Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. september 2025 17:03 Thomas Skinner hélt framhjá eiginkonu sinni, Sinead Skinner, t.v. með Amy Lucy O'Rourke, t.h. en hann er rísandi samfélagsmiðlastjarn á Bretlandseyjum. Thomas Skinner er sennilega flestum Íslendingum ókunnugur en hann er ört vaxandi raunveruleika- og samfélagsmiðlastjarna í Bretlandi. Aukinni frægð fylgir aukin umfjöllun, nýverið tók Skinner tryllingskast út í blaðamann og skömmu síðar var framhjáhald hans afhjúpað. Thomas Henry Skinner fæddist í Romford í Lundúnum 6. febrúar 1991 og fór á íþróttaskólastyrk í einkaskólann Brentwood School í Essex. Hann hefur unnið við ýmiss konar rekstur frá því hann var táningur og meðal annars rekið dýnufyrirtækin The Fluffy Pillow Company og Bosh Beds. Thomas Skinner vakti fyrst athygli í The Apprentice. Þegar hann var tvítugur var Skinner dæmdur fyrir að selja stolinn varning að andvirði 40 þúsund punda og fyrir að vera með um tvö þúsund diazepam-töflur í fórum sínum. Skinner hefur ætíð haldið fram sakleysi sínu, hann hafi ekki verið meðvitaður um uppruna varningsins. Skinner varð frægur þegar hann tók þátt í fimmtándu seríu af raunveruleikaþáttunum The Apprentice árið 2019. Hann entist í keppninni í níu vikur en naut gríðarlegra vinsælda hjá áhorfendum vegna sjarmerandi persónuleika síns og mikillar notkunar á slagorði sínu, „bosh“ sem þýðir bull, rugl eða þvættingur. Ári síðar tók hann þátt í fimmtándu seríu af Celebrity MasterChef og í sjónvarpsþættinum 8 Out of 10 Cats. Síðan þá hefur hann skapað sér nafn á samfélagsmiðlunum X, TikTok og Instagram með reglulegum myndböndum af vel úti látnum morgun- og kvöldverðum og upplífgandi einræðum. Saturday BBQ around mine. We have had a good drink. It’s been a lovely afternoon. It’s hot. The wine is flowing and the the drinks are on tap. Love to you and your family. Bosh❤️ pic.twitter.com/q5A7xdq4QF— Thomas Skinner ⚒ (@iamtomskinner) June 21, 2025 En Skinner hefur líka látið stjórnmálin sig varða og vakið athygli fyrir umdeildar yfirlýsingar sínar. Hann gagnrýndi Sadiq Khan, borgarstjóra Lundúna, í fyrra vegna hnífaglæpa og sakaði Khan um að hafa eyðilagt borgina. Þá lýsti hann stuðningi við Donald Trump í forsetakosningunum í fyrra og taldi hann munu hafa góð áhrif á breskan efnahag. Skinner með JD Vance í ágúst. Skinner flutti í síðasta mánuði ræðuna „The England I Love“ á ráðstefnunni Now and England og lýsti því þar yfir að hann væri að hugsa um að fara út í pólitík. Í kjölfarið bauðst honum að hitta JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, sem var þá í fríi á Englandi. Skömmu eftir hittinginn með Vance var tilkynnt að Skinner myndi keppa í nýjust seríunni af dansþættinum Strictly Come Dancing á BBC One. Aðdragandinn að upphafi seríunnar hefur ekki gengið slysalaust fyrir sig. Rauk út af blaðamannafundi Vandræðin hófust þriðjudaginn 9. september þegar haldinn var blaðamannafundur í Elstree-stúdíói BBC þar sem keppendur Strictly Come Dancing sátu fyrir svörum. Eftir að einn blaðamaður hafði spurt Skinner hvers vegna hann ákvað að taka þátt í keppninni þá greip Thomas í síma blaðamannsins og rauk út. Skinner dansat með velska dansaranum Amy Dowden. Degi síðar birti Skinner tilkynningu þar sem hann reyndi að útskýra mál sitt. Hann hafi séð „persónulega sögu“ úr fortíð sinni á símaskjánum sem hafi komið honum úr jafnvægi. „Í einu viðtalinu setti blaðamaður símann sinn á borðið til að taka upp samtalið,“ sagði Skinner í tilkynningunni. „Ég sá skjáinn í svip og nokkur skilaboð á honum, ekki um Strictly heldur um persónulega sögu úr fortíð minni“. Hann hafi gengið í gegnum erfiðleika í lífi sínu og lagt hart af sér til komast á betri stað. Skilaboðin hafi komið honum í svo opna skjöldu að hann varð að yfirgefa vettvang til að jafna sig. „Ég biðst afsökunar á að hafa tekið síma einhvers annars og ég veit ekki einu sinni hvort blaðamaðurinn gerði sér grein fyrir því að skilaboðin væru sýnileg og ég vil ekki ýja að neinum illum ásetningi af hans hálfu,“ sagði Skinner. View this post on Instagram A post shared by Thomas Skinner (@iamtomskinner) Grét þegar hann greindi frá framhjáhaldinu Aðeins sex dögum eftir að hafa rokið út af blaðamannafundinum greindi Skinner frá því í viðtali við The Sun að hann hefði haldið framhjá eiginkonu sinni þremur árum fyrr, nokkrum vikum eftir brúðkaup sitt. Skinner lýsti því að hann hefði kynnst „aðlaðandi“ einhleypri móður sem hefði gefið honum „ókeypis fegrunarmeðferð“ eftir að þau kynntust á bar. Samband þeirra hefði aðeins enst í tvær vikur. Thomas með snyrtifræðingnum Amy Lucy. „Lífið mitt er ekki fullkomið... langt því frá. Ég hef gert mistök, valdið fólki vonbrigðum og gert hluti sem ég mun alltaf sjá eftir. Það versta var það sem ég gerði konu minni fyrir þremur og hálfu ári síðan... eitt heimskulegt augnablik sem ég mun burðast með að eilífu. Það var ekkert meira og ekkert minna þrátt fyrir það sem aðrir segja,“ skrifaði Skinner um framhjáhaldið í færslu á X. „Ég sagði henni strax frá því. Hún hafði fullan rétt á því að fara frá mér þá en hún fyrirgaf mér.... og sú fyrirgefning breytti lífi mínu. Síðan þá höfum við byggt nýtt heimili, eignast tvö falleg börn til viðbótar og haldið áfram saman,“ skrifaði hann jafnframt. Skinner hefur lýst yfir stuðningi við Trump. Hins vegar sagðist hann hafa verið gerður að skotmarki. Hver einasti þáttur lífs hans hefði verið gerður að umfjöllunarefni fjölmiðla, fólkinu í kringum hann hefðu boðist miklar fjárhæðir í skiptum fyrir frásagnir af honum og það stæði til að brjóta hann og slaufa honum. „Það er búið að hamra á mér á netinu og í fjölmiðlum og ég mun taka við meiru. Mér var sagt að þetta myndi gerast: fyrst ráðast þeir á persónu mína, síðan fjölskylduna og svo tekjurnar,“ skrifaði hann. „Mest allt sem hefur verið sagt um mig er ekki satt. Ég er með þykkan skráp og áreitið og líflátshótanirnar trufla mig ekki. Sumar lygarnar láta mig meira að segja skella upp úr. En látið konuna mína og börnin í friði.“ View this post on Instagram A post shared by Thomas Skinner (@iamtomskinner) „Thomas er ekkert nema lygari og svikari“ Konan sem Skinner hélt við tjáði sig í kjölfarið og hafði aðra sögu að segja af framhjáhaldinu en hann. Þetta hefði ekki verið tveggja vikna samband heldur hefðu þau verið kærustupar og hist reglulega yfir þriggja mánaða tímabil. „Við vorum upphaflega vinir en með smjaðri sínu og lygum fékk hann mig til að halda að við værum ástfangin og fullkomin hvort fyrir annað. Hann stóð fyrir framan spegilinn með mér og sagði: , Sjáðu til, við verðum herra og frú Skinner',“ sagði Amy-Lucy O'Rourke, sem rekur snyrtistofuna Amy Lucy's Clinic, við götublaðið The Sun. Amy Lucy rekur snyrtistofu þar sem hún býður upp á ýmsar meðferðir. „Þú segir það ekki við einhvern ef þú ert hamingjusamlega giftur. Ég varð ástfangin af honum en Thomas er ekkert nema lygari og svikari,“ sagði hún jafnframt. Þau hefðu kynnst gegnum sameiginlega vini og hann hefði byrjað að senda henni skilaboð áður en hann giftist Sinead. Sambandið hefði farið upp á næsta stig þegar hún hóf að veita honum líkamsmótandi meðferð (e. body sculpting treatment). Skinner hafi heillast af henni og byrjað að senda henni blóm og síðan boðið henni út að borða í fína kvöldverði. O'Rourke segir að Skinner hafi kynnt hana fyrir fólki sem kærustu sína og sagt við hana að hann væri búinn að binda enda á hjónabandið. Tvöfalt líf Skinner hafi molnað þegar O'Rourke sá mynd af hjónunum saman í brúðkaupi. Hún hafi þá mætt heim til hans og brotið framrúðuna á bílnum hans. Fljótlega eftir það hafi hún skorið á öll tengsl við Skinner og hætt að hafa samband við hann. Skinner hefur ekki tjáð sig um yfirlýsingar O'Rourke en næstu vikar verða erilsamar hjá viðskiptamanninum þar sem hann þarf að leggja sig allan fram í dansinum í Strictly Come Dancing. View this post on Instagram A post shared by Thomas Skinner (@iamtomskinner) Bretland Dans Samfélagsmiðlar Ástin og lífið Donald Trump Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
Thomas Henry Skinner fæddist í Romford í Lundúnum 6. febrúar 1991 og fór á íþróttaskólastyrk í einkaskólann Brentwood School í Essex. Hann hefur unnið við ýmiss konar rekstur frá því hann var táningur og meðal annars rekið dýnufyrirtækin The Fluffy Pillow Company og Bosh Beds. Thomas Skinner vakti fyrst athygli í The Apprentice. Þegar hann var tvítugur var Skinner dæmdur fyrir að selja stolinn varning að andvirði 40 þúsund punda og fyrir að vera með um tvö þúsund diazepam-töflur í fórum sínum. Skinner hefur ætíð haldið fram sakleysi sínu, hann hafi ekki verið meðvitaður um uppruna varningsins. Skinner varð frægur þegar hann tók þátt í fimmtándu seríu af raunveruleikaþáttunum The Apprentice árið 2019. Hann entist í keppninni í níu vikur en naut gríðarlegra vinsælda hjá áhorfendum vegna sjarmerandi persónuleika síns og mikillar notkunar á slagorði sínu, „bosh“ sem þýðir bull, rugl eða þvættingur. Ári síðar tók hann þátt í fimmtándu seríu af Celebrity MasterChef og í sjónvarpsþættinum 8 Out of 10 Cats. Síðan þá hefur hann skapað sér nafn á samfélagsmiðlunum X, TikTok og Instagram með reglulegum myndböndum af vel úti látnum morgun- og kvöldverðum og upplífgandi einræðum. Saturday BBQ around mine. We have had a good drink. It’s been a lovely afternoon. It’s hot. The wine is flowing and the the drinks are on tap. Love to you and your family. Bosh❤️ pic.twitter.com/q5A7xdq4QF— Thomas Skinner ⚒ (@iamtomskinner) June 21, 2025 En Skinner hefur líka látið stjórnmálin sig varða og vakið athygli fyrir umdeildar yfirlýsingar sínar. Hann gagnrýndi Sadiq Khan, borgarstjóra Lundúna, í fyrra vegna hnífaglæpa og sakaði Khan um að hafa eyðilagt borgina. Þá lýsti hann stuðningi við Donald Trump í forsetakosningunum í fyrra og taldi hann munu hafa góð áhrif á breskan efnahag. Skinner með JD Vance í ágúst. Skinner flutti í síðasta mánuði ræðuna „The England I Love“ á ráðstefnunni Now and England og lýsti því þar yfir að hann væri að hugsa um að fara út í pólitík. Í kjölfarið bauðst honum að hitta JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, sem var þá í fríi á Englandi. Skömmu eftir hittinginn með Vance var tilkynnt að Skinner myndi keppa í nýjust seríunni af dansþættinum Strictly Come Dancing á BBC One. Aðdragandinn að upphafi seríunnar hefur ekki gengið slysalaust fyrir sig. Rauk út af blaðamannafundi Vandræðin hófust þriðjudaginn 9. september þegar haldinn var blaðamannafundur í Elstree-stúdíói BBC þar sem keppendur Strictly Come Dancing sátu fyrir svörum. Eftir að einn blaðamaður hafði spurt Skinner hvers vegna hann ákvað að taka þátt í keppninni þá greip Thomas í síma blaðamannsins og rauk út. Skinner dansat með velska dansaranum Amy Dowden. Degi síðar birti Skinner tilkynningu þar sem hann reyndi að útskýra mál sitt. Hann hafi séð „persónulega sögu“ úr fortíð sinni á símaskjánum sem hafi komið honum úr jafnvægi. „Í einu viðtalinu setti blaðamaður símann sinn á borðið til að taka upp samtalið,“ sagði Skinner í tilkynningunni. „Ég sá skjáinn í svip og nokkur skilaboð á honum, ekki um Strictly heldur um persónulega sögu úr fortíð minni“. Hann hafi gengið í gegnum erfiðleika í lífi sínu og lagt hart af sér til komast á betri stað. Skilaboðin hafi komið honum í svo opna skjöldu að hann varð að yfirgefa vettvang til að jafna sig. „Ég biðst afsökunar á að hafa tekið síma einhvers annars og ég veit ekki einu sinni hvort blaðamaðurinn gerði sér grein fyrir því að skilaboðin væru sýnileg og ég vil ekki ýja að neinum illum ásetningi af hans hálfu,“ sagði Skinner. View this post on Instagram A post shared by Thomas Skinner (@iamtomskinner) Grét þegar hann greindi frá framhjáhaldinu Aðeins sex dögum eftir að hafa rokið út af blaðamannafundinum greindi Skinner frá því í viðtali við The Sun að hann hefði haldið framhjá eiginkonu sinni þremur árum fyrr, nokkrum vikum eftir brúðkaup sitt. Skinner lýsti því að hann hefði kynnst „aðlaðandi“ einhleypri móður sem hefði gefið honum „ókeypis fegrunarmeðferð“ eftir að þau kynntust á bar. Samband þeirra hefði aðeins enst í tvær vikur. Thomas með snyrtifræðingnum Amy Lucy. „Lífið mitt er ekki fullkomið... langt því frá. Ég hef gert mistök, valdið fólki vonbrigðum og gert hluti sem ég mun alltaf sjá eftir. Það versta var það sem ég gerði konu minni fyrir þremur og hálfu ári síðan... eitt heimskulegt augnablik sem ég mun burðast með að eilífu. Það var ekkert meira og ekkert minna þrátt fyrir það sem aðrir segja,“ skrifaði Skinner um framhjáhaldið í færslu á X. „Ég sagði henni strax frá því. Hún hafði fullan rétt á því að fara frá mér þá en hún fyrirgaf mér.... og sú fyrirgefning breytti lífi mínu. Síðan þá höfum við byggt nýtt heimili, eignast tvö falleg börn til viðbótar og haldið áfram saman,“ skrifaði hann jafnframt. Skinner hefur lýst yfir stuðningi við Trump. Hins vegar sagðist hann hafa verið gerður að skotmarki. Hver einasti þáttur lífs hans hefði verið gerður að umfjöllunarefni fjölmiðla, fólkinu í kringum hann hefðu boðist miklar fjárhæðir í skiptum fyrir frásagnir af honum og það stæði til að brjóta hann og slaufa honum. „Það er búið að hamra á mér á netinu og í fjölmiðlum og ég mun taka við meiru. Mér var sagt að þetta myndi gerast: fyrst ráðast þeir á persónu mína, síðan fjölskylduna og svo tekjurnar,“ skrifaði hann. „Mest allt sem hefur verið sagt um mig er ekki satt. Ég er með þykkan skráp og áreitið og líflátshótanirnar trufla mig ekki. Sumar lygarnar láta mig meira að segja skella upp úr. En látið konuna mína og börnin í friði.“ View this post on Instagram A post shared by Thomas Skinner (@iamtomskinner) „Thomas er ekkert nema lygari og svikari“ Konan sem Skinner hélt við tjáði sig í kjölfarið og hafði aðra sögu að segja af framhjáhaldinu en hann. Þetta hefði ekki verið tveggja vikna samband heldur hefðu þau verið kærustupar og hist reglulega yfir þriggja mánaða tímabil. „Við vorum upphaflega vinir en með smjaðri sínu og lygum fékk hann mig til að halda að við værum ástfangin og fullkomin hvort fyrir annað. Hann stóð fyrir framan spegilinn með mér og sagði: , Sjáðu til, við verðum herra og frú Skinner',“ sagði Amy-Lucy O'Rourke, sem rekur snyrtistofuna Amy Lucy's Clinic, við götublaðið The Sun. Amy Lucy rekur snyrtistofu þar sem hún býður upp á ýmsar meðferðir. „Þú segir það ekki við einhvern ef þú ert hamingjusamlega giftur. Ég varð ástfangin af honum en Thomas er ekkert nema lygari og svikari,“ sagði hún jafnframt. Þau hefðu kynnst gegnum sameiginlega vini og hann hefði byrjað að senda henni skilaboð áður en hann giftist Sinead. Sambandið hefði farið upp á næsta stig þegar hún hóf að veita honum líkamsmótandi meðferð (e. body sculpting treatment). Skinner hafi heillast af henni og byrjað að senda henni blóm og síðan boðið henni út að borða í fína kvöldverði. O'Rourke segir að Skinner hafi kynnt hana fyrir fólki sem kærustu sína og sagt við hana að hann væri búinn að binda enda á hjónabandið. Tvöfalt líf Skinner hafi molnað þegar O'Rourke sá mynd af hjónunum saman í brúðkaupi. Hún hafi þá mætt heim til hans og brotið framrúðuna á bílnum hans. Fljótlega eftir það hafi hún skorið á öll tengsl við Skinner og hætt að hafa samband við hann. Skinner hefur ekki tjáð sig um yfirlýsingar O'Rourke en næstu vikar verða erilsamar hjá viðskiptamanninum þar sem hann þarf að leggja sig allan fram í dansinum í Strictly Come Dancing. View this post on Instagram A post shared by Thomas Skinner (@iamtomskinner)
Bretland Dans Samfélagsmiðlar Ástin og lífið Donald Trump Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira