Innlent

Sjálf­stæð Palestína, væringar í Fram­sókn og fækkun um eitt sveitar­fé­lag

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttirnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttirnar hefjast klukkan 12.

Búist er við því að nokkur fjöldi ríkja muni viðurkenna sjálfstæði Palestínu í aðdraganda allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í vikunni. Tugir Palestínumanna létust í árásum Ísraela í gær - en utanríkisráðhera Palestínu segir ekki hægt að koma á friði á svæðinu án sjálftæðis.

Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þar heyrum við einnig frá Lilju Alfreðsdóttur, varaformanni Framsóknarflokksins, sem kallar eftir breytingum í flokknum en segist ekki hafa ákveðið hvort hún ætli að sækjast eftir embætti formanns.

Skorradalshreppur og Borgarbyggð munu sameinast eftir að sameining var samþykkt í báðum sveitarfélögum, en sveitarstjóri í Skorradal segir miður að fólk utan sveitarfélaganna hafi reynt að hafa áhrif á íbúakosninguna.

Við segjum frá manni sem er nú í sínum hundruðustu leitum á Fljótshlíðarafrétti, og fagnaði því vel um helgina. Þá tökum við stöðuna í Heiðmörk þar sem nokkrir þátttakendur í Bakgarðshlaupinu hafa verið að síðan klukkan níu í gærmorgun. Þar að auki er stútfullur sportpakki fram undan, og fjallað um allt það helsta í íþróttunum heima og heiman.

Hádegisfréttir Bylgjunnar eru í beinni útsendingu á Vísi og Bylgjunni á slaginu tólf. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×