Viðskipti innlent

Lífsverk og Al­menni líf­eyris­sjóðurinn í eina sæng

Samúel Karl Ólason skrifar
Fremri röð frá vinstri Reynir Leví Guðmundsson meðstjórnandi, Agnar Kofoed-Hansen, varaformaður stjórnar Lífsverks, Sigríður Magnúsdóttir, stjórnarformaður og Arna Guðmundsdóttir, varaformaður stjórnar Almenna. Aftari röð frá vinstri, Jón L. Árnason, framkvæmdastjóri Lífsverks, Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna og Elva Ósk S. Wiium, Albert Jónsson og Þórarinn Guðnason úr stjórn Almenna.
Fremri röð frá vinstri Reynir Leví Guðmundsson meðstjórnandi, Agnar Kofoed-Hansen, varaformaður stjórnar Lífsverks, Sigríður Magnúsdóttir, stjórnarformaður og Arna Guðmundsdóttir, varaformaður stjórnar Almenna. Aftari röð frá vinstri, Jón L. Árnason, framkvæmdastjóri Lífsverks, Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna og Elva Ósk S. Wiium, Albert Jónsson og Þórarinn Guðnason úr stjórn Almenna.

Stjórnir Lífsverks og Almenna lífeyrissjóðsins skrifuðu í dag undir samrunasamning. Ekki verður þó af samrunanum nema hann verði samþykktur á sjóðfélagafundum og af fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Kynna á tillögurnar um sameiningu á sjóðfundum í október og á heimasíðum sjóðanna. Þá er stefnt að því að leggja þær formlega fyrir sjóðfélagafundi þann 11. nóvember og að atkvæðagreiðsla fari fram á næstu dögum.

Í tilkynningu segir að verði tillögurnar samþykktar muni sameinaður lífeyrissjóður hefja starfsemi strax eftir áramót.

„Með sameiningu lífeyrissjóðanna er stefnt að því að mynda sterkari grunn fyrir góð lífeyrisréttindi og mynda stærri sjóð sem verður betur í stakk búinn að mæta auknum kröfum og veita betri þjónustu. Markmiðið er einnig að ná fram hagræðingu í rekstri sem getur stuðlað að lægri kostnaði og hærri ávöxtun til sjóðfélaga,“ segir í áðurnefndri tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×