Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2025 12:00 Brak úr farþegaþotu Malaysia Airlines eftir að hún var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. Rússar vilja nú að sami dómstóll og þeir komu í veg fyrir að fjallaði um málið á sínum tíma hnekki ákvörðun Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um að þeir beri ábyrgð á örlögum 298 farþega og áhafnar. Vísir/AFP Stjórnvöld í Kreml hafa vísað ákvörðun Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um að þau bæru ábyrgð á því að farþegaþota Malaysia Airlines var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 til Alþjóðasakamáladómstólsins. Rússar hafa alla tíð neitað að axla ábyrgð á því að hátt í þrjú hundruð manns týndu lífi. Ákvörðun Alþjóðaflugmálastofnunarinnar í maí um að Rússa bæru ábyrgð á örlögum flugs MH17 var sú fyrsta þar sem stofnunin tók afstöðu til deilu á milli aðildarríkja hennar. Hollensk og áströlsk stjórnvöld kröfðust ákvörðunarinnar en flestir farþega vélarinnar voru þaðan. Rússneska utanríkisráðuneytið sagðist hafa áfrýjað ákvörðuninni á „öllum forsendum“. Á meðal þeirra var að stofnunin hefði ekki haft umboð til að taka ákvörðunina en einnig um efnisleg atriði. Stofnunin hefði ekki látið rannsaka atvikið ítarlega heldur reitt sig á niðurstöður hollenskra rannsakenda. Hollenskur dómstóll dæmdi tvo Rússa og einn úkraínskan aðskilnaðarsinna seka um að hafa skotið flugvélina niður árið 2022. Upphaflega fóru Hollendingar og Ástralar fram á að Alþjóðasakamáladómstóllinn tæki málið fyrir en Rússar beittu neitunarvaldi til að koma í veg fyrir það. Niðurstaða hollensku rannsóknarinnar var að flugvélin, með 298 manns um borð, hefði verið skotin niður með Buk-flugskeyti sem Rússar létu rússneska aðskilnaðarsinna fá. Rússar hafa alla tíð þrætt fyrir að þeir hafi átt nokkurn þátt í harmleiknum. Rannsakendurnir sögðu að rússnesk stjórnvöld hefðu ítrekað sent þeim fölsuð gögn eftir að vélin var skotin niður. MH17 Rússland Holland Ástralía Sameinuðu þjóðirnar Fréttir af flugi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
Ákvörðun Alþjóðaflugmálastofnunarinnar í maí um að Rússa bæru ábyrgð á örlögum flugs MH17 var sú fyrsta þar sem stofnunin tók afstöðu til deilu á milli aðildarríkja hennar. Hollensk og áströlsk stjórnvöld kröfðust ákvörðunarinnar en flestir farþega vélarinnar voru þaðan. Rússneska utanríkisráðuneytið sagðist hafa áfrýjað ákvörðuninni á „öllum forsendum“. Á meðal þeirra var að stofnunin hefði ekki haft umboð til að taka ákvörðunina en einnig um efnisleg atriði. Stofnunin hefði ekki látið rannsaka atvikið ítarlega heldur reitt sig á niðurstöður hollenskra rannsakenda. Hollenskur dómstóll dæmdi tvo Rússa og einn úkraínskan aðskilnaðarsinna seka um að hafa skotið flugvélina niður árið 2022. Upphaflega fóru Hollendingar og Ástralar fram á að Alþjóðasakamáladómstóllinn tæki málið fyrir en Rússar beittu neitunarvaldi til að koma í veg fyrir það. Niðurstaða hollensku rannsóknarinnar var að flugvélin, með 298 manns um borð, hefði verið skotin niður með Buk-flugskeyti sem Rússar létu rússneska aðskilnaðarsinna fá. Rússar hafa alla tíð þrætt fyrir að þeir hafi átt nokkurn þátt í harmleiknum. Rannsakendurnir sögðu að rússnesk stjórnvöld hefðu ítrekað sent þeim fölsuð gögn eftir að vélin var skotin niður.
MH17 Rússland Holland Ástralía Sameinuðu þjóðirnar Fréttir af flugi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira