Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2025 09:57 Birna mætti áföllum af æðruleysi og lét brottförina úr Grindavík ekki stöðva sig í að njóta lífsins og líta hlutina jákvæðum augum. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjanesbæ þann 23. september. Vísir/Arnar Birna Óladóttir húsmóðir er látinn 84 ára gömul. Birna var mikill Grindvíkingur eftir að hafa flust þangað sautján ára og vakti athygli í fjölmiðlum á miklum umbrotatímum í bæjarfélaginu þegar jarðskjálftar dundu á Grindvíkingum í Reykjaneseldum hinum síðari. Greint er frá andláti Birnu í Morgunblaðinu í dag. Hún fæddist í Grímsey, stundaði nám á Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsýslu þaðan sem hún lauk gagnfræðiprófi og stefndi á Íþróttakennaraháskólann á Laugarvatni. Sautján ára fór hún á vertíð í Grindavík til að afla fjár fyrir skólavistinni, kynntist tilvonandi eiginmanni sínum Dagbjarti Einarssyni og þau stofnuðu heimili þar. Hjónin ráku útgerðina Fiskanes um árabil, Birna var virk í félagsstarfi í bænum og var í fararbroddi í Kvenfélagi Grindavíkur. Birna Óladóttir á heimili hennar í hjúkrunarheimilinu í Grindavík kvöldið örlagaríka þegar stóru skjálftarnir gengu yfir.Vísir/Vilhelm Birna var meðal íbúa á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík þegar mikill jarðskjálfti reið yfir þann 10. nóvember 2023. Margrét Björk Jónsdóttir, þáverandi fréttamaður Sýnar, var á vettvangi og ræddi við Birnu í jarðskjálftaöldunni. „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt. Það eru engin orð sem geta lýst þessu,“ sagði Birna í viðtali umrætt kvöld. Margréti Björk brá þegar skjálfti dundi yfir í miðju viðtali en Birna var orðin öllu vön. „Fékkstu að finna núna einn? Þeir hafa komið mikið stærri en þetta,“ sagði Birna við Margréti Björk. „Það er bara að enginn meiðist í þessu,“ sagði Birna þegar hún yfirgaf íbúð sína yfirveguð með eindæmum. Í viðtali við fréttasofu sumarið 2024 rifjaði hún upp daginn örlagaríka í Grindavík og sagði engin orð fá honum lýst. „Ég eiginlega trúði ekki að þetta væri að ske, þetta var eitthvað svo óraunverulegt. Maður á helst að sjá svona í bíómyndum eða lesa um það.“ Jónas Jónasson skráði sögu þeirra Birnu og Dagbjarts í bókinni Það liggur í loftinu, sem kom út árið 2009. Dagbjartur lést árið 2017. Börn þeirra eru fimm; Einar, Elín Þóra, Eiríkur Óli, Jón Gauti og Sigurbjörn Daði. Barnabörnin eru 18 og barnabarnabörnin sömuleiðis 18. Grindavík Andlát Tengdar fréttir Engin orð sem lýsa deginum örlagaríka í Grindavík Kona á níræðisaldri segir ekki hægt að lýsa atburðunum í Grindavík þann 10. nóvember með orðum. Þrátt fyrir erfiðleika undanfarna mánuði dreymir hana um að komast aftur heim. 8. júní 2024 08:01 Gríðarlegar skemmdir: „Það eru engin orð sem geta lýst þessu“ „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt. Það eru engin orð sem geta lýst þessu,“ segir Birna Óladóttir íbúi á hjúkrunarheimilinu í Grindavík. Gríðarlegar skemmdir eru á hjúkrunarheimilinu eftir skjálftana síðdegis og í kvöld. 10. nóvember 2023 22:33 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Greint er frá andláti Birnu í Morgunblaðinu í dag. Hún fæddist í Grímsey, stundaði nám á Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsýslu þaðan sem hún lauk gagnfræðiprófi og stefndi á Íþróttakennaraháskólann á Laugarvatni. Sautján ára fór hún á vertíð í Grindavík til að afla fjár fyrir skólavistinni, kynntist tilvonandi eiginmanni sínum Dagbjarti Einarssyni og þau stofnuðu heimili þar. Hjónin ráku útgerðina Fiskanes um árabil, Birna var virk í félagsstarfi í bænum og var í fararbroddi í Kvenfélagi Grindavíkur. Birna Óladóttir á heimili hennar í hjúkrunarheimilinu í Grindavík kvöldið örlagaríka þegar stóru skjálftarnir gengu yfir.Vísir/Vilhelm Birna var meðal íbúa á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík þegar mikill jarðskjálfti reið yfir þann 10. nóvember 2023. Margrét Björk Jónsdóttir, þáverandi fréttamaður Sýnar, var á vettvangi og ræddi við Birnu í jarðskjálftaöldunni. „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt. Það eru engin orð sem geta lýst þessu,“ sagði Birna í viðtali umrætt kvöld. Margréti Björk brá þegar skjálfti dundi yfir í miðju viðtali en Birna var orðin öllu vön. „Fékkstu að finna núna einn? Þeir hafa komið mikið stærri en þetta,“ sagði Birna við Margréti Björk. „Það er bara að enginn meiðist í þessu,“ sagði Birna þegar hún yfirgaf íbúð sína yfirveguð með eindæmum. Í viðtali við fréttasofu sumarið 2024 rifjaði hún upp daginn örlagaríka í Grindavík og sagði engin orð fá honum lýst. „Ég eiginlega trúði ekki að þetta væri að ske, þetta var eitthvað svo óraunverulegt. Maður á helst að sjá svona í bíómyndum eða lesa um það.“ Jónas Jónasson skráði sögu þeirra Birnu og Dagbjarts í bókinni Það liggur í loftinu, sem kom út árið 2009. Dagbjartur lést árið 2017. Börn þeirra eru fimm; Einar, Elín Þóra, Eiríkur Óli, Jón Gauti og Sigurbjörn Daði. Barnabörnin eru 18 og barnabarnabörnin sömuleiðis 18.
Grindavík Andlát Tengdar fréttir Engin orð sem lýsa deginum örlagaríka í Grindavík Kona á níræðisaldri segir ekki hægt að lýsa atburðunum í Grindavík þann 10. nóvember með orðum. Þrátt fyrir erfiðleika undanfarna mánuði dreymir hana um að komast aftur heim. 8. júní 2024 08:01 Gríðarlegar skemmdir: „Það eru engin orð sem geta lýst þessu“ „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt. Það eru engin orð sem geta lýst þessu,“ segir Birna Óladóttir íbúi á hjúkrunarheimilinu í Grindavík. Gríðarlegar skemmdir eru á hjúkrunarheimilinu eftir skjálftana síðdegis og í kvöld. 10. nóvember 2023 22:33 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Engin orð sem lýsa deginum örlagaríka í Grindavík Kona á níræðisaldri segir ekki hægt að lýsa atburðunum í Grindavík þann 10. nóvember með orðum. Þrátt fyrir erfiðleika undanfarna mánuði dreymir hana um að komast aftur heim. 8. júní 2024 08:01
Gríðarlegar skemmdir: „Það eru engin orð sem geta lýst þessu“ „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt. Það eru engin orð sem geta lýst þessu,“ segir Birna Óladóttir íbúi á hjúkrunarheimilinu í Grindavík. Gríðarlegar skemmdir eru á hjúkrunarheimilinu eftir skjálftana síðdegis og í kvöld. 10. nóvember 2023 22:33