Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 24. september 2025 12:06 Hvað dettur þér í hug þegar þú hugsar um líkamsrækt? Sumir tengja líkamsrækt við rólega göngu eða sund, en aðrir tengja hana við lyftingar eða hlaup. Hugtakið er flestum kunnugt og mörg okkar höfum fellt líkamsrækt inn í daglega rútínu á einn eða annan hátt. En hvað með geðrækt? Hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann? Það er líklega erfiðara að festa hugtakið við skýra mynd. Sumir tengja það við jákvæðni, aðrir við núvitund eða þakklæti. Það getur reynst óáþreifanlegra að skilja hvað geðrækt er í raun og veru. En undir yfirborðinu er hún lífeðlisfræðilegt ferli. Með reglulegri geðrækt höfum við jákvæð áhrif á heilastarfsemi, tauga- og hormónakerfið. Heilinn bregst við geðrækt rétt eins og vöðvarnir við líkamsrækt. Nú þegar líður að lokum á Gulum september, alþjóðlegum mánuði sjálfsvígsforvarna, er viðeigandi að minna á mikilvægi þess að iðka geðrækt reglulega líkt og líkamsrækt. Rétt eins og slæm líkamleg heilsa getur komið í bakið á okkur (bókstaflega) ef við stundum hana ekki, getur geðheilsa gert slíkt hið sama. Embætti landlæknis hefur lagt fram fimm leiðir að vellíðan sem byggðar eru á traustum grunni rannsókna. Þetta eru einfaldar, áhrifaríkar og kostnaðarlausar leiðir sem við getum fléttað inn í daglegt líf okkar til þess að bæta vellíðan okkar og lífsgæði. Þær felast í því að rækta tengsl við aðra, taka eftir, halda áfram að læra, gefa af sér og hreyfa sig. Þegar við skoðum áhrif þessara fimm leiða á líkamann sjáum við hvernig geðrækt hefur áhrif á grunnkerfi heilans og líkamans. Sem minnir okkur á hversu mikil áhrif við getum öll haft á geðheilsu okkar til hins betra. Að rækta félagsleg tengsl Þegar við eigum hlý og góð samskipti fær heilinn merki um að við séum örugg. Þá dregur úr virkni í heilasvæðum sem tengjast ógn og sefkerfið (e. parasympathetic) virkjar ró og jafnvægi í líkamanum. Við nánd, snertingu og hlý samskipti eykst hormónið oxýtósín sem styrkir traust og dregur úr streituhormóninu kortisóli. Þannig verða félagsleg tengsl að lífeðlisfræðilegu ,,öryggisboði” sem róar taugakerfið, styður ónæmiskerfið og stuðlar að vellíðan og betri heilsu til lengri tíma. Með því að rækta félagsleg tengsl reglulega virkjum við ró í taugakerfinu, styrkjum hormónajafnvægi og verndum okkur gegn langvinnri streitu. Taka eftir Þegar við æfum okkur í að halda athygli í daglegu lífi og iðkum jafnvel núvitund, styrkjast tengsl milli fremri hluta heilans, sem hjálpar okkur að einbeita okkur og taka ákvarðanir, og svæða sem vinna úr tilfinningum. Með æfingu lærum við smám saman að bregðast rólegra og skilvirkara við álagi og öðlumst betri stjórn á hugsunum og tilfinningum. Dæmi um kostnaðarlaus verkfæri til að æfa okkur í að halda athygli eru til dæmis HappApp og Sterkari út í lífið. Gefa af okkur Þegar við gefum af okkur, hvort sem það er í formi tíma, hlýju eða góðvildar aukum við mikilvæg boðefni eins og oxytósín, dópamín og endorfín sem stuðla að vellíðan. Á sama tíma lækka streituhormón. Þessi ferli hafa einnig jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið og ónæmiskerfið. Halda áfram að læra Þegar við lærum eitthvað nýtt myndast nýjar tengingar í heilanum og svæði sem sjá um hugsun og minni verða virkari. Með því að bæta sífellt við okkur þekkingu og færni í gegnum ævina byggjum við þannig upp hugrænan forða sem verndar heilann gegn vitrænni hnignun og eykur sveigjanleika hans. Hreyfing Regluleg hreyfing virkjar efni í heilanum sem hjálpa taugafrumum að vaxa og tengjast betur, styrkir sjálfvirka taugakerfið og bætir hjarta- og æðakerfið. Þetta leiðir til aukinnar seiglu, bæði andlega og líkamlega. Af þessu má sjá að það sama gildur um geðrækt og líkamsrækt, að því meira sem við iðkum hana, því meiri ávinning má sjá í formi mikilvægra lífeðlislegra ferla sem skila sér í betri vellíðan, heilsu og sterkari tengslum. Þar að auki eru þetta einfaldar og kostnaðarlausar leiðir sem við getum byrjað að nota strax í dag. Það er því verðugt skref að taka að skoða hvaða leiðir til geðræktar við getum lagt áherslu á í daglegu lífi. Og rétt eins og með líkamsrækt þá getur verið gagnlegt að hugsa sér hversu oft í viku við ætlum að iðka þessar leiðir. Því með endurtekningu kemur ávinningurinn. Höfundur er Sigrún Þóra Sveinsdóttir, PhD, sérfræðingur í geðrækt hjá Embætti landlæknis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Sigrún Þóra Sveinsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Hvað dettur þér í hug þegar þú hugsar um líkamsrækt? Sumir tengja líkamsrækt við rólega göngu eða sund, en aðrir tengja hana við lyftingar eða hlaup. Hugtakið er flestum kunnugt og mörg okkar höfum fellt líkamsrækt inn í daglega rútínu á einn eða annan hátt. En hvað með geðrækt? Hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann? Það er líklega erfiðara að festa hugtakið við skýra mynd. Sumir tengja það við jákvæðni, aðrir við núvitund eða þakklæti. Það getur reynst óáþreifanlegra að skilja hvað geðrækt er í raun og veru. En undir yfirborðinu er hún lífeðlisfræðilegt ferli. Með reglulegri geðrækt höfum við jákvæð áhrif á heilastarfsemi, tauga- og hormónakerfið. Heilinn bregst við geðrækt rétt eins og vöðvarnir við líkamsrækt. Nú þegar líður að lokum á Gulum september, alþjóðlegum mánuði sjálfsvígsforvarna, er viðeigandi að minna á mikilvægi þess að iðka geðrækt reglulega líkt og líkamsrækt. Rétt eins og slæm líkamleg heilsa getur komið í bakið á okkur (bókstaflega) ef við stundum hana ekki, getur geðheilsa gert slíkt hið sama. Embætti landlæknis hefur lagt fram fimm leiðir að vellíðan sem byggðar eru á traustum grunni rannsókna. Þetta eru einfaldar, áhrifaríkar og kostnaðarlausar leiðir sem við getum fléttað inn í daglegt líf okkar til þess að bæta vellíðan okkar og lífsgæði. Þær felast í því að rækta tengsl við aðra, taka eftir, halda áfram að læra, gefa af sér og hreyfa sig. Þegar við skoðum áhrif þessara fimm leiða á líkamann sjáum við hvernig geðrækt hefur áhrif á grunnkerfi heilans og líkamans. Sem minnir okkur á hversu mikil áhrif við getum öll haft á geðheilsu okkar til hins betra. Að rækta félagsleg tengsl Þegar við eigum hlý og góð samskipti fær heilinn merki um að við séum örugg. Þá dregur úr virkni í heilasvæðum sem tengjast ógn og sefkerfið (e. parasympathetic) virkjar ró og jafnvægi í líkamanum. Við nánd, snertingu og hlý samskipti eykst hormónið oxýtósín sem styrkir traust og dregur úr streituhormóninu kortisóli. Þannig verða félagsleg tengsl að lífeðlisfræðilegu ,,öryggisboði” sem róar taugakerfið, styður ónæmiskerfið og stuðlar að vellíðan og betri heilsu til lengri tíma. Með því að rækta félagsleg tengsl reglulega virkjum við ró í taugakerfinu, styrkjum hormónajafnvægi og verndum okkur gegn langvinnri streitu. Taka eftir Þegar við æfum okkur í að halda athygli í daglegu lífi og iðkum jafnvel núvitund, styrkjast tengsl milli fremri hluta heilans, sem hjálpar okkur að einbeita okkur og taka ákvarðanir, og svæða sem vinna úr tilfinningum. Með æfingu lærum við smám saman að bregðast rólegra og skilvirkara við álagi og öðlumst betri stjórn á hugsunum og tilfinningum. Dæmi um kostnaðarlaus verkfæri til að æfa okkur í að halda athygli eru til dæmis HappApp og Sterkari út í lífið. Gefa af okkur Þegar við gefum af okkur, hvort sem það er í formi tíma, hlýju eða góðvildar aukum við mikilvæg boðefni eins og oxytósín, dópamín og endorfín sem stuðla að vellíðan. Á sama tíma lækka streituhormón. Þessi ferli hafa einnig jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið og ónæmiskerfið. Halda áfram að læra Þegar við lærum eitthvað nýtt myndast nýjar tengingar í heilanum og svæði sem sjá um hugsun og minni verða virkari. Með því að bæta sífellt við okkur þekkingu og færni í gegnum ævina byggjum við þannig upp hugrænan forða sem verndar heilann gegn vitrænni hnignun og eykur sveigjanleika hans. Hreyfing Regluleg hreyfing virkjar efni í heilanum sem hjálpa taugafrumum að vaxa og tengjast betur, styrkir sjálfvirka taugakerfið og bætir hjarta- og æðakerfið. Þetta leiðir til aukinnar seiglu, bæði andlega og líkamlega. Af þessu má sjá að það sama gildur um geðrækt og líkamsrækt, að því meira sem við iðkum hana, því meiri ávinning má sjá í formi mikilvægra lífeðlislegra ferla sem skila sér í betri vellíðan, heilsu og sterkari tengslum. Þar að auki eru þetta einfaldar og kostnaðarlausar leiðir sem við getum byrjað að nota strax í dag. Það er því verðugt skref að taka að skoða hvaða leiðir til geðræktar við getum lagt áherslu á í daglegu lífi. Og rétt eins og með líkamsrækt þá getur verið gagnlegt að hugsa sér hversu oft í viku við ætlum að iðka þessar leiðir. Því með endurtekningu kemur ávinningurinn. Höfundur er Sigrún Þóra Sveinsdóttir, PhD, sérfræðingur í geðrækt hjá Embætti landlæknis
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun