Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar 25. september 2025 08:02 Það getur margborgað sig að þekkja til þess hvernig lyf eru uppgötvuð, prófuð, framleidd, þróuð, vottuð, notuð og misnotuð. Nýleg dæmi sanna að ekki er á allra valdi að túlka lyfjavirkni og aukaverkanir, jafnvel valdamestu menn heims geta hnotið um staðreyndir og farið með fleipur. Þá er ágætt að hafa hugfast að ein aðgengilegasta heilbrigðisstéttin er tilbúin til svara. Lyfjafræðingar eru, einir heilbrigðisstétta, menntaðir til þess að þekkja allan lífsferil lyfja. Í dag er alþjóðlegur dagur lyfjafræðinga og því ber að fagna. Lyfjafræðingar sinna fjölmörgum hlutverkum í samfélaginu. Þeir uppgötva, rannsaka, þróa og tryggja öryggi lyfja. Á heilsugæslum og sjúkrahúsum fræða þeir aðrar heilbrigðisstéttir um lyf, blanda lyf, sinna lyfjarýni og niðurtröppun. Sú vinna bætir heilsu sjúklinga og nýtir auð heilbrigðiskerfisins betur. Í apótekum veita lyfjafræðingar ráðgjöf, tryggja rétta notkun lyfja og koma í veg fyrir mistök sem rata ekki í fréttirnar en skipta líf og heilsu skjólstæðinga máli. Víða erlendis hafa lyfjafræðingar þegar tekið að sér enn stærra hlutverk. Bólusetningar, lyfjayfirferð og jafnvel lyfjaávísanir er hluti af daglegu starfi þeirra. Þessi þróun sýnir að með nýtingu sérfræðiþekkingar lyfjafræðinga geta þeir tekið þátt í að mæta áskorunum heilbrigðiskerfa, áskorunum sem eru sameiginlegar öllum löndum: íbúar eldast, lyfjameðferðir verða flóknari og heilbrigðiskostnaður fer hækkandi. Á Alþjóðadegi lyfjafræðinga er rétt að staldra við, horfa á framlag stéttarinnar og fagna því mikla sem lyfjafræðingar hafa fram að færa til bættrar heilbrigðisþjónustu við almenning. Í heimi þar sem rangar upplýsingar geta borist hratt er gott að vita að sérfræðingar séu til taks, til að leiðrétta yfirlýsingar og styðja við samfélagið. Til hamingju með daginn, kæru lyfjafræðingar. Þið eruð ómissandi stoð heilbrigðiskerfisins. Höfundur er formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það getur margborgað sig að þekkja til þess hvernig lyf eru uppgötvuð, prófuð, framleidd, þróuð, vottuð, notuð og misnotuð. Nýleg dæmi sanna að ekki er á allra valdi að túlka lyfjavirkni og aukaverkanir, jafnvel valdamestu menn heims geta hnotið um staðreyndir og farið með fleipur. Þá er ágætt að hafa hugfast að ein aðgengilegasta heilbrigðisstéttin er tilbúin til svara. Lyfjafræðingar eru, einir heilbrigðisstétta, menntaðir til þess að þekkja allan lífsferil lyfja. Í dag er alþjóðlegur dagur lyfjafræðinga og því ber að fagna. Lyfjafræðingar sinna fjölmörgum hlutverkum í samfélaginu. Þeir uppgötva, rannsaka, þróa og tryggja öryggi lyfja. Á heilsugæslum og sjúkrahúsum fræða þeir aðrar heilbrigðisstéttir um lyf, blanda lyf, sinna lyfjarýni og niðurtröppun. Sú vinna bætir heilsu sjúklinga og nýtir auð heilbrigðiskerfisins betur. Í apótekum veita lyfjafræðingar ráðgjöf, tryggja rétta notkun lyfja og koma í veg fyrir mistök sem rata ekki í fréttirnar en skipta líf og heilsu skjólstæðinga máli. Víða erlendis hafa lyfjafræðingar þegar tekið að sér enn stærra hlutverk. Bólusetningar, lyfjayfirferð og jafnvel lyfjaávísanir er hluti af daglegu starfi þeirra. Þessi þróun sýnir að með nýtingu sérfræðiþekkingar lyfjafræðinga geta þeir tekið þátt í að mæta áskorunum heilbrigðiskerfa, áskorunum sem eru sameiginlegar öllum löndum: íbúar eldast, lyfjameðferðir verða flóknari og heilbrigðiskostnaður fer hækkandi. Á Alþjóðadegi lyfjafræðinga er rétt að staldra við, horfa á framlag stéttarinnar og fagna því mikla sem lyfjafræðingar hafa fram að færa til bættrar heilbrigðisþjónustu við almenning. Í heimi þar sem rangar upplýsingar geta borist hratt er gott að vita að sérfræðingar séu til taks, til að leiðrétta yfirlýsingar og styðja við samfélagið. Til hamingju með daginn, kæru lyfjafræðingar. Þið eruð ómissandi stoð heilbrigðiskerfisins. Höfundur er formaður Lyfjafræðingafélags Íslands.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar