Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Lovísa Arnardóttir skrifar 1. október 2025 08:46 Viðhorf landsmanna eru svipuð og í ágúst en örlítið fleiri telja þó að stjórnvöld eigi að gera minna. Vísir/Anton Brink Enn telja rúmlega fjórir af hverjum tíu að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira þegar kemur að ástandinu á Gasa í Palestínu. Rúm 32 prósent telja að íslensk stjórnvöld séu að beita sér nægilega og ríflega 27 prósent að þau ættu að beita sér minna. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup. Viðhorf landsmanna voru könnuð í byrjun ágúst og svo aftur í september eftir að utanríkisráðherra tilkynnti um aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlar sér að beita gegn Ísrael vegna átakanna þar. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að Ísrael væri að fremja þjóðarmorð á palestínsku þjóðinni á Gasa. Í niðurstöðum könnunar Gallup segir að lítils háttar breyting hafi orðið á viðhorfum landsmanna til aðgerða stjórnvalda frá ágúst og til september en þeim hefur á þessum tíma fjölgað sem telja að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér minna. Konur líklegri til að vilja frekari aðgerðir Í niðurstöðunum má sjá að töluvert fleiri konur en karlar telja að stjórnvöld eigi að beita sér meira, það er 35 prósent karla og 47 prósent kvenna. Þá er einnig töluverður munur eftir því hversu mikla menntun fólk hefur hlotið. 48 prósent þeirra sem eru með háskólapróf telja stjórnvöld eiga að gera meira á meðan 36 prósent þeirra sem eru með framhalds- eða grunnskólapróf telja stjórnvöld eiga að gera meira. Ekki er að sjá mikinn mun eftir því hversu mikið fólk þénar en töluverður munur er á stuðningi fólks eftir því hvaða flokk það myndi kjósa eða kjósi til Alþingis. Helstu breytur sem Gallup greindi svörin eftir. Gallup Mestur er stuðningurinn við aðgerðir stjórnvalda meðal kjósenda Samfylkingar, 59 prósent, og Viðreisnar, 53 prósent. Flokkur fólksins er einnig í ríkisstjórn en 40 prósent kjósenda flokksins telja að stjórnvöld eigi að gera meira og 24 prósent að þau séu að gera nóg. Hjá Samfylkingu er þetta hlutfall 33 prósent og 34 prósent hjá Viðreisn. Mesta andstaðan hjá Miðflokki Mesta andstaðan við aðgerðir stjórnvalda er svo hjá kjósendum Miðflokksins. Þar telja 67 prósent að stjórnvöld eigi að beita sér minna, 29 prósent telja að þau séu að gera nóg og fimm prósent telja að stjórnvöld eigi að beita sér meira. Staðan er svipuð hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins þar sem 51 prósent telja að stjórnvöld eigi að gera minna, 29 prósent telja að þau séu að gera nóg og tíu prósent telja að þau eigi að beita sér meira. Netkönnunin var gerð dagana 11. til 28. september 2025. Heildarúrtaksstærð var 1.869 og þátttökuhlutfall var 42,9 prósent. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Megnið af svörum könnunarinnar kom samkvæmt Gallup inn þremur til fimm dögum eftir að tilkynnt var um aðgerðir stjórnvalda. Aðgerðirnar sem tilkynnt var um í september eru þær að fríverslunarsamningur við Ísrael verður ekki uppfærður, vörur frá hernumdum svæðum verða merktar, farið var fram á farbann yfir tveimur ísraelskum ráðherrum, Ben Gvir og Bezalel Smotrich, og aukinn stuðningur við málsókn Suður-Afríku gegn Ísraelum í Alþjóðadómstólnum. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Skoðanakannanir Ísrael Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal er nú á leið til Gasa á skipinu Conscience, sem verður hluti af „Frelsisflotanum“ svokallaða. Skipið lagði úr höfn á Ítalíu um klukkan 14 í gær, með um 100 aðgerðasinna, blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn innanborðs. 1. október 2025 06:42 Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði bandarískum herforingjum og aðmírálum að búa sig undir að beita hernum innan Bandaríkjanna, gegn innlendum óvinum. Þetta sagði Trump í ræðu á fordæmalausum fundi með um átta hundruð af æðstu leiðtogum herafla Bandaríkjanna. 30. september 2025 15:02 Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Leiðtogar í Evrópu og Mið-Austurlöndum virðast almennt jákvæðir í garð 20 punkta áætlunar Bandaríkjanna um endalok átaka á Gasa. Aðrir vara við því að hún sé óraunhæf. 30. september 2025 06:50 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Viðhorf landsmanna voru könnuð í byrjun ágúst og svo aftur í september eftir að utanríkisráðherra tilkynnti um aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlar sér að beita gegn Ísrael vegna átakanna þar. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að Ísrael væri að fremja þjóðarmorð á palestínsku þjóðinni á Gasa. Í niðurstöðum könnunar Gallup segir að lítils háttar breyting hafi orðið á viðhorfum landsmanna til aðgerða stjórnvalda frá ágúst og til september en þeim hefur á þessum tíma fjölgað sem telja að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér minna. Konur líklegri til að vilja frekari aðgerðir Í niðurstöðunum má sjá að töluvert fleiri konur en karlar telja að stjórnvöld eigi að beita sér meira, það er 35 prósent karla og 47 prósent kvenna. Þá er einnig töluverður munur eftir því hversu mikla menntun fólk hefur hlotið. 48 prósent þeirra sem eru með háskólapróf telja stjórnvöld eiga að gera meira á meðan 36 prósent þeirra sem eru með framhalds- eða grunnskólapróf telja stjórnvöld eiga að gera meira. Ekki er að sjá mikinn mun eftir því hversu mikið fólk þénar en töluverður munur er á stuðningi fólks eftir því hvaða flokk það myndi kjósa eða kjósi til Alþingis. Helstu breytur sem Gallup greindi svörin eftir. Gallup Mestur er stuðningurinn við aðgerðir stjórnvalda meðal kjósenda Samfylkingar, 59 prósent, og Viðreisnar, 53 prósent. Flokkur fólksins er einnig í ríkisstjórn en 40 prósent kjósenda flokksins telja að stjórnvöld eigi að gera meira og 24 prósent að þau séu að gera nóg. Hjá Samfylkingu er þetta hlutfall 33 prósent og 34 prósent hjá Viðreisn. Mesta andstaðan hjá Miðflokki Mesta andstaðan við aðgerðir stjórnvalda er svo hjá kjósendum Miðflokksins. Þar telja 67 prósent að stjórnvöld eigi að beita sér minna, 29 prósent telja að þau séu að gera nóg og fimm prósent telja að stjórnvöld eigi að beita sér meira. Staðan er svipuð hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins þar sem 51 prósent telja að stjórnvöld eigi að gera minna, 29 prósent telja að þau séu að gera nóg og tíu prósent telja að þau eigi að beita sér meira. Netkönnunin var gerð dagana 11. til 28. september 2025. Heildarúrtaksstærð var 1.869 og þátttökuhlutfall var 42,9 prósent. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Megnið af svörum könnunarinnar kom samkvæmt Gallup inn þremur til fimm dögum eftir að tilkynnt var um aðgerðir stjórnvalda. Aðgerðirnar sem tilkynnt var um í september eru þær að fríverslunarsamningur við Ísrael verður ekki uppfærður, vörur frá hernumdum svæðum verða merktar, farið var fram á farbann yfir tveimur ísraelskum ráðherrum, Ben Gvir og Bezalel Smotrich, og aukinn stuðningur við málsókn Suður-Afríku gegn Ísraelum í Alþjóðadómstólnum.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Skoðanakannanir Ísrael Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal er nú á leið til Gasa á skipinu Conscience, sem verður hluti af „Frelsisflotanum“ svokallaða. Skipið lagði úr höfn á Ítalíu um klukkan 14 í gær, með um 100 aðgerðasinna, blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn innanborðs. 1. október 2025 06:42 Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði bandarískum herforingjum og aðmírálum að búa sig undir að beita hernum innan Bandaríkjanna, gegn innlendum óvinum. Þetta sagði Trump í ræðu á fordæmalausum fundi með um átta hundruð af æðstu leiðtogum herafla Bandaríkjanna. 30. september 2025 15:02 Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Leiðtogar í Evrópu og Mið-Austurlöndum virðast almennt jákvæðir í garð 20 punkta áætlunar Bandaríkjanna um endalok átaka á Gasa. Aðrir vara við því að hún sé óraunhæf. 30. september 2025 06:50 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal er nú á leið til Gasa á skipinu Conscience, sem verður hluti af „Frelsisflotanum“ svokallaða. Skipið lagði úr höfn á Ítalíu um klukkan 14 í gær, með um 100 aðgerðasinna, blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn innanborðs. 1. október 2025 06:42
Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði bandarískum herforingjum og aðmírálum að búa sig undir að beita hernum innan Bandaríkjanna, gegn innlendum óvinum. Þetta sagði Trump í ræðu á fordæmalausum fundi með um átta hundruð af æðstu leiðtogum herafla Bandaríkjanna. 30. september 2025 15:02
Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Leiðtogar í Evrópu og Mið-Austurlöndum virðast almennt jákvæðir í garð 20 punkta áætlunar Bandaríkjanna um endalok átaka á Gasa. Aðrir vara við því að hún sé óraunhæf. 30. september 2025 06:50