Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Árni Sæberg skrifar 29. september 2025 16:31 Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar. Aðsend Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur tekið ákvörðun um að leggja tveimur skipum í flota samstæðunnar. Ákvörðunin er hluti hagræðingaraðgerða til að bregðast við samdrætti aflaheimilda, áhrifum af hækkun á kostnaðarliðum og breytingum á rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. Í tilkynningu þess efnis á vef Síldarvinnslunnar segir að auk þess að hætta útgerð ísfisktogarans Gullvers NS 12 hafi Síldarvinnslan einnig ákveðið að hætta útgerð ísfisktogarans Jóhönnu Gísladóttur GK 357, sem gerður hafi verið út af Vísi ehf. í Grindavík. Skipin séu 42 og 27 ára gömul, smíðuð 1983 og 1998. Ákvörðunin sé áfangi í endurskipulagningu á starfsemi samstæðunnar sem nauðsynlegt hafi verið að grípa til. Uppsögn tveggja áhafna nái til fjörutíu sjómanna. Gert sé ráð fyrir að hluti þeirra fái pláss á ísfisktogaranum Birtingi NK og öðrum skipum samstæðunnar. Birtingur NK verði skipaður tvöfaldri áhöfn. Síldarvinnslan hafi fest kaup á Birtingi NK í lok árs 2024 frá Skinney-Þinganesi hf. Erfiðar ákvarðanir „Ákvarðanir sem kalla á uppsagnir eru ávallt flóknar og erfiðar, en Síldarvinnslan leggur sig fram um að milda áhrif aðgerðanna eftir fremsta megni. Þær eru hins vegar nauðsynlegar til að tryggja og viðhalda samkeppnishæfni félagsins og starfsemi til framtíðar. Rekstrarumhverfi hefur verið að breytast, útlit fyrir frekari samdrátt aflaheimilda. Við erum að leggja skipum sem komin eru til ára sinna,“ er haft eftir Gunnþóri Ingvasyni, forstjóra Síldarvinnslunnar. Loks segir að sjómennirnir njóti sex mánaða uppsagnarfrests og bæði skip verði gerð út þann tíma þar til Birtingur er tilbúinn til útgerðar. Þá verði þrjú uppsjávarskip gerð út af Síldarvinnslunni og þrír ísfisktogarar, tvö línuskip, frystitogari og bátur í krókaflamarki. Síldarvinnslan Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Vinnumarkaður Fjarðabyggð Múlaþing Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn sköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Síldarvinnslunnar segir að auk þess að hætta útgerð ísfisktogarans Gullvers NS 12 hafi Síldarvinnslan einnig ákveðið að hætta útgerð ísfisktogarans Jóhönnu Gísladóttur GK 357, sem gerður hafi verið út af Vísi ehf. í Grindavík. Skipin séu 42 og 27 ára gömul, smíðuð 1983 og 1998. Ákvörðunin sé áfangi í endurskipulagningu á starfsemi samstæðunnar sem nauðsynlegt hafi verið að grípa til. Uppsögn tveggja áhafna nái til fjörutíu sjómanna. Gert sé ráð fyrir að hluti þeirra fái pláss á ísfisktogaranum Birtingi NK og öðrum skipum samstæðunnar. Birtingur NK verði skipaður tvöfaldri áhöfn. Síldarvinnslan hafi fest kaup á Birtingi NK í lok árs 2024 frá Skinney-Þinganesi hf. Erfiðar ákvarðanir „Ákvarðanir sem kalla á uppsagnir eru ávallt flóknar og erfiðar, en Síldarvinnslan leggur sig fram um að milda áhrif aðgerðanna eftir fremsta megni. Þær eru hins vegar nauðsynlegar til að tryggja og viðhalda samkeppnishæfni félagsins og starfsemi til framtíðar. Rekstrarumhverfi hefur verið að breytast, útlit fyrir frekari samdrátt aflaheimilda. Við erum að leggja skipum sem komin eru til ára sinna,“ er haft eftir Gunnþóri Ingvasyni, forstjóra Síldarvinnslunnar. Loks segir að sjómennirnir njóti sex mánaða uppsagnarfrests og bæði skip verði gerð út þann tíma þar til Birtingur er tilbúinn til útgerðar. Þá verði þrjú uppsjávarskip gerð út af Síldarvinnslunni og þrír ísfisktogarar, tvö línuskip, frystitogari og bátur í krókaflamarki.
Síldarvinnslan Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Vinnumarkaður Fjarðabyggð Múlaþing Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn sköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Sjá meira