Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar 25. september 2025 08:02 Það getur margborgað sig að þekkja til þess hvernig lyf eru uppgötvuð, prófuð, framleidd, þróuð, vottuð, notuð og misnotuð. Nýleg dæmi sanna að ekki er á allra valdi að túlka lyfjavirkni og aukaverkanir, jafnvel valdamestu menn heims geta hnotið um staðreyndir og farið með fleipur. Þá er ágætt að hafa hugfast að ein aðgengilegasta heilbrigðisstéttin er tilbúin til svara. Lyfjafræðingar eru, einir heilbrigðisstétta, menntaðir til þess að þekkja allan lífsferil lyfja. Í dag er alþjóðlegur dagur lyfjafræðinga og því ber að fagna. Lyfjafræðingar sinna fjölmörgum hlutverkum í samfélaginu. Þeir uppgötva, rannsaka, þróa og tryggja öryggi lyfja. Á heilsugæslum og sjúkrahúsum fræða þeir aðrar heilbrigðisstéttir um lyf, blanda lyf, sinna lyfjarýni og niðurtröppun. Sú vinna bætir heilsu sjúklinga og nýtir auð heilbrigðiskerfisins betur. Í apótekum veita lyfjafræðingar ráðgjöf, tryggja rétta notkun lyfja og koma í veg fyrir mistök sem rata ekki í fréttirnar en skipta líf og heilsu skjólstæðinga máli. Víða erlendis hafa lyfjafræðingar þegar tekið að sér enn stærra hlutverk. Bólusetningar, lyfjayfirferð og jafnvel lyfjaávísanir er hluti af daglegu starfi þeirra. Þessi þróun sýnir að með nýtingu sérfræðiþekkingar lyfjafræðinga geta þeir tekið þátt í að mæta áskorunum heilbrigðiskerfa, áskorunum sem eru sameiginlegar öllum löndum: íbúar eldast, lyfjameðferðir verða flóknari og heilbrigðiskostnaður fer hækkandi. Á Alþjóðadegi lyfjafræðinga er rétt að staldra við, horfa á framlag stéttarinnar og fagna því mikla sem lyfjafræðingar hafa fram að færa til bættrar heilbrigðisþjónustu við almenning. Í heimi þar sem rangar upplýsingar geta borist hratt er gott að vita að sérfræðingar séu til taks, til að leiðrétta yfirlýsingar og styðja við samfélagið. Til hamingju með daginn, kæru lyfjafræðingar. Þið eruð ómissandi stoð heilbrigðiskerfisins. Höfundur er formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Mest lesið Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Einsleitir stöndum vér Jón Sigurður Eyjólfsson Bakþankar Mannauður Torfi H. Tulinius Skoðun Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Framtíðin er hér Sara McMahon Bakþankar Brothætt staða Hörður Ægisson Fastir pennar Sjálfsmyndin Davíð Stefánsson Skoðun Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það getur margborgað sig að þekkja til þess hvernig lyf eru uppgötvuð, prófuð, framleidd, þróuð, vottuð, notuð og misnotuð. Nýleg dæmi sanna að ekki er á allra valdi að túlka lyfjavirkni og aukaverkanir, jafnvel valdamestu menn heims geta hnotið um staðreyndir og farið með fleipur. Þá er ágætt að hafa hugfast að ein aðgengilegasta heilbrigðisstéttin er tilbúin til svara. Lyfjafræðingar eru, einir heilbrigðisstétta, menntaðir til þess að þekkja allan lífsferil lyfja. Í dag er alþjóðlegur dagur lyfjafræðinga og því ber að fagna. Lyfjafræðingar sinna fjölmörgum hlutverkum í samfélaginu. Þeir uppgötva, rannsaka, þróa og tryggja öryggi lyfja. Á heilsugæslum og sjúkrahúsum fræða þeir aðrar heilbrigðisstéttir um lyf, blanda lyf, sinna lyfjarýni og niðurtröppun. Sú vinna bætir heilsu sjúklinga og nýtir auð heilbrigðiskerfisins betur. Í apótekum veita lyfjafræðingar ráðgjöf, tryggja rétta notkun lyfja og koma í veg fyrir mistök sem rata ekki í fréttirnar en skipta líf og heilsu skjólstæðinga máli. Víða erlendis hafa lyfjafræðingar þegar tekið að sér enn stærra hlutverk. Bólusetningar, lyfjayfirferð og jafnvel lyfjaávísanir er hluti af daglegu starfi þeirra. Þessi þróun sýnir að með nýtingu sérfræðiþekkingar lyfjafræðinga geta þeir tekið þátt í að mæta áskorunum heilbrigðiskerfa, áskorunum sem eru sameiginlegar öllum löndum: íbúar eldast, lyfjameðferðir verða flóknari og heilbrigðiskostnaður fer hækkandi. Á Alþjóðadegi lyfjafræðinga er rétt að staldra við, horfa á framlag stéttarinnar og fagna því mikla sem lyfjafræðingar hafa fram að færa til bættrar heilbrigðisþjónustu við almenning. Í heimi þar sem rangar upplýsingar geta borist hratt er gott að vita að sérfræðingar séu til taks, til að leiðrétta yfirlýsingar og styðja við samfélagið. Til hamingju með daginn, kæru lyfjafræðingar. Þið eruð ómissandi stoð heilbrigðiskerfisins. Höfundur er formaður Lyfjafræðingafélags Íslands.
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar