Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2025 08:48 Elon Musk segir fyrirlitlegt að bendla hann við Jeffrey Epstein eftir að nýopinberaðar blaðsíður úr dagbók barnaníðingsins látna innihéldu nafn Musks. EPA/ALI HAIDER Elon Musk, einn auðugasti maður heims, segist hafa hafnað boði um að fara á einkaeyju barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Auðjöfurinn hefur lýst yfir fordæmingu á þeim sem bendla hann við Epstein eftir að ný skjöl úr dánarbúi Epsteins voru opinberuð. Musk hefur lengi kallað eftir því að „Epstein skjölin“ svokölluðu verði opinberuð. Í færslu á X, hans eigin samfélagsmiðli, í gærkvöldi deildi Musk færslu frá Sky News, þar sem hann og Andrés Bretaprins voru nefndir í tengslum við nýopinberuð skjöl úr dánarbúi Epsteins. Musk lýsti yfir reiði sinni í garð Sky fyrir að nefna hann í færslunni og sérstaklega það að hann hafi verið nefndur á undan Andrési, sem var vinur Epsteins og heimsótti einkaeyju hans oft. Epstein var grunaður um umfangsmikið mansal á einkaeyju sinni, sem tilheyrir Bandarísku Jómfrúaeyjum en eins og frægt er braut Epstein kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna gegnum árin. Epstein svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Hann var 66 ára gamall og hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Skjölin sem voru opinberuð voru á dögunum af Demókrötum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, innihalda meðal annars blaðsíður úr dagbókum Epsteins. Á eina þeirra, um 6. desember 2014, hefur verið skrifað: „Elon Musk til eyjunnar 6. des (Stendur þetta enn til?)“ Aðrir sem eru nefndir í skjölunum eru Steve Bannon, Andrés Bretaprins og Peter Thiel. Hefur kallað eftir opinberun Epstein skjalanna Musk hefur lengi kallað eftir því að Trump opinberi „Epstein skjölin“ svokölluðu og haldið því fram að nafn Trumps væri í þeim. Hann hefur meðal annars gefið í skyn að fólk geti ekki treyst Trump fyrst hann neiti að opinbera skjölin. Musk sagði fyrst á X í gær að fregnirnar um mögulega ferð hans til einkaeyju Epsteins væru rangar en sagði ekkert meira en það um nokkuð skeið, þar til í gærkvöldi. Trump og bandamenn hans hafa á undanförnum árum kynnt undir samsæriskenningar um Epstein og dauða hans en málið hefur reynst Trump erfitt eftir að hann varð aftur forseti. Ríkisstjórn hans hefur staðið í vegi þess að frekari gögn úr málinu yrðu opinberuð en fregnir hafa einnig borist af því að Trump hafi verið tilkynnt að nafn hans komi nokkrum sinnum fyrir í rannsóknargögnunum. Hann og aðrir sem starfa nú í ríkisstjórn hans höfðu áður heitið því að opinbera öll gögn rannsóknarinnar. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans. Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Elon Musk Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Musk hefur lengi kallað eftir því að „Epstein skjölin“ svokölluðu verði opinberuð. Í færslu á X, hans eigin samfélagsmiðli, í gærkvöldi deildi Musk færslu frá Sky News, þar sem hann og Andrés Bretaprins voru nefndir í tengslum við nýopinberuð skjöl úr dánarbúi Epsteins. Musk lýsti yfir reiði sinni í garð Sky fyrir að nefna hann í færslunni og sérstaklega það að hann hafi verið nefndur á undan Andrési, sem var vinur Epsteins og heimsótti einkaeyju hans oft. Epstein var grunaður um umfangsmikið mansal á einkaeyju sinni, sem tilheyrir Bandarísku Jómfrúaeyjum en eins og frægt er braut Epstein kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna gegnum árin. Epstein svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Hann var 66 ára gamall og hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Skjölin sem voru opinberuð voru á dögunum af Demókrötum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, innihalda meðal annars blaðsíður úr dagbókum Epsteins. Á eina þeirra, um 6. desember 2014, hefur verið skrifað: „Elon Musk til eyjunnar 6. des (Stendur þetta enn til?)“ Aðrir sem eru nefndir í skjölunum eru Steve Bannon, Andrés Bretaprins og Peter Thiel. Hefur kallað eftir opinberun Epstein skjalanna Musk hefur lengi kallað eftir því að Trump opinberi „Epstein skjölin“ svokölluðu og haldið því fram að nafn Trumps væri í þeim. Hann hefur meðal annars gefið í skyn að fólk geti ekki treyst Trump fyrst hann neiti að opinbera skjölin. Musk sagði fyrst á X í gær að fregnirnar um mögulega ferð hans til einkaeyju Epsteins væru rangar en sagði ekkert meira en það um nokkuð skeið, þar til í gærkvöldi. Trump og bandamenn hans hafa á undanförnum árum kynnt undir samsæriskenningar um Epstein og dauða hans en málið hefur reynst Trump erfitt eftir að hann varð aftur forseti. Ríkisstjórn hans hefur staðið í vegi þess að frekari gögn úr málinu yrðu opinberuð en fregnir hafa einnig borist af því að Trump hafi verið tilkynnt að nafn hans komi nokkrum sinnum fyrir í rannsóknargögnunum. Hann og aðrir sem starfa nú í ríkisstjórn hans höfðu áður heitið því að opinbera öll gögn rannsóknarinnar. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans.
Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Elon Musk Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira