Trump og Selenskí funda á ný Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. september 2025 13:16 Þetta yrði þriðji fundur forsetanna sem hittust síðan þann 18. ágúst. EPA Forseti Úkraínu og forseti Bandaríkjanna koma til með að funda á ný í næstu viku á þingi Sameinuðu þjóðanna. Úkraínuforseti segist ætla ræða viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart Rússum. Þetta verður þriðji fundur forsetanna tveggja frá því að kjörtímabil Donalds Trump Bandaríkjaforseta hófst í janúar. Fundurinn mun eiga sér stað á þingi Sameinuðu þjóðanna í New York í næstu viku. Á fundi með blaðamönnum sagðist Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti ætla að hvetja Trump til að beita Rússa viðskiptaþvingunum. Hann sagðist þá búast við að Rússar yrðu beittir frekari viðskiptaþvingunum skyldi Vladimír Pútín Rússlandsforseti halda áfram að neita beiðni Selenskí um fund, augnliti til augnlitis, þar sem hægt væri að ræða vopnahlé. Í umfjöllun The Guardian kemur fram að Trump hefur ítrekað hótað því að beita Rússum viðskiptaþvingunum, en aldrei staðið við hótanirnar eða sett einhvers konar skilmála fyrir þeim. Í síðustu viku sagði Bandaríkjaforsetinn að hann myndi beita þvingununum ef að öll aðildarríki í Atlantshafsbandalaginu myndu hætta að kaupa olíu af Rússum og myndu setja tolla á innfluttar vörur frá Kína. Einu löndin í Evrópu sem enn kaupa olíu af Rússum eru Ungverjaland og Slóvakía. „Trump forseti býst við sterkum viðbrögðum frá Evrópu. Ég held að við séum að eyða miklum tíma ef viðskiptaþvinganir verða svo eki settar á eða engin skref verða tekin,“ segir Selenskí. Selenskí vill einnig ræða við Trump um hvaða öryggisráðstafanir Bandaríkjamenn geti veitt þeim í friðarviðræðum. Olena Selenskí, eiginkona Úkraínuforsetans, verður „líklegast“ með honum í för og kemur til með að funda með Melania Trump, eiginkonu Bandaríkjaforseta. Þeirra fundur mun snúast um hvernig sækja eigi úkraínsku börnin sem að Rússar hafa rænt. Úkraína Rússland Bandaríkin Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Þetta verður þriðji fundur forsetanna tveggja frá því að kjörtímabil Donalds Trump Bandaríkjaforseta hófst í janúar. Fundurinn mun eiga sér stað á þingi Sameinuðu þjóðanna í New York í næstu viku. Á fundi með blaðamönnum sagðist Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti ætla að hvetja Trump til að beita Rússa viðskiptaþvingunum. Hann sagðist þá búast við að Rússar yrðu beittir frekari viðskiptaþvingunum skyldi Vladimír Pútín Rússlandsforseti halda áfram að neita beiðni Selenskí um fund, augnliti til augnlitis, þar sem hægt væri að ræða vopnahlé. Í umfjöllun The Guardian kemur fram að Trump hefur ítrekað hótað því að beita Rússum viðskiptaþvingunum, en aldrei staðið við hótanirnar eða sett einhvers konar skilmála fyrir þeim. Í síðustu viku sagði Bandaríkjaforsetinn að hann myndi beita þvingununum ef að öll aðildarríki í Atlantshafsbandalaginu myndu hætta að kaupa olíu af Rússum og myndu setja tolla á innfluttar vörur frá Kína. Einu löndin í Evrópu sem enn kaupa olíu af Rússum eru Ungverjaland og Slóvakía. „Trump forseti býst við sterkum viðbrögðum frá Evrópu. Ég held að við séum að eyða miklum tíma ef viðskiptaþvinganir verða svo eki settar á eða engin skref verða tekin,“ segir Selenskí. Selenskí vill einnig ræða við Trump um hvaða öryggisráðstafanir Bandaríkjamenn geti veitt þeim í friðarviðræðum. Olena Selenskí, eiginkona Úkraínuforsetans, verður „líklegast“ með honum í för og kemur til með að funda með Melania Trump, eiginkonu Bandaríkjaforseta. Þeirra fundur mun snúast um hvernig sækja eigi úkraínsku börnin sem að Rússar hafa rænt.
Úkraína Rússland Bandaríkin Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira