Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar 25. september 2025 16:00 Á þriðjudaginn sýndi Kveikur þjóðinni fram á að ástandið á mörgum snyrtistofum landsins er grafalvarlegt. Þar hefur starfsfólk, sem oft kemur frá fjarlægum löndum, greitt háar fjárhæðir fyrir að fá að starfa hér en endar í skuldafjötrum, misnotkun og neyðist jafnvel til að bjóða upp á kynlífsþjónustu til að eiga í sig og á. Fjölmargar stofur starfa án leyfa en eigendur 17 þeirra hafa nú verið kærðir, flestir fyrir brot á iðnaðarlögum. Þetta ástand undirstrikar mikilvægi þess að standa vörð um löggildingu iðngreina – því í henni felst öflugasta neytendaverndin sem við höfum. Iðnlöggjöfina þarf hins vegar að efla enn frekar. Án skýrs ramma og raunverulegra viðurlaga, svo sem sektarákvæða, geta brot eins og þessi viðgengist refsilaust. Hinir brotlegu komast undan. Vinnumansal, misbeiting starfsfólks og gerviverktakar eru því miður orðnir hluti af daglegum veruleika á íslenskum vinnumarkaði. Félag iðn- og tæknigreina (FIT) hefur í vinnustaðaeftirliti sínu, í samstarfi við ASÍ, komist á snoðir um fjölda mála þar sem grunur leikur á brotum af þessu tagi. Oft er um að ræða fólk sem hefur stofnað til skulda í leit að betra lífi, en lendir í kerfisbundinni misnotkun sem engin leið er út úr. Gerviverktaka er annar angi af þessu ástandi, þar sem fólk missir réttindi sem kjarabarátta síðustu áratuga hefur tryggt. Þannig skapast tvískiptur vinnumarkaður: sumir búa við öryggi, veikindarétt og lífeyrissparnað, á meðan aðrir eru skildir eftir réttindalausir og berskjaldaðir. Þetta er ekki aðeins óréttlæti heldur bein ógn við íslenskt velferðarkerfi. FIT tekur virkan þátt í vinnustaðaeftirliti með Alþýðusambandi Íslands og fleiri aðilum. Samstarfið hefur sýnt að eftirlit skiptir sköpum – en það þarf að efla enn frekar. Við verðum, með stuðningi stjórnvalda, að tryggja að eigendur fyrirtækja sem brjóta á starfsfólki geti ekki komist undan með að skipta um kennitölu eða hverfa úr landi. Ábyrgðin er líka hjá almenningi, okkur sem kaupum þjónustuna. Við eigum að gera kröfu um að þeir sem veiti okkur þjónustuna hafi til þess réttindi. Opinberir aðilar eiga allra síst að versla við fyrirtæki sem byggja starfsemi sína á brotum. Baráttan gegn vinnumansali, gerviverktöku og brotum á iðnlöggjöfinni er í raun barátta fyrir réttlátu samfélagi. Stjórnvöld verða að grípa í taumana, herða viðurlög og setja skýrar reglur sem tryggja að iðnlöggjöf landsins sé virt. Nú er tíminn til að láta verkin tala. Höfundur er formaður Samiðnar og Félags iðn- og tæknigreina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mansal Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Á þriðjudaginn sýndi Kveikur þjóðinni fram á að ástandið á mörgum snyrtistofum landsins er grafalvarlegt. Þar hefur starfsfólk, sem oft kemur frá fjarlægum löndum, greitt háar fjárhæðir fyrir að fá að starfa hér en endar í skuldafjötrum, misnotkun og neyðist jafnvel til að bjóða upp á kynlífsþjónustu til að eiga í sig og á. Fjölmargar stofur starfa án leyfa en eigendur 17 þeirra hafa nú verið kærðir, flestir fyrir brot á iðnaðarlögum. Þetta ástand undirstrikar mikilvægi þess að standa vörð um löggildingu iðngreina – því í henni felst öflugasta neytendaverndin sem við höfum. Iðnlöggjöfina þarf hins vegar að efla enn frekar. Án skýrs ramma og raunverulegra viðurlaga, svo sem sektarákvæða, geta brot eins og þessi viðgengist refsilaust. Hinir brotlegu komast undan. Vinnumansal, misbeiting starfsfólks og gerviverktakar eru því miður orðnir hluti af daglegum veruleika á íslenskum vinnumarkaði. Félag iðn- og tæknigreina (FIT) hefur í vinnustaðaeftirliti sínu, í samstarfi við ASÍ, komist á snoðir um fjölda mála þar sem grunur leikur á brotum af þessu tagi. Oft er um að ræða fólk sem hefur stofnað til skulda í leit að betra lífi, en lendir í kerfisbundinni misnotkun sem engin leið er út úr. Gerviverktaka er annar angi af þessu ástandi, þar sem fólk missir réttindi sem kjarabarátta síðustu áratuga hefur tryggt. Þannig skapast tvískiptur vinnumarkaður: sumir búa við öryggi, veikindarétt og lífeyrissparnað, á meðan aðrir eru skildir eftir réttindalausir og berskjaldaðir. Þetta er ekki aðeins óréttlæti heldur bein ógn við íslenskt velferðarkerfi. FIT tekur virkan þátt í vinnustaðaeftirliti með Alþýðusambandi Íslands og fleiri aðilum. Samstarfið hefur sýnt að eftirlit skiptir sköpum – en það þarf að efla enn frekar. Við verðum, með stuðningi stjórnvalda, að tryggja að eigendur fyrirtækja sem brjóta á starfsfólki geti ekki komist undan með að skipta um kennitölu eða hverfa úr landi. Ábyrgðin er líka hjá almenningi, okkur sem kaupum þjónustuna. Við eigum að gera kröfu um að þeir sem veiti okkur þjónustuna hafi til þess réttindi. Opinberir aðilar eiga allra síst að versla við fyrirtæki sem byggja starfsemi sína á brotum. Baráttan gegn vinnumansali, gerviverktöku og brotum á iðnlöggjöfinni er í raun barátta fyrir réttlátu samfélagi. Stjórnvöld verða að grípa í taumana, herða viðurlög og setja skýrar reglur sem tryggja að iðnlöggjöf landsins sé virt. Nú er tíminn til að láta verkin tala. Höfundur er formaður Samiðnar og Félags iðn- og tæknigreina.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun