Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2025 10:02 Erling Haaland afklæddist eftir slaginn við Arsenal í gær. Getty/Marc Atkins Markið sem Erling Haaland skoraði gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær var sögulegt. Ekki gátu þó allir samglaðst þessum 25 ára Norðmanni sem birti skjáskot af morðhótun sem honum barst. Haaland kom City yfir snemma leiks í gær, í 1-1 jafnteflinu við Arsenal, og jafnaði þar með markafjölda Ole Gunnar Solskjær í ensku úrvalsdeildinni. Þeir eru nú með 91 mark hvor og ljóst að aðeins er tímaspursmál hvenær Haaland verður markahæsti Norðurlandabúinn í sögu deildarinnar. Þess má geta að Gylfi Þór Sigurðsson er í þriðja sæti á þeim lista með 67 mörk. Eftir leikinn í gær deildi Haaland hins vegar mynd með skjáskoti sem var öllu minna gleðitilefni, og skrifaði sjálfur: „Fæ líka morðhótanir núna“. Í skilaboðunum stóð: „Passaðu þig núna, félagi. Ekki voga þér að birta meira á Snapchat, annars ertu búinn að vera.“ Erling Haaland posts some death threats that he received on Snapchat. 😳 pic.twitter.com/WjnH6nuNSH— City HQ (@City_HQs) September 21, 2025 Haaland er þó vís til að láta þetta ekki stöðva sig í næstu leikjum en mörkin 91 sem hann hefur nú skorað komu í aðeins 102 deildarleikjum. Til samanburðar þá skoraði Solskjær sín mörk í 235 leikjum. „Þetta var fínt mark. Sendingin kom á fullkomnum tímapunkti frá Tijjani. Ég öskraði „bíddu, bíddu, bíddu!“ svo að ég gæti komið mér í betri stöðu og sendingin var fullkomin. Þetta var flott mark,“ sagði Haaland um markið sitt í gær, í viðtali við Viaplay. Hann á enn langt í land með að ná markahæsta manni í sögu deildarinnar, Alan Shearer, sem skoraði 260 mörk á sínum tíma. Athygli vakti að Haaland skyldi tekinn af velli korteri fyrir leikslok í gær, í stöðunni 1-0, en Pep Guardiola sagði það vera vegna mikilla bakverkja sem væru að angra Norðmanninn. Hann fengi núna smáhvíld fram að næstu leikjum. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Sjá meira
Haaland kom City yfir snemma leiks í gær, í 1-1 jafnteflinu við Arsenal, og jafnaði þar með markafjölda Ole Gunnar Solskjær í ensku úrvalsdeildinni. Þeir eru nú með 91 mark hvor og ljóst að aðeins er tímaspursmál hvenær Haaland verður markahæsti Norðurlandabúinn í sögu deildarinnar. Þess má geta að Gylfi Þór Sigurðsson er í þriðja sæti á þeim lista með 67 mörk. Eftir leikinn í gær deildi Haaland hins vegar mynd með skjáskoti sem var öllu minna gleðitilefni, og skrifaði sjálfur: „Fæ líka morðhótanir núna“. Í skilaboðunum stóð: „Passaðu þig núna, félagi. Ekki voga þér að birta meira á Snapchat, annars ertu búinn að vera.“ Erling Haaland posts some death threats that he received on Snapchat. 😳 pic.twitter.com/WjnH6nuNSH— City HQ (@City_HQs) September 21, 2025 Haaland er þó vís til að láta þetta ekki stöðva sig í næstu leikjum en mörkin 91 sem hann hefur nú skorað komu í aðeins 102 deildarleikjum. Til samanburðar þá skoraði Solskjær sín mörk í 235 leikjum. „Þetta var fínt mark. Sendingin kom á fullkomnum tímapunkti frá Tijjani. Ég öskraði „bíddu, bíddu, bíddu!“ svo að ég gæti komið mér í betri stöðu og sendingin var fullkomin. Þetta var flott mark,“ sagði Haaland um markið sitt í gær, í viðtali við Viaplay. Hann á enn langt í land með að ná markahæsta manni í sögu deildarinnar, Alan Shearer, sem skoraði 260 mörk á sínum tíma. Athygli vakti að Haaland skyldi tekinn af velli korteri fyrir leikslok í gær, í stöðunni 1-0, en Pep Guardiola sagði það vera vegna mikilla bakverkja sem væru að angra Norðmanninn. Hann fengi núna smáhvíld fram að næstu leikjum.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Sjá meira