Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. september 2025 13:14 Mette-Marit krónprinsessa og dóttir hennar Ingrid Alexandra. EPA Norska krónprinsessan Mette-Marit er á leið í veikindaleyfi vegna lungnasjúkdóms og ætlar hún að leita sér meðferðar. Tilkynningin kemur í kjölfar ákæru á hendur syni hennar sem grunaður er um að hafa brotið á fjórum konum. Mette-Marit er eiginkona Hákons krónprins, sonar norsku konungshjónanna. Fyrir hálfu ári síðan var greint frá að Mette-Marit væri með lungnasjúkdóm sem kallast lungnatrefjun. Í októbermánuði hyggst hún taka sér frí frá opinberum skyldum sínum og leita sér meðferðar en í henni felst fræðsla um sjúkdóminn og einstaklingsbundin ráðgjöf. „Krónprinsessan finnur fyrir einkennum daglega og hindrar það hana í að taka þátt í daglegum skyldum hennar. Krónprinsessan þarfnast hvíldar,“ segir í tilkynningu frá norsku konungsfjölskyldunni en NRK greinir frá. Þetta þýði einnig að fleiri breytingar geti orðið á dagatali Mette-Marit, oft með stuttum fyrirvara. Samkvæmt fræðsluefni Landspítalans er lungnatrefjun sjúkdómur þar sem trefjaríkur bandvefur myndast í lungunum. Það gerir sjúklingnum erfitt fyrir að anda og loftskipti í lungunum skerðast. Ekki er til lækning við sjúkdómnum en ýmislegt er hægt að gera til að bæta líðan og lífsgæði sjúklinga. Ákærður í 32 ákæruliðum Maríus Borg Høiby, sonur Mette-Marit úr fyrra sambandi, hefur einnig verið mikið í sviðsljósinu undanfarið en hann hefur verið ákærður í 32 ákæruliðum, þar af fyrir fjórar nauðganir gegn konum. Þá er hann einnig ákærður fyrir ofbeldisbrot gegn fyrrverandi kærustu. Marius neitar sök í öllum helstu ákæruliðum. Mál hans fer fyrir dóm um miðjan janúar og gert er ráð fyrir að málsmeðferðin muni taka um sex vikur. Noregur Kóngafólk Haraldur V Noregskonungur Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Mette-Marit er eiginkona Hákons krónprins, sonar norsku konungshjónanna. Fyrir hálfu ári síðan var greint frá að Mette-Marit væri með lungnasjúkdóm sem kallast lungnatrefjun. Í októbermánuði hyggst hún taka sér frí frá opinberum skyldum sínum og leita sér meðferðar en í henni felst fræðsla um sjúkdóminn og einstaklingsbundin ráðgjöf. „Krónprinsessan finnur fyrir einkennum daglega og hindrar það hana í að taka þátt í daglegum skyldum hennar. Krónprinsessan þarfnast hvíldar,“ segir í tilkynningu frá norsku konungsfjölskyldunni en NRK greinir frá. Þetta þýði einnig að fleiri breytingar geti orðið á dagatali Mette-Marit, oft með stuttum fyrirvara. Samkvæmt fræðsluefni Landspítalans er lungnatrefjun sjúkdómur þar sem trefjaríkur bandvefur myndast í lungunum. Það gerir sjúklingnum erfitt fyrir að anda og loftskipti í lungunum skerðast. Ekki er til lækning við sjúkdómnum en ýmislegt er hægt að gera til að bæta líðan og lífsgæði sjúklinga. Ákærður í 32 ákæruliðum Maríus Borg Høiby, sonur Mette-Marit úr fyrra sambandi, hefur einnig verið mikið í sviðsljósinu undanfarið en hann hefur verið ákærður í 32 ákæruliðum, þar af fyrir fjórar nauðganir gegn konum. Þá er hann einnig ákærður fyrir ofbeldisbrot gegn fyrrverandi kærustu. Marius neitar sök í öllum helstu ákæruliðum. Mál hans fer fyrir dóm um miðjan janúar og gert er ráð fyrir að málsmeðferðin muni taka um sex vikur.
Noregur Kóngafólk Haraldur V Noregskonungur Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira