Innlent

Á­fram­haldandi að­gerðir gegn Vítisenglum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
hádegisfréttir

Enginn var handtekinn í aðgerðum lögreglu í Auðbrekku í Kópavogi í gær. Lögreglufulltrúi segir að áfram verði grannt fylgst með Vítisenglum en tvær vikur eru frá sambærilegri aðgerð. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Umfangsmiklar árásir voru gerðar á Úkraínu í gærkvöld og í nótt þar sem minnst fjórir voru drepnir. Úkraínuforseti segir Rússa augljóslega ekki vilja frið.

Rætt verður við moldóvskan blaðamann í hádegisfréttum en gengið er til þingkosninga í landinu í dag. Hann segir Evrópuhreyfinguna mæta leppum Rússa og ljóst sé að óstöðugleiki muni ríkja í landinu í kjölfar kosninganna, sama hvernig fer.

Lögregla hefur til rannsóknar atvik við Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöld  þar sem einn bátur sökk og öðrum var naumlega bjargað frá sömu örlögum.

Í íþróttapakkanum herum við í Frans Elvarssyni fyrirliða Keflavíkur en liðið tryggði sér í gær æti í Bestu deildinni, og heyrum í þjálfara KR, hvers lið tapaði gegn ÍA í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×