur undan lýðheilsustefnu: Alheimsmatvælakerfið stendur frammi fyrir gífurlegum áskorunum vegna hlýnunar jarðar; áætlað er að 21–37% af allri losun gróðurhúsalofttegunda komi frá iðnvæddum landbúnaði. Hann er ekki aðeins skaðlegur fyrir jörðina heldur einnig fyrir lýðheilsu um allan heim. Það sem Donald Trump hefur hinsvegar rétt fyrir sér er að lýðheilsa í Bandaríkjunum er ekkert sérstaklega góð. Lausnin sem hann leggur til er þó að styðja frumvörp sem skera niður heilbrigðisþjónustu og þrengja að aðgengi að heilbrigðistryggingum, með auknum vinnukröfum, kostnaðarálagi og flóknara endurmati. Congressional Budget Office (CBO) áætlar að milljónir muni missa tryggingu á næstu árum. Þetta er bein árás á fátækt fólk, fatlað fólk og veikustu hópana. Ef að hann telur þetta vera góð leið til þess að fá fólk úr fátækt og einstaklinga til þess að hætta að vera veikt eða búa við fötlun þá skilur hann hvorki félagsvísindi né líffræði. Trump dró Bandaríkin úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO), fyrst reyndi hann það árið 2020 og síðan formlega árið 2025, en sú aðgerð grefur undan alþjóðlegri samvinnu hvað varðar heilsuvernd, hvort sem um ræðir loftmengun, sýkingar, eiturefni eða krónísk heilsufarsvandamál. Þá er bandaríska heilbrigðiskerfið það dýrasta í heiminum en stendur sig verst á meðal sambærilegra ríkja í árangri og jöfnuði, samkvæmt nýjustu „Mirror, Mirror 2024“ skýrslu Commonwealth Fund. Vandamálið er ekki spilltir vísindamenn hjá WHO, CDC eða IPCC, heldur er vandamálið að við fylgjum lögmálum auðvaldsstefnunnar, sem gerir ekkert annað en að vernda hagnaðinn sinn. Hagnaðardrifin stefna stendur í vegi fyrir því að gera áhrifamiklar breytingar þegar kemur að lýðheilsu, mengun o.s.frv. Því ef ekki er verið að stækka við sig og auka hagnaðinn þá eru markaðsaðilar bara étnir af öðrum á sama markaði. Kerfisbundnar yfirlitsrannsóknir og umfangsgreiningar sýna að viðskiptalegir drifkraftar heilsu þar á meðal hagsmunagæsla stórfyrirtækja, markaðsherferðir og opinber einkarekin samkeppni rekast iðulega á markmið lýðheilsu. Afleiðingin er verra heilsufar og aukinn ójöfnuður í heilbrigði. Stjórnvaldastefna sem er drifin áfram af gróðasjónarmiðum tengist stöðugt neikvæðum áhrifum á lýðheilsu, þar á meðal hærri kostnaði, minni jöfnuði og lakari gæðum heilbrigðisþjónustu Mialon (2020). Þetta kerfi er svo ónýtt þar sem grunngildi mannkynsins eru ekki gerð að leiðarljósi heldur er það hagnaður stórfyrirtækja sem skiptir mestu máli. Ef við tökum sem dæmi: Ef Mikhail Gorbachev síðasti leiðtogi Sovétríkjanna hunsaði ráðleggingar fremstu vísindamanna á sviði kjarnorkuvera þegar Chernobyl slysið átti sér stað og fylgdi aðeins pólítískum hagsmunum þá hefðu afleiðingarnar getað orðið skelfilegar. Meira en helmingur af Evrópu gæti verið ólífvænlegur í dag þar sem skóglendi, vatnakerfi og jarðvegur væri allt eyðilagt af geislavirkri mengun sem hefði borist útum alla álfuna. Að „styrkja samstarf“ við Bandaríkin undir Trump er ekki öryggisatriði í utanríkismálum; það er dauðadómur: að velja afneitun fram yfir vísindi, persónulegar frásagnir fram yfir ritrýnd gögn og hagsmuni stórfyrirtækja fram yfir lýðheilsu. Þegar loftmengun drepur milljónir, þegar algengustu dauðsföll barna á eftir bílslysum í Bandaríkjunum er af völdum skotvopna og þegar milljónir gætu misst heilsutryggingu þá er það ekki öryggisstefna sem ég vill vera partur af. Höfundur er Sósíalisti og starfsmaður velferðarsviðs Reykjavíkur. Heimildir David Blumenthal et al., Mirror, Mirror 2024: A Portrait of the Failing U.S. Health System — Comparing Performance in 10 Nations (Commonwealth Fund, Sept. 2024). The ICC Special Report. Climate change and land: Climate change, desertification, land degradation, sustainable land management, food security, and greenhouse gas fluxes in terrestrial ecosystems International Labour Organization (2023). : Chemicals and climate change in the world of work: Impacts for occupational safety and health Rhodes CJ. US (2017) withdrawal from the COP21: Paris Climate Change Agreement, and its possible implications. Cunningham RM, Walton MA, Carter PM (2018). The Major Causes of Death in Children and Adolescents in the United States. Mialon Globalization and Health (2020) 16:74 https://doi.org/10.1186/s12992-020-00607-x
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun