Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2025 10:02 Erling Haaland afklæddist eftir slaginn við Arsenal í gær. Getty/Marc Atkins Markið sem Erling Haaland skoraði gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær var sögulegt. Ekki gátu þó allir samglaðst þessum 25 ára Norðmanni sem birti skjáskot af morðhótun sem honum barst. Haaland kom City yfir snemma leiks í gær, í 1-1 jafnteflinu við Arsenal, og jafnaði þar með markafjölda Ole Gunnar Solskjær í ensku úrvalsdeildinni. Þeir eru nú með 91 mark hvor og ljóst að aðeins er tímaspursmál hvenær Haaland verður markahæsti Norðurlandabúinn í sögu deildarinnar. Þess má geta að Gylfi Þór Sigurðsson er í þriðja sæti á þeim lista með 67 mörk. Eftir leikinn í gær deildi Haaland hins vegar mynd með skjáskoti sem var öllu minna gleðitilefni, og skrifaði sjálfur: „Fæ líka morðhótanir núna“. Í skilaboðunum stóð: „Passaðu þig núna, félagi. Ekki voga þér að birta meira á Snapchat, annars ertu búinn að vera.“ Erling Haaland posts some death threats that he received on Snapchat. 😳 pic.twitter.com/WjnH6nuNSH— City HQ (@City_HQs) September 21, 2025 Haaland er þó vís til að láta þetta ekki stöðva sig í næstu leikjum en mörkin 91 sem hann hefur nú skorað komu í aðeins 102 deildarleikjum. Til samanburðar þá skoraði Solskjær sín mörk í 235 leikjum. „Þetta var fínt mark. Sendingin kom á fullkomnum tímapunkti frá Tijjani. Ég öskraði „bíddu, bíddu, bíddu!“ svo að ég gæti komið mér í betri stöðu og sendingin var fullkomin. Þetta var flott mark,“ sagði Haaland um markið sitt í gær, í viðtali við Viaplay. Hann á enn langt í land með að ná markahæsta manni í sögu deildarinnar, Alan Shearer, sem skoraði 260 mörk á sínum tíma. Athygli vakti að Haaland skyldi tekinn af velli korteri fyrir leikslok í gær, í stöðunni 1-0, en Pep Guardiola sagði það vera vegna mikilla bakverkja sem væru að angra Norðmanninn. Hann fengi núna smáhvíld fram að næstu leikjum. Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Haaland kom City yfir snemma leiks í gær, í 1-1 jafnteflinu við Arsenal, og jafnaði þar með markafjölda Ole Gunnar Solskjær í ensku úrvalsdeildinni. Þeir eru nú með 91 mark hvor og ljóst að aðeins er tímaspursmál hvenær Haaland verður markahæsti Norðurlandabúinn í sögu deildarinnar. Þess má geta að Gylfi Þór Sigurðsson er í þriðja sæti á þeim lista með 67 mörk. Eftir leikinn í gær deildi Haaland hins vegar mynd með skjáskoti sem var öllu minna gleðitilefni, og skrifaði sjálfur: „Fæ líka morðhótanir núna“. Í skilaboðunum stóð: „Passaðu þig núna, félagi. Ekki voga þér að birta meira á Snapchat, annars ertu búinn að vera.“ Erling Haaland posts some death threats that he received on Snapchat. 😳 pic.twitter.com/WjnH6nuNSH— City HQ (@City_HQs) September 21, 2025 Haaland er þó vís til að láta þetta ekki stöðva sig í næstu leikjum en mörkin 91 sem hann hefur nú skorað komu í aðeins 102 deildarleikjum. Til samanburðar þá skoraði Solskjær sín mörk í 235 leikjum. „Þetta var fínt mark. Sendingin kom á fullkomnum tímapunkti frá Tijjani. Ég öskraði „bíddu, bíddu, bíddu!“ svo að ég gæti komið mér í betri stöðu og sendingin var fullkomin. Þetta var flott mark,“ sagði Haaland um markið sitt í gær, í viðtali við Viaplay. Hann á enn langt í land með að ná markahæsta manni í sögu deildarinnar, Alan Shearer, sem skoraði 260 mörk á sínum tíma. Athygli vakti að Haaland skyldi tekinn af velli korteri fyrir leikslok í gær, í stöðunni 1-0, en Pep Guardiola sagði það vera vegna mikilla bakverkja sem væru að angra Norðmanninn. Hann fengi núna smáhvíld fram að næstu leikjum.
Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira