Innlent

Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Lang­jökli

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Getty

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á öðrum tímanum í dag vegna vélsleðaslyss á Langjökli.

Auðunn Kristinsson, aðgerðastjóri hjá Landhelgisgæslunni, segir að einn hafi verið fluttur með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi í Reykjavík. Þyrlan lenti um hálf þrjúleytið.

Upplýsingar um líðan þess sem hlúð er að liggja ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×