Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Lovísa Arnardóttir skrifar 21. september 2025 10:26 Guðveig segir Borgarbyggð þegar sinna allri lögbundinni þjónustu fyrir íbúa Skorradalshrepps og því breyti sameiningin ekki miklu. Aðsend og Vísir/Vilhelm Guðveig Eyglóardóttir, forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð, segir ánægjulegt að sameining Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hafi verið samþykkt með meirihluta í atkvæðagreiðslu í gær. Praktísk vinna við sameiningu hefst núna en formlega tekur sameiningin gildi eftir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Greint var frá því í gær að af þeim 501 sem greiddu atkvæði í Borgarbyggð hafi 417 greitt atkvæði með sameiningunni og 82 gegn henni. Í Skorradalshreppi greiddu 54 atkvæði, þar af 32 með henni og 22 gegn henni. Kjörsókn var aðeins um 16 prósent í Borgarbyggð en Guðveig segir það líklega tengjast því að breytingarna hafi í raun lítil áhrif á daglegt líf íbúa. „Ég held að þetta hafi verið jákvæð og farsæl niðurstaða ef litið er til framtíðar. Sveitarfélögin hafa verið í mjög góðu samstarfi síðustu tuttugu árin og Skorradalshreppur með alla samninga við Borgarbyggð þannig ég lít svo sem á að þetta hafi verið eðlilegt framhald í því sambandi,“ segir Guðveig. Hún segir Skorradalshrepp lítið sveitarfélag þar sem ekki hafi verið byggðir upp neinir innviðir. Íbúar hafi allajafna sótt alla sína þjónustu til Borgarbyggðar eins og leik- og grunnskólaþjónustu, tómstundir, sund og annað. „Þetta verður ekki flókin sameining. Það er ekki verið að fara að sameina einhverjar stofnanir eða skóla eða eitthvað slíkt. Íbúar ættu í sjálfu sér ekki að finna fyrir neinum breytingum. Þetta er mjög jákvætt og það er gott að nágrannar okkar í Skorradalshreppi eru orðnir formlega hluti af okkar sveitarfélagi,“ segir Guðveig. Fleiri skráningar til heimilis Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var fjallað um fjölgun hefði verið í skráningum til heimilis í Skorradalshreppi og að grunur væri á um að það tengdist kosningunum. Gerð var krafa til Þjóðskrár að þrettán sem nýlega skráðu sig til heimilis fengju ekki atkvæðarétt en Þjóðskrá hafnaði þeirri kröfu. Guðveig segir þetta ekki virðist hafa haft áhrif. „Varðandi kjörsóknina í Borgarbyggð, þá var hún ekki mikil, það er um 16 prósent kosningaþátttaka og ég skýri það í raun bara á því að þetta er í raun ákvörðun eða kosning sem hefur ekki bein áhrif á íbúa sveitarfélagsins. Þetta breytir engu fyrir íbúa Borgarbyggðar og það skýrir ákveðið áhugaleysi.“ Hún segir Skordælinga hingað til hafa verið samning við Borgarbyggð um alla þjónustu og hingað til hafi sveitarfélagið útvistað öllum lögbundnum verkefnum til Borgarbyggðar. „Það er engin breyting sem á sér stað.“ Hún segir praktíska vinnu við sameininguna nú hefjast og hún taki svo formlega gildi í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna næsta vor. Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Lögreglan, að beiðni Þjóðskrár, tók hús á Skorrdælingum að sögn oddvita hreppsins til að athuga hversu margir byggju þar í raun. Fólk hafi skráð lögheimili sitt í hreppnum vegna kosninga um sameiningu hans og Borgarbyggðar. 3. september 2025 21:40 „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Hvert og eitt atkvæði skiptir gríðarlegu máli í atkvæðagreiðslu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar sem hefst í næstu viku. Oddviti Skorradalshrepps segir íbúum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna. 28. ágúst 2025 12:48 Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Allir íbúar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps sem hafa náð 16 ára aldri þann 20. september munu geta greitt atkvæðu um sameiningu sveitarfélaganna í íbúakosningu sem fer fram á tímabilinu 5. til 20. september næstkomandi. Formlegar viðræður um sameiningu hófust í fyrra. 20. ágúst 2025 11:18 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Greint var frá því í gær að af þeim 501 sem greiddu atkvæði í Borgarbyggð hafi 417 greitt atkvæði með sameiningunni og 82 gegn henni. Í Skorradalshreppi greiddu 54 atkvæði, þar af 32 með henni og 22 gegn henni. Kjörsókn var aðeins um 16 prósent í Borgarbyggð en Guðveig segir það líklega tengjast því að breytingarna hafi í raun lítil áhrif á daglegt líf íbúa. „Ég held að þetta hafi verið jákvæð og farsæl niðurstaða ef litið er til framtíðar. Sveitarfélögin hafa verið í mjög góðu samstarfi síðustu tuttugu árin og Skorradalshreppur með alla samninga við Borgarbyggð þannig ég lít svo sem á að þetta hafi verið eðlilegt framhald í því sambandi,“ segir Guðveig. Hún segir Skorradalshrepp lítið sveitarfélag þar sem ekki hafi verið byggðir upp neinir innviðir. Íbúar hafi allajafna sótt alla sína þjónustu til Borgarbyggðar eins og leik- og grunnskólaþjónustu, tómstundir, sund og annað. „Þetta verður ekki flókin sameining. Það er ekki verið að fara að sameina einhverjar stofnanir eða skóla eða eitthvað slíkt. Íbúar ættu í sjálfu sér ekki að finna fyrir neinum breytingum. Þetta er mjög jákvætt og það er gott að nágrannar okkar í Skorradalshreppi eru orðnir formlega hluti af okkar sveitarfélagi,“ segir Guðveig. Fleiri skráningar til heimilis Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var fjallað um fjölgun hefði verið í skráningum til heimilis í Skorradalshreppi og að grunur væri á um að það tengdist kosningunum. Gerð var krafa til Þjóðskrár að þrettán sem nýlega skráðu sig til heimilis fengju ekki atkvæðarétt en Þjóðskrá hafnaði þeirri kröfu. Guðveig segir þetta ekki virðist hafa haft áhrif. „Varðandi kjörsóknina í Borgarbyggð, þá var hún ekki mikil, það er um 16 prósent kosningaþátttaka og ég skýri það í raun bara á því að þetta er í raun ákvörðun eða kosning sem hefur ekki bein áhrif á íbúa sveitarfélagsins. Þetta breytir engu fyrir íbúa Borgarbyggðar og það skýrir ákveðið áhugaleysi.“ Hún segir Skordælinga hingað til hafa verið samning við Borgarbyggð um alla þjónustu og hingað til hafi sveitarfélagið útvistað öllum lögbundnum verkefnum til Borgarbyggðar. „Það er engin breyting sem á sér stað.“ Hún segir praktíska vinnu við sameininguna nú hefjast og hún taki svo formlega gildi í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna næsta vor.
Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Lögreglan, að beiðni Þjóðskrár, tók hús á Skorrdælingum að sögn oddvita hreppsins til að athuga hversu margir byggju þar í raun. Fólk hafi skráð lögheimili sitt í hreppnum vegna kosninga um sameiningu hans og Borgarbyggðar. 3. september 2025 21:40 „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Hvert og eitt atkvæði skiptir gríðarlegu máli í atkvæðagreiðslu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar sem hefst í næstu viku. Oddviti Skorradalshrepps segir íbúum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna. 28. ágúst 2025 12:48 Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Allir íbúar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps sem hafa náð 16 ára aldri þann 20. september munu geta greitt atkvæðu um sameiningu sveitarfélaganna í íbúakosningu sem fer fram á tímabilinu 5. til 20. september næstkomandi. Formlegar viðræður um sameiningu hófust í fyrra. 20. ágúst 2025 11:18 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Lögreglan, að beiðni Þjóðskrár, tók hús á Skorrdælingum að sögn oddvita hreppsins til að athuga hversu margir byggju þar í raun. Fólk hafi skráð lögheimili sitt í hreppnum vegna kosninga um sameiningu hans og Borgarbyggðar. 3. september 2025 21:40
„Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Hvert og eitt atkvæði skiptir gríðarlegu máli í atkvæðagreiðslu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar sem hefst í næstu viku. Oddviti Skorradalshrepps segir íbúum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna. 28. ágúst 2025 12:48
Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Allir íbúar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps sem hafa náð 16 ára aldri þann 20. september munu geta greitt atkvæðu um sameiningu sveitarfélaganna í íbúakosningu sem fer fram á tímabilinu 5. til 20. september næstkomandi. Formlegar viðræður um sameiningu hófust í fyrra. 20. ágúst 2025 11:18
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?