Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Lovísa Arnardóttir skrifar 21. september 2025 10:26 Guðveig segir Borgarbyggð þegar sinna allri lögbundinni þjónustu fyrir íbúa Skorradalshrepps og því breyti sameiningin ekki miklu. Aðsend og Vísir/Vilhelm Guðveig Eyglóardóttir, forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð, segir ánægjulegt að sameining Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hafi verið samþykkt með meirihluta í atkvæðagreiðslu í gær. Praktísk vinna við sameiningu hefst núna en formlega tekur sameiningin gildi eftir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Greint var frá því í gær að af þeim 501 sem greiddu atkvæði í Borgarbyggð hafi 417 greitt atkvæði með sameiningunni og 82 gegn henni. Í Skorradalshreppi greiddu 54 atkvæði, þar af 32 með henni og 22 gegn henni. Kjörsókn var aðeins um 16 prósent í Borgarbyggð en Guðveig segir það líklega tengjast því að breytingarna hafi í raun lítil áhrif á daglegt líf íbúa. „Ég held að þetta hafi verið jákvæð og farsæl niðurstaða ef litið er til framtíðar. Sveitarfélögin hafa verið í mjög góðu samstarfi síðustu tuttugu árin og Skorradalshreppur með alla samninga við Borgarbyggð þannig ég lít svo sem á að þetta hafi verið eðlilegt framhald í því sambandi,“ segir Guðveig. Hún segir Skorradalshrepp lítið sveitarfélag þar sem ekki hafi verið byggðir upp neinir innviðir. Íbúar hafi allajafna sótt alla sína þjónustu til Borgarbyggðar eins og leik- og grunnskólaþjónustu, tómstundir, sund og annað. „Þetta verður ekki flókin sameining. Það er ekki verið að fara að sameina einhverjar stofnanir eða skóla eða eitthvað slíkt. Íbúar ættu í sjálfu sér ekki að finna fyrir neinum breytingum. Þetta er mjög jákvætt og það er gott að nágrannar okkar í Skorradalshreppi eru orðnir formlega hluti af okkar sveitarfélagi,“ segir Guðveig. Fleiri skráningar til heimilis Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var fjallað um fjölgun hefði verið í skráningum til heimilis í Skorradalshreppi og að grunur væri á um að það tengdist kosningunum. Gerð var krafa til Þjóðskrár að þrettán sem nýlega skráðu sig til heimilis fengju ekki atkvæðarétt en Þjóðskrá hafnaði þeirri kröfu. Guðveig segir þetta ekki virðist hafa haft áhrif. „Varðandi kjörsóknina í Borgarbyggð, þá var hún ekki mikil, það er um 16 prósent kosningaþátttaka og ég skýri það í raun bara á því að þetta er í raun ákvörðun eða kosning sem hefur ekki bein áhrif á íbúa sveitarfélagsins. Þetta breytir engu fyrir íbúa Borgarbyggðar og það skýrir ákveðið áhugaleysi.“ Hún segir Skordælinga hingað til hafa verið samning við Borgarbyggð um alla þjónustu og hingað til hafi sveitarfélagið útvistað öllum lögbundnum verkefnum til Borgarbyggðar. „Það er engin breyting sem á sér stað.“ Hún segir praktíska vinnu við sameininguna nú hefjast og hún taki svo formlega gildi í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna næsta vor. Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Lögreglan, að beiðni Þjóðskrár, tók hús á Skorrdælingum að sögn oddvita hreppsins til að athuga hversu margir byggju þar í raun. Fólk hafi skráð lögheimili sitt í hreppnum vegna kosninga um sameiningu hans og Borgarbyggðar. 3. september 2025 21:40 „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Hvert og eitt atkvæði skiptir gríðarlegu máli í atkvæðagreiðslu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar sem hefst í næstu viku. Oddviti Skorradalshrepps segir íbúum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna. 28. ágúst 2025 12:48 Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Allir íbúar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps sem hafa náð 16 ára aldri þann 20. september munu geta greitt atkvæðu um sameiningu sveitarfélaganna í íbúakosningu sem fer fram á tímabilinu 5. til 20. september næstkomandi. Formlegar viðræður um sameiningu hófust í fyrra. 20. ágúst 2025 11:18 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Greint var frá því í gær að af þeim 501 sem greiddu atkvæði í Borgarbyggð hafi 417 greitt atkvæði með sameiningunni og 82 gegn henni. Í Skorradalshreppi greiddu 54 atkvæði, þar af 32 með henni og 22 gegn henni. Kjörsókn var aðeins um 16 prósent í Borgarbyggð en Guðveig segir það líklega tengjast því að breytingarna hafi í raun lítil áhrif á daglegt líf íbúa. „Ég held að þetta hafi verið jákvæð og farsæl niðurstaða ef litið er til framtíðar. Sveitarfélögin hafa verið í mjög góðu samstarfi síðustu tuttugu árin og Skorradalshreppur með alla samninga við Borgarbyggð þannig ég lít svo sem á að þetta hafi verið eðlilegt framhald í því sambandi,“ segir Guðveig. Hún segir Skorradalshrepp lítið sveitarfélag þar sem ekki hafi verið byggðir upp neinir innviðir. Íbúar hafi allajafna sótt alla sína þjónustu til Borgarbyggðar eins og leik- og grunnskólaþjónustu, tómstundir, sund og annað. „Þetta verður ekki flókin sameining. Það er ekki verið að fara að sameina einhverjar stofnanir eða skóla eða eitthvað slíkt. Íbúar ættu í sjálfu sér ekki að finna fyrir neinum breytingum. Þetta er mjög jákvætt og það er gott að nágrannar okkar í Skorradalshreppi eru orðnir formlega hluti af okkar sveitarfélagi,“ segir Guðveig. Fleiri skráningar til heimilis Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var fjallað um fjölgun hefði verið í skráningum til heimilis í Skorradalshreppi og að grunur væri á um að það tengdist kosningunum. Gerð var krafa til Þjóðskrár að þrettán sem nýlega skráðu sig til heimilis fengju ekki atkvæðarétt en Þjóðskrá hafnaði þeirri kröfu. Guðveig segir þetta ekki virðist hafa haft áhrif. „Varðandi kjörsóknina í Borgarbyggð, þá var hún ekki mikil, það er um 16 prósent kosningaþátttaka og ég skýri það í raun bara á því að þetta er í raun ákvörðun eða kosning sem hefur ekki bein áhrif á íbúa sveitarfélagsins. Þetta breytir engu fyrir íbúa Borgarbyggðar og það skýrir ákveðið áhugaleysi.“ Hún segir Skordælinga hingað til hafa verið samning við Borgarbyggð um alla þjónustu og hingað til hafi sveitarfélagið útvistað öllum lögbundnum verkefnum til Borgarbyggðar. „Það er engin breyting sem á sér stað.“ Hún segir praktíska vinnu við sameininguna nú hefjast og hún taki svo formlega gildi í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna næsta vor.
Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Lögreglan, að beiðni Þjóðskrár, tók hús á Skorrdælingum að sögn oddvita hreppsins til að athuga hversu margir byggju þar í raun. Fólk hafi skráð lögheimili sitt í hreppnum vegna kosninga um sameiningu hans og Borgarbyggðar. 3. september 2025 21:40 „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Hvert og eitt atkvæði skiptir gríðarlegu máli í atkvæðagreiðslu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar sem hefst í næstu viku. Oddviti Skorradalshrepps segir íbúum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna. 28. ágúst 2025 12:48 Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Allir íbúar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps sem hafa náð 16 ára aldri þann 20. september munu geta greitt atkvæðu um sameiningu sveitarfélaganna í íbúakosningu sem fer fram á tímabilinu 5. til 20. september næstkomandi. Formlegar viðræður um sameiningu hófust í fyrra. 20. ágúst 2025 11:18 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Lögreglan, að beiðni Þjóðskrár, tók hús á Skorrdælingum að sögn oddvita hreppsins til að athuga hversu margir byggju þar í raun. Fólk hafi skráð lögheimili sitt í hreppnum vegna kosninga um sameiningu hans og Borgarbyggðar. 3. september 2025 21:40
„Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Hvert og eitt atkvæði skiptir gríðarlegu máli í atkvæðagreiðslu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar sem hefst í næstu viku. Oddviti Skorradalshrepps segir íbúum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna. 28. ágúst 2025 12:48
Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Allir íbúar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps sem hafa náð 16 ára aldri þann 20. september munu geta greitt atkvæðu um sameiningu sveitarfélaganna í íbúakosningu sem fer fram á tímabilinu 5. til 20. september næstkomandi. Formlegar viðræður um sameiningu hófust í fyrra. 20. ágúst 2025 11:18