Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2025 12:46 Þorsteinn Roy Jóhannsson var fyrstur Íslendinga í mark á HM í utanvegahlaupum. Mynd/Laugavegshlaupið Þorsteinn Roy Jóhannsson varð í 57. sæti á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum í krefjandi aðstæðum á Spáni í dag, í 45 kílómetra hlaupi. Alls hlupu sjö íslenskir keppendur af stað í morgun, fjórir karlar og þrjár konur. Þorsteinn hljóp á 5:37:23 klukkutímum, í bröttum hlíðum og miklum hæðarbreytingum í Pýreneafjöllunum, og endaði um 55 mínútum á eftir sigurvegaranum. Hinn franski Frédéric Tranchand hljóp til sigurs á 4:42:10 og sló við þremur heimamönnum sem komu næstir á eftir honum. Tranchand var rúmum þremur mínútum á undan næsta manni, Manuel Merillas. View this post on Instagram A post shared by @wmtrc2025_canfrancpirineos Þorsteinn var í 100. sæti við fyrsta tímatökusvæðið, eftir 6,6 kílómetra, en færði sig sífellt framar eftir því sem leið á hlaupið. Hann var í 70. sæti eftir 34,8 kílómetra og endaði eins og fyrr segir í 57. sæti. Fyrrverandi fótboltamaðurinn Halldór Hermann Jónsson er einnig kominn í mark og varð í 103. sæti á 6:06:13 klukkutímum. Grétar Örn Guðmundsson varð í 115. sæti á 6:13:51. Stefán Pálsson varð svo í 138. sæti á 6:50:50 klukkutímum. Alls lauk 171 keppandi hlaupinu en 27 urðu að hætta keppni. Hin sænska Tove Alexandersson fagnaði sigri í kvennaflokki á 5:04:20 og var með algjöra yfirburði, rúmum hálftíma á undan næstu konu sem var Sara Alonso. Anna Pálmadóttir varð í 67. sæti á 7:03:45 klukkutímum og Íris Anna Skúladóttir skammt þar á eftir, í 72. sæti á 7:11:59. Alls kláruðu 112 konur hlaupið en 50 urðu að hætta og var Elín Edda Sigurðardóttir þar á meðal en hún neyddist til að hætta snemma í hlaupinu. View this post on Instagram A post shared by @wmtrc2025_canfrancpirineos Í fyrramálið keppa svo fimm Íslendingar í enn lengra hlaupi, eða 82 kílómetra hlaupi, og óhætt að segja að íslenski hópurinn sé sterkur. Hann skipa þau Andrea Kolbeinsdóttir, Guðfinna Björnsdóttir, Elísa Kristinsdóttir, Þorbergur Ingi Jónsson og Sigurjón Ernir Sturluson. Hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Sjá meira
Þorsteinn hljóp á 5:37:23 klukkutímum, í bröttum hlíðum og miklum hæðarbreytingum í Pýreneafjöllunum, og endaði um 55 mínútum á eftir sigurvegaranum. Hinn franski Frédéric Tranchand hljóp til sigurs á 4:42:10 og sló við þremur heimamönnum sem komu næstir á eftir honum. Tranchand var rúmum þremur mínútum á undan næsta manni, Manuel Merillas. View this post on Instagram A post shared by @wmtrc2025_canfrancpirineos Þorsteinn var í 100. sæti við fyrsta tímatökusvæðið, eftir 6,6 kílómetra, en færði sig sífellt framar eftir því sem leið á hlaupið. Hann var í 70. sæti eftir 34,8 kílómetra og endaði eins og fyrr segir í 57. sæti. Fyrrverandi fótboltamaðurinn Halldór Hermann Jónsson er einnig kominn í mark og varð í 103. sæti á 6:06:13 klukkutímum. Grétar Örn Guðmundsson varð í 115. sæti á 6:13:51. Stefán Pálsson varð svo í 138. sæti á 6:50:50 klukkutímum. Alls lauk 171 keppandi hlaupinu en 27 urðu að hætta keppni. Hin sænska Tove Alexandersson fagnaði sigri í kvennaflokki á 5:04:20 og var með algjöra yfirburði, rúmum hálftíma á undan næstu konu sem var Sara Alonso. Anna Pálmadóttir varð í 67. sæti á 7:03:45 klukkutímum og Íris Anna Skúladóttir skammt þar á eftir, í 72. sæti á 7:11:59. Alls kláruðu 112 konur hlaupið en 50 urðu að hætta og var Elín Edda Sigurðardóttir þar á meðal en hún neyddist til að hætta snemma í hlaupinu. View this post on Instagram A post shared by @wmtrc2025_canfrancpirineos Í fyrramálið keppa svo fimm Íslendingar í enn lengra hlaupi, eða 82 kílómetra hlaupi, og óhætt að segja að íslenski hópurinn sé sterkur. Hann skipa þau Andrea Kolbeinsdóttir, Guðfinna Björnsdóttir, Elísa Kristinsdóttir, Þorbergur Ingi Jónsson og Sigurjón Ernir Sturluson.
Hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Sjá meira