Lagning gjaldþrota Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2025 13:58 Lagning hefur boðið ferðalöngum upp á að geyma bílana þeirra og jafnvel hreinsa þá og bóna á meðan fólk dvelur erlendis. Vísir/Vilhelm Lagning sem hefur lagt bílum ferðalanga á leið úr landi á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár er gjaldþrota. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Fyrirtækið var auglýst til sölu í október í fyrra. Kvartanir streyma til Neytendasamtakanna vegna gjalda sem ISAVIA innheimtir vegna bíla sem voru í geymslu Lagningar. „Okkur þykir afar leitt að tilkynna, en við munum ekki geta tekið við bílnum þínum þar sem Lagning er orðið gjaldþrota,“ segir í tilkynningunni. „Ef bíllinn þinn er nú þegar í geymslu hjá Lagningu þá er óþarfi að hafa áhyggjur - við munum afgreiða þá bíla sem eru í okkar vörslu.“ Fyrirtækið var stofnað árið 2021 af Theódóri Ágústi Magnússyni, Jóhanni Eggertssyni, Írisi Hrund Sigurðardóttur og Sigurði Smára Gylfasyni. Þjónusta Lagningar fól í sér að viðskiptavinir á leið úr landi afhentu starfsmanni Lagningar bíl sinn við Keflavíkurflugvöll. Starfsmaður ók bílnum á bílastæði í Reykjanesbæ og færði svo á bílastæði við flugstöðina við heimkomu. Þá bauð Lagning upp á aukaþjónustu fyrir þá sem vildu svo sem þrif og bón á bílum. Fyrirtækið velti 148 milljónum króna árið 2022 og hagnaðist um 12 milljónir króna. Árið eftir varð hins vegar 7,7 milljóna króna tap á rekstrinum og eigið féð 14,1 milljónir króna í árslok 2023. Ekki hefur verið birtur ársreikningur fyrir árið 2024. Samkvæmt síðasta birta ársreikningi Lagningar voru Theódór og Jóhann stærstu eigendur félagsins með þriðjungshlut hvor, Íris Hrund með 23,3 prósenta hlut og Sigurður Smári með tíu prósenta hlut. Fram kom í Viðskiptablaðinu í október í fyrra að fyrirtækið væri auglýst til sölu. ´Kvartanir streyma inn frá bílaeigendum Neytendasamtökin og Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hafa fengið fjölda kvartana frá félagsmönnum vegna bílastæðagjalda sem ISAVIA innheimtir á Keflavíkurflugvelli af bíleigendum sem þegar hafa greitt Lagningu fyrir bílastæði. Að mati FÍB og Neytendasamtakanna er þessi innheimta ISAVIA ólögmæt. Samtökin tvö hafa þegar skorað á ISAVIA að fella innheimtu gjalda niður gagnvart eigendum ökutækja sem lagt hefur verið í stæði við Keflavíkurflugvöll, þegar fyrir liggur að eigandi hafi afhent ökutækið þriðja aðila, svo sem Lagningu, til umráða. Neytendasamtökin og FÍB benda ökumönnum sem fá kröfur frá ISAVIA að fara fram á niðurfellingu þeirra, til dæmis með því að fylla út formið hér Hægt er að notast við eftirfarandi texta: „Ég óska eftir því að reikningur ISAVIA nr. XXXX verði felldur niður enda var bifreið mín nr. XX XXXX í umsjón Lagningar ehf. Vinsamlega beinið kröfum ykkar til þeirra.“ FÍB og Neytendasamtökin segjast munu standa þétt að baki sínum félögum og aðstoða við að ná fram rétti sínum. Því óska samtökin eftir að fá upplýsingar, bregðist Isavia ekki við kröfum um niðurfellingu. Lumar þú á frétt? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar. Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Gjaldþrot Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
„Okkur þykir afar leitt að tilkynna, en við munum ekki geta tekið við bílnum þínum þar sem Lagning er orðið gjaldþrota,“ segir í tilkynningunni. „Ef bíllinn þinn er nú þegar í geymslu hjá Lagningu þá er óþarfi að hafa áhyggjur - við munum afgreiða þá bíla sem eru í okkar vörslu.“ Fyrirtækið var stofnað árið 2021 af Theódóri Ágústi Magnússyni, Jóhanni Eggertssyni, Írisi Hrund Sigurðardóttur og Sigurði Smára Gylfasyni. Þjónusta Lagningar fól í sér að viðskiptavinir á leið úr landi afhentu starfsmanni Lagningar bíl sinn við Keflavíkurflugvöll. Starfsmaður ók bílnum á bílastæði í Reykjanesbæ og færði svo á bílastæði við flugstöðina við heimkomu. Þá bauð Lagning upp á aukaþjónustu fyrir þá sem vildu svo sem þrif og bón á bílum. Fyrirtækið velti 148 milljónum króna árið 2022 og hagnaðist um 12 milljónir króna. Árið eftir varð hins vegar 7,7 milljóna króna tap á rekstrinum og eigið féð 14,1 milljónir króna í árslok 2023. Ekki hefur verið birtur ársreikningur fyrir árið 2024. Samkvæmt síðasta birta ársreikningi Lagningar voru Theódór og Jóhann stærstu eigendur félagsins með þriðjungshlut hvor, Íris Hrund með 23,3 prósenta hlut og Sigurður Smári með tíu prósenta hlut. Fram kom í Viðskiptablaðinu í október í fyrra að fyrirtækið væri auglýst til sölu. ´Kvartanir streyma inn frá bílaeigendum Neytendasamtökin og Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hafa fengið fjölda kvartana frá félagsmönnum vegna bílastæðagjalda sem ISAVIA innheimtir á Keflavíkurflugvelli af bíleigendum sem þegar hafa greitt Lagningu fyrir bílastæði. Að mati FÍB og Neytendasamtakanna er þessi innheimta ISAVIA ólögmæt. Samtökin tvö hafa þegar skorað á ISAVIA að fella innheimtu gjalda niður gagnvart eigendum ökutækja sem lagt hefur verið í stæði við Keflavíkurflugvöll, þegar fyrir liggur að eigandi hafi afhent ökutækið þriðja aðila, svo sem Lagningu, til umráða. Neytendasamtökin og FÍB benda ökumönnum sem fá kröfur frá ISAVIA að fara fram á niðurfellingu þeirra, til dæmis með því að fylla út formið hér Hægt er að notast við eftirfarandi texta: „Ég óska eftir því að reikningur ISAVIA nr. XXXX verði felldur niður enda var bifreið mín nr. XX XXXX í umsjón Lagningar ehf. Vinsamlega beinið kröfum ykkar til þeirra.“ FÍB og Neytendasamtökin segjast munu standa þétt að baki sínum félögum og aðstoða við að ná fram rétti sínum. Því óska samtökin eftir að fá upplýsingar, bregðist Isavia ekki við kröfum um niðurfellingu. Lumar þú á frétt? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar.
Lumar þú á frétt? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar.
Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Gjaldþrot Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira