Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2025 12:38 Björn Rúnar segir tilfærslu Blóðbankans í Borgarkringluna mikið framfaraskref. Aðgengi að bankanum á Snorrabraut hafi verið orðið slæmt. Vísir/Lýður Blóðbankinn í Reykjavík hefur flutt starfsemi sína af Snorrabraut í Kringluna. Framkvæmdastjóri starfseminnar vonar að með þessu leggi fleiri leið sína í bankann og markmið um tvö þúsund nýja blóðgjafa á ári náist. Blóðsöfnunarhluti blóðbankans, sá hluti sem almenningur mætir í til þess að gefa blóð, hefur verið fluttur á fimmtu hæð Borgarkringlunnar og hófst blóðsöfnun þar á mánudag. Formleg opnunarathöfn fór fram fyrir hádegi í dag. „Þetta er náttúrulega svakalega mikilvægt framfaraskref fyrir okkur varðandi blóðbankaþjónustu. Stórt skref fram á við og mikilvægt í þessum lið okkar að bæta þjónustuna og sérstaklega fyrir þennan gríðarlega mikilvæga hóp sem blóðgjafarnir okkar eru,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu á Landspítalanum. Rannsóknarhluti Blóðbankans verður áfram staðsettur á Snorrabraut 60 en orðið var flókið að taka á móti blóðgjöfum. „Með vaxandi byggingarmagni og þrengslum, sem því fylgdi, þá var þetta orðið þannig að það var ekki hægt að bjóða upp á nægilega gott aðgengi. Svo höfum við verið í húsnæðisvanda.“ Fyrirmynd að flutningnum er frá Akureyri, þar sem blóðbankinn var færður af sjúkrahúsinu og yfir á Glerártorg fyrir nokkrum árum. „Ég hef fulla bjartsýni um að þetta muni skila góðu. Við þurfum að bæta í hópinn okkar. Við erum að stefna að því að vera með um það bil tvö þúsund nýja blóðgjafa á hverju ári. Við eigum svolítið í land, við erum með svona 1500 til 1700 á hverju ári. Þannig að við hvetjum fólk til að gerast blóðgjafar,“ segir Björn Rúnar. Blóðgjöf Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Kringlan Tengdar fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Blóðbankinn mun flytjast í Kringluna í haust, en framkvæmdir og skortur á bílastæðum við núverandi húsnæði eru tekin að aftra móttöku blóðgjafa, að sögn yfirlæknis. 6. ágúst 2025 12:05 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Sjá meira
Blóðsöfnunarhluti blóðbankans, sá hluti sem almenningur mætir í til þess að gefa blóð, hefur verið fluttur á fimmtu hæð Borgarkringlunnar og hófst blóðsöfnun þar á mánudag. Formleg opnunarathöfn fór fram fyrir hádegi í dag. „Þetta er náttúrulega svakalega mikilvægt framfaraskref fyrir okkur varðandi blóðbankaþjónustu. Stórt skref fram á við og mikilvægt í þessum lið okkar að bæta þjónustuna og sérstaklega fyrir þennan gríðarlega mikilvæga hóp sem blóðgjafarnir okkar eru,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu á Landspítalanum. Rannsóknarhluti Blóðbankans verður áfram staðsettur á Snorrabraut 60 en orðið var flókið að taka á móti blóðgjöfum. „Með vaxandi byggingarmagni og þrengslum, sem því fylgdi, þá var þetta orðið þannig að það var ekki hægt að bjóða upp á nægilega gott aðgengi. Svo höfum við verið í húsnæðisvanda.“ Fyrirmynd að flutningnum er frá Akureyri, þar sem blóðbankinn var færður af sjúkrahúsinu og yfir á Glerártorg fyrir nokkrum árum. „Ég hef fulla bjartsýni um að þetta muni skila góðu. Við þurfum að bæta í hópinn okkar. Við erum að stefna að því að vera með um það bil tvö þúsund nýja blóðgjafa á hverju ári. Við eigum svolítið í land, við erum með svona 1500 til 1700 á hverju ári. Þannig að við hvetjum fólk til að gerast blóðgjafar,“ segir Björn Rúnar.
Blóðgjöf Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Kringlan Tengdar fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Blóðbankinn mun flytjast í Kringluna í haust, en framkvæmdir og skortur á bílastæðum við núverandi húsnæði eru tekin að aftra móttöku blóðgjafa, að sögn yfirlæknis. 6. ágúst 2025 12:05 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Sjá meira
Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Blóðbankinn mun flytjast í Kringluna í haust, en framkvæmdir og skortur á bílastæðum við núverandi húsnæði eru tekin að aftra móttöku blóðgjafa, að sögn yfirlæknis. 6. ágúst 2025 12:05