Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar 19. september 2025 08:30 Í vikunni komu foreldrar mínir í heimsókn til Íslands. Þegar ég hitti móður mína í sundlauginni einn morguninn, hafði hún verið að fylgjast með hópi barna í skólasundi. „Þau töluðu öll saman á ensku, með svo sterkum bandarískum hreim!“ sagði hún mér hissa. „Kennararnir töluðu við þau á íslensku, en þau virtust greinilega helst vilja tala saman á ensku“. Þó móðir mín, sem er í heimsókn frá Skotlandi, hafi verið hissa yfir þessu, er ég viss um að fæstir íbúar landsins yrðu það. Gildar áhyggjur af stöðu íslenskrar tungu hafa komið fram frá fólki úr öllu litrófi stjórnmálanna. Þær hafa hins vegar nýlega verið teknar upp sem skálkaskjól hægri öfga, sem tvinna þeim saman við augljósan ásetning um útlendingaandúð og rasisma. Á undanförnum mánuðum hafa aðilar undir áhrifum hægri-öfga stefnu safnast saman í sífellt háværari hópa sem vekja athygli á sér með þrammi og mótmælum þar sem þeir lýsa yfir áhyggjum af því að íslensk menning eigi undir högg að sækja vegna innflytjenda. Það kemur varla á óvart, í ljósi hugmyndafræði þeirra, að þeir virðast hafa mestar áhyggjur af innflutningi fólks sem ekki er hvítt, sem afhjúpar raunverulegu rasísku áherslur þeir. Þeir tönglast á leigubílstjórum og öðrum heiðvirðum þegnum þjóðfélagsins sem hafa gert sér heimili á Íslandi. Á meðan ég hafna alfarið forsendum hægra-öfganna, vil ég mæta þeim á grundvelli sem ég get fallist á: Að íslensk menning sé einstök, fögur, áhugaverð og þess virði að styðja við og vernda. Sé þetta eitthvað sem við getum sammælst um, vakna nokkrar mikilvægar spurningar. Hversu margir Íslendingar geta farið með hefðbundinn kveðskap eða spilað á langspil? Hvar er stuðningurinn við þjóðdansafélögin, eða tækifæri fyrir börn til að stíga glímu? Tungumálið hefur mikið vægi fyrir menningu, þjóðerni og sjálfsmynd, um þetta er ekki deilt. Sem nýbúi á Íslandi hef ég dáðst að orðum eins og „gluggaveður“ og „trúnó“, sem fanga svo nákvæmlega upplifanir sem eru bundnar samfélagi og umhverfi íslensks veruleika. En viljum við vernda tungumálið, verðum við að búa því jarðveg sem kallar eftir því. Við þurfum að gera menningararfinn sem íslenskt mál sprettur upp úr aðgengilegan, en ekki trénaðan og gamaldags. Ekki bara fyrir nýja íslendinga úr ýmsum áttum og málsvæðum, heldur líka fyrir börnin í skólasundi. Youtube og Roblox eru góðra gjalda verð, en ef samskipti og afþreying unga fólksins sprettur allt úr menningarlegum jarðvegi sem er á forræði enskunnar, hvernig getum við vænst þess að þau séu spennt fyrir að tala saman á íslensku? Sem sérfræðingur á sviði hefðbundinnar tónlistar og menningar á ég erfitt með að skilja hvers vegna Ísland gerir ekki meira til að hlúa að sinni einstöku listrænu arfleifð. Sem tíður gestur hjá hópum eins og Kvæðamannafélaginu Iðunni verður hár meðalaldur þeirra mér umhugsunarefni. Ef samfélagið áttar sig ekki skjótt á verðmætinu í þeim óáþreyfanlega menningararfi sem þessir einstaklingar halda á lofti, mun hann fljótt glatast sem lifandi hefð. Og glatist hann, fer ákveðinn fjársjóður tungumálsins og samhengis þess með honum. Jafnvel sem byrjandi í íslensku get ég áttað mig á fegurðinni og fjölbreytileikanum í tungutakinu sem er notað í hefðbundnum kvæðum, rímum og tvísöng, og áttað mig á því að mikið af þeim orðaforða hefur löngu glatast úr daglegu máli. Til allrar hamingju erum við til sem ætlum okkur ekki að sitja með hendur í skauti gagnvart þessari dapurlegu þróun. Í fyrra var Vökufélaginu komið á fót, til að styðja við og búa til vettang fyrir hefðbundna íslenska þjóðlist. VAKA-hátíðin er kjölfestan í okkar starfsemi og er í gangi þessa viku, en hún býður hverjum sem er: Innfæddum, innflytjendum, ferðamönnum og gestum hvaðanæva frá að taka þátt í og læra um þjóðmenningu, frá Íslandi og víðar. Félagið er stofnað til að vera vettvangur könnunar og samskipta. Helmingur stjórnarmeðlima eru frá Íslandi og hinn fólk sem hefur sest hér að. Markmið okkar er það sama, burt séð frá bakgrunni: Að gera hefðbundna þjóðmenningu á Íslandi aðgengilega, sýnilega og fyrst og fremst skemmtilega, fyrir alla sem vilja vera með. Við deilum öllum upplýsingum á íslensku, en líka á ensku, svo þeir sem eru að læra málið geti verið með. Viðburðirnir í ár spanna allt frá tónleikum til vinnustofa, málstofa, samspils og útgáfu bókar með nýlega upprituðum íslenskum danslögum. Innflytjendur hafa verið hluti af íslenskri menningu frá upphafi, enda er þjóðin í grunninn sambræðingur af harðgerðum hópi af norrænum og keltneskum uppruna. Hópar nýrra einstaklinga sem reka á fjörur landsins frá einni kynslóð til annarar leggja allir eitthvað til málanna í samtalinu um hver við séum, og hvernig við segjum okkar upprunasögu. Að laga okkur að nýjum hugmyndum og birtingarmyndum menningar er ferli sem líkur aldrei. Svo tekið sé dæmi frá mínu heimalandi, sekkjapípurnar - þetta helsta tákn skoskrar menningar. Nema bara það, að þær eru upprunalega frá Tyrklandi. Mikilvægi þess að halda hefðum við liggur ekki bara í óumbreytanlegu sagnfræðilegu gildi þeirra - til þess eru til söfnin. Til að hefðbundnar listir fái þrifist sem lifandi arfleifð verða þær að ná almennri útbreiðslu og vera tekið fagnandi af þjóðinni eins og hún er samsett. Þegar öllu er á botni hvolft skiljum við félagar mínir í Vökufélaginu það sem öfga-hægrið gerir ekki - að íslensk tunga er hluti af menningunni sem við tökum saman þátt í, þvert á uppruna og ásýnd. Það hvort hún lifi af snýst um hvort að menningunni sé lyftur skjöldur fjölbreytileika til að þroskast og dafna. Höfundur er stjórnarmaður Vökufélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Í vikunni komu foreldrar mínir í heimsókn til Íslands. Þegar ég hitti móður mína í sundlauginni einn morguninn, hafði hún verið að fylgjast með hópi barna í skólasundi. „Þau töluðu öll saman á ensku, með svo sterkum bandarískum hreim!“ sagði hún mér hissa. „Kennararnir töluðu við þau á íslensku, en þau virtust greinilega helst vilja tala saman á ensku“. Þó móðir mín, sem er í heimsókn frá Skotlandi, hafi verið hissa yfir þessu, er ég viss um að fæstir íbúar landsins yrðu það. Gildar áhyggjur af stöðu íslenskrar tungu hafa komið fram frá fólki úr öllu litrófi stjórnmálanna. Þær hafa hins vegar nýlega verið teknar upp sem skálkaskjól hægri öfga, sem tvinna þeim saman við augljósan ásetning um útlendingaandúð og rasisma. Á undanförnum mánuðum hafa aðilar undir áhrifum hægri-öfga stefnu safnast saman í sífellt háværari hópa sem vekja athygli á sér með þrammi og mótmælum þar sem þeir lýsa yfir áhyggjum af því að íslensk menning eigi undir högg að sækja vegna innflytjenda. Það kemur varla á óvart, í ljósi hugmyndafræði þeirra, að þeir virðast hafa mestar áhyggjur af innflutningi fólks sem ekki er hvítt, sem afhjúpar raunverulegu rasísku áherslur þeir. Þeir tönglast á leigubílstjórum og öðrum heiðvirðum þegnum þjóðfélagsins sem hafa gert sér heimili á Íslandi. Á meðan ég hafna alfarið forsendum hægra-öfganna, vil ég mæta þeim á grundvelli sem ég get fallist á: Að íslensk menning sé einstök, fögur, áhugaverð og þess virði að styðja við og vernda. Sé þetta eitthvað sem við getum sammælst um, vakna nokkrar mikilvægar spurningar. Hversu margir Íslendingar geta farið með hefðbundinn kveðskap eða spilað á langspil? Hvar er stuðningurinn við þjóðdansafélögin, eða tækifæri fyrir börn til að stíga glímu? Tungumálið hefur mikið vægi fyrir menningu, þjóðerni og sjálfsmynd, um þetta er ekki deilt. Sem nýbúi á Íslandi hef ég dáðst að orðum eins og „gluggaveður“ og „trúnó“, sem fanga svo nákvæmlega upplifanir sem eru bundnar samfélagi og umhverfi íslensks veruleika. En viljum við vernda tungumálið, verðum við að búa því jarðveg sem kallar eftir því. Við þurfum að gera menningararfinn sem íslenskt mál sprettur upp úr aðgengilegan, en ekki trénaðan og gamaldags. Ekki bara fyrir nýja íslendinga úr ýmsum áttum og málsvæðum, heldur líka fyrir börnin í skólasundi. Youtube og Roblox eru góðra gjalda verð, en ef samskipti og afþreying unga fólksins sprettur allt úr menningarlegum jarðvegi sem er á forræði enskunnar, hvernig getum við vænst þess að þau séu spennt fyrir að tala saman á íslensku? Sem sérfræðingur á sviði hefðbundinnar tónlistar og menningar á ég erfitt með að skilja hvers vegna Ísland gerir ekki meira til að hlúa að sinni einstöku listrænu arfleifð. Sem tíður gestur hjá hópum eins og Kvæðamannafélaginu Iðunni verður hár meðalaldur þeirra mér umhugsunarefni. Ef samfélagið áttar sig ekki skjótt á verðmætinu í þeim óáþreyfanlega menningararfi sem þessir einstaklingar halda á lofti, mun hann fljótt glatast sem lifandi hefð. Og glatist hann, fer ákveðinn fjársjóður tungumálsins og samhengis þess með honum. Jafnvel sem byrjandi í íslensku get ég áttað mig á fegurðinni og fjölbreytileikanum í tungutakinu sem er notað í hefðbundnum kvæðum, rímum og tvísöng, og áttað mig á því að mikið af þeim orðaforða hefur löngu glatast úr daglegu máli. Til allrar hamingju erum við til sem ætlum okkur ekki að sitja með hendur í skauti gagnvart þessari dapurlegu þróun. Í fyrra var Vökufélaginu komið á fót, til að styðja við og búa til vettang fyrir hefðbundna íslenska þjóðlist. VAKA-hátíðin er kjölfestan í okkar starfsemi og er í gangi þessa viku, en hún býður hverjum sem er: Innfæddum, innflytjendum, ferðamönnum og gestum hvaðanæva frá að taka þátt í og læra um þjóðmenningu, frá Íslandi og víðar. Félagið er stofnað til að vera vettvangur könnunar og samskipta. Helmingur stjórnarmeðlima eru frá Íslandi og hinn fólk sem hefur sest hér að. Markmið okkar er það sama, burt séð frá bakgrunni: Að gera hefðbundna þjóðmenningu á Íslandi aðgengilega, sýnilega og fyrst og fremst skemmtilega, fyrir alla sem vilja vera með. Við deilum öllum upplýsingum á íslensku, en líka á ensku, svo þeir sem eru að læra málið geti verið með. Viðburðirnir í ár spanna allt frá tónleikum til vinnustofa, málstofa, samspils og útgáfu bókar með nýlega upprituðum íslenskum danslögum. Innflytjendur hafa verið hluti af íslenskri menningu frá upphafi, enda er þjóðin í grunninn sambræðingur af harðgerðum hópi af norrænum og keltneskum uppruna. Hópar nýrra einstaklinga sem reka á fjörur landsins frá einni kynslóð til annarar leggja allir eitthvað til málanna í samtalinu um hver við séum, og hvernig við segjum okkar upprunasögu. Að laga okkur að nýjum hugmyndum og birtingarmyndum menningar er ferli sem líkur aldrei. Svo tekið sé dæmi frá mínu heimalandi, sekkjapípurnar - þetta helsta tákn skoskrar menningar. Nema bara það, að þær eru upprunalega frá Tyrklandi. Mikilvægi þess að halda hefðum við liggur ekki bara í óumbreytanlegu sagnfræðilegu gildi þeirra - til þess eru til söfnin. Til að hefðbundnar listir fái þrifist sem lifandi arfleifð verða þær að ná almennri útbreiðslu og vera tekið fagnandi af þjóðinni eins og hún er samsett. Þegar öllu er á botni hvolft skiljum við félagar mínir í Vökufélaginu það sem öfga-hægrið gerir ekki - að íslensk tunga er hluti af menningunni sem við tökum saman þátt í, þvert á uppruna og ásýnd. Það hvort hún lifi af snýst um hvort að menningunni sé lyftur skjöldur fjölbreytileika til að þroskast og dafna. Höfundur er stjórnarmaður Vökufélaginu.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun