Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar 19. september 2025 11:32 Flest öll viljum við að húsunum okkar, bílum og öðrum eignum sé vel við haldið og þau séu örugg og í góðu ásigkomulagi. Ætti þetta ekki að vera eins með mannvirki eins og vegakerfið okkar? Ættum við ekki að hafa metnað til að hafa vegina okkar góða og örugga? Vegurinn yfir Öxi hefur verið með allra versta móti það sem af er ári. Svo virðist sem metnaður Vegagerðar og samgönguyfirvalda sé enginn þegar kemur að viðhaldi á þessum fjölfarna vegi. Þessi 18 km vegarspotti fær ekki það viðhald sem hann þarf, til að halda honum góðum miðað við þá umferð sem orðin er, en nú í september þurfti að loka Axarvegi tímabundið af því að vegurinn var svo slæmur, holurnar svo djúpar og svo margar. Um leið og umferð var hleypt á aftur varð umferðin um Öxi aftur orðin meiri en um þjóðveg 1. Sumarumferð á Öxi hefur aldrei verið meiri en í ár en 19 daga í ágústmánuði var umferðin meiri á Öxi heldur en um þjóðveg 1, þrátt fyrir að vegurinn hafi verið afar slæmur vegna skorts á viðhaldi stóran hluta af júlí. Samkvæmt teljara Vegagerðarinnar var umferðin yfir Öxi í ágúst 711 bílar á dag samanborið við 693 um þjóðveg 1. Það liggur því ljóst fyrir hvaða leið vegarendur kjósa. Ástæðan er einföld. Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km og þar að auki er leiðin afskaplega falleg og útsýnið einstakt. Svo er það auðvitað orkusparandi að geta valið um styttri leiðina. Í samantekt Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi sem stofnunin gefur út árlega kemur fram að vegurinn yfir Öxi er sá vegur þar sem flest slys verða miðað við umferð á vegum í dreifbýli samkvæmt tölfræði frá Samgöngustofu og hefur vegurinn haft þennan vafasama heiður undanfarin ár. Þörfin fyrir góðan og öruggan veg yfir Öxi er svo sannarlega til staðar, vilji íbúanna er skýr, árið er 2025 og við eigum að geta gert betur. Heimastjórn Djúpavogs bókaði eftirfarandi um Axarveg á fundi þann 4. september s.l.: „Heimastjórn vill árétta fyrri bókanir um miklvægi Axarvegar og að það sé nauðsynlegt að ráðist verði í framkvæmdir á heilsársvegi nú þegar. Umferð úm Axarveg frá áramótum til ágústloka er nálgt 80 þúsund bílum þrátt fyrir að lítil sem engin vetrarþjónusta hafi verið á tímabilinu janúar til apríl. umferðarþynsti dagurinn taldi 880 bíla. Meðalumferð frá 1. júní til 24. ágúst var 623 bílar. Aukning á umferð um Öxi á tveimur árum er yfir 35% Marga daga er umferð um Öxi meiri en um þjóðveg 1 við Streitishvarf. Heimastjórn sýnist það einsýnt að öllu lengur sé ekki hægt að bíða eftir framkvæmdum vegna síaukinnar umferðar og það sé ljóst að mjór og illa viðhaldinn malarvegur dugi ekki til að anna þessari umferð. Einnig vill heimastjórn árétta að viðhald sé í lágmarki og því vegurinn oft á köflum holóttur og erfiður yfirferðar, en þrátt fyrir það þá sé hann að verða umferðaþyngsti vegurinn milli Djúpavogs og miðausturlands og það kalli á tafarlausr úrbætur.“ Þegar sveitarfélögin Djúpivogur, Egilsstaðir, Seyðisfjörður og Borgarfjörður voru sameinuð í Múlaþing var ein af forsendum sameiningarinnar bættar samgöngur og þar var Axarvegur á settur á oddinn. Síðan hefur allt verið í frosti, varla voru þetta fögur loforð sem ekkert var á bak við? Að lokum vil ég segja þetta við samgönguyfirvöld: Hlustið á íbúana, hættið að draga lappirnar, brettið upp ermarnar og sýnið íbúunum þá virðingu að bjóða þeim upp á örugga og góða vegi. Hönnun nýs vegar yfir Öxi er tilbúin, það eina sem vantar er vilji og metnaður. Höfundur er öryggis og fræðslustjóri hjá Kaldvík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Vegagerð Samgöngur Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Flest öll viljum við að húsunum okkar, bílum og öðrum eignum sé vel við haldið og þau séu örugg og í góðu ásigkomulagi. Ætti þetta ekki að vera eins með mannvirki eins og vegakerfið okkar? Ættum við ekki að hafa metnað til að hafa vegina okkar góða og örugga? Vegurinn yfir Öxi hefur verið með allra versta móti það sem af er ári. Svo virðist sem metnaður Vegagerðar og samgönguyfirvalda sé enginn þegar kemur að viðhaldi á þessum fjölfarna vegi. Þessi 18 km vegarspotti fær ekki það viðhald sem hann þarf, til að halda honum góðum miðað við þá umferð sem orðin er, en nú í september þurfti að loka Axarvegi tímabundið af því að vegurinn var svo slæmur, holurnar svo djúpar og svo margar. Um leið og umferð var hleypt á aftur varð umferðin um Öxi aftur orðin meiri en um þjóðveg 1. Sumarumferð á Öxi hefur aldrei verið meiri en í ár en 19 daga í ágústmánuði var umferðin meiri á Öxi heldur en um þjóðveg 1, þrátt fyrir að vegurinn hafi verið afar slæmur vegna skorts á viðhaldi stóran hluta af júlí. Samkvæmt teljara Vegagerðarinnar var umferðin yfir Öxi í ágúst 711 bílar á dag samanborið við 693 um þjóðveg 1. Það liggur því ljóst fyrir hvaða leið vegarendur kjósa. Ástæðan er einföld. Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km og þar að auki er leiðin afskaplega falleg og útsýnið einstakt. Svo er það auðvitað orkusparandi að geta valið um styttri leiðina. Í samantekt Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi sem stofnunin gefur út árlega kemur fram að vegurinn yfir Öxi er sá vegur þar sem flest slys verða miðað við umferð á vegum í dreifbýli samkvæmt tölfræði frá Samgöngustofu og hefur vegurinn haft þennan vafasama heiður undanfarin ár. Þörfin fyrir góðan og öruggan veg yfir Öxi er svo sannarlega til staðar, vilji íbúanna er skýr, árið er 2025 og við eigum að geta gert betur. Heimastjórn Djúpavogs bókaði eftirfarandi um Axarveg á fundi þann 4. september s.l.: „Heimastjórn vill árétta fyrri bókanir um miklvægi Axarvegar og að það sé nauðsynlegt að ráðist verði í framkvæmdir á heilsársvegi nú þegar. Umferð úm Axarveg frá áramótum til ágústloka er nálgt 80 þúsund bílum þrátt fyrir að lítil sem engin vetrarþjónusta hafi verið á tímabilinu janúar til apríl. umferðarþynsti dagurinn taldi 880 bíla. Meðalumferð frá 1. júní til 24. ágúst var 623 bílar. Aukning á umferð um Öxi á tveimur árum er yfir 35% Marga daga er umferð um Öxi meiri en um þjóðveg 1 við Streitishvarf. Heimastjórn sýnist það einsýnt að öllu lengur sé ekki hægt að bíða eftir framkvæmdum vegna síaukinnar umferðar og það sé ljóst að mjór og illa viðhaldinn malarvegur dugi ekki til að anna þessari umferð. Einnig vill heimastjórn árétta að viðhald sé í lágmarki og því vegurinn oft á köflum holóttur og erfiður yfirferðar, en þrátt fyrir það þá sé hann að verða umferðaþyngsti vegurinn milli Djúpavogs og miðausturlands og það kalli á tafarlausr úrbætur.“ Þegar sveitarfélögin Djúpivogur, Egilsstaðir, Seyðisfjörður og Borgarfjörður voru sameinuð í Múlaþing var ein af forsendum sameiningarinnar bættar samgöngur og þar var Axarvegur á settur á oddinn. Síðan hefur allt verið í frosti, varla voru þetta fögur loforð sem ekkert var á bak við? Að lokum vil ég segja þetta við samgönguyfirvöld: Hlustið á íbúana, hættið að draga lappirnar, brettið upp ermarnar og sýnið íbúunum þá virðingu að bjóða þeim upp á örugga og góða vegi. Hönnun nýs vegar yfir Öxi er tilbúin, það eina sem vantar er vilji og metnaður. Höfundur er öryggis og fræðslustjóri hjá Kaldvík.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar