Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar 19. september 2025 15:32 Á mánudaginn næstkomandi, 23. september, stendur Lundarskóli frammi fyrir mikilli breytingu á því hvernig fulltrúar í nemendaráð eru valdir. Í stað þess að nemendur í 7.–10. bekk kjósi fulltrúa sína með lýðræðislegri kosningu innan bekkjar eins og hingað til hefur verið gert verður nú dregið um hverjir fá sæti. Rökin eru að allir eigi að fá „jafn mikla möguleika“. Þau telja að með kosningu sé of mikil hætta á að einhver vinsældarframboð komi sem eigi ekki að vera sanngjarnt og sé gjarnan bara fíflagangur, en þegar hefur verið kosinn fulltrúi með meirihluta þá gætir hann hagsmuna meirihluta bekkjarins ef ekki alls. Þangað til nú hafa nemendur boðið sig fram, sumir haldið kosningaræður og upplifað bæði sigur og tap. Þetta hefur verið bæði æfing í því að taka ábyrgð á framboði og tjá skoðanir opinberlega. Að tapa kosningu er jafn mikilvægur lærdómur og að vinna hana. Með því að taka þetta af nemendum er verið að kenna okkur það að notast við lýðræðið sé ekki sanngjarnt. Rödd okkar hefur ekki lengur vægi nú ræður happdrættið. Það er verið að segja „Við treystum ykkur ekki til að velja sjálf hverjir eigi að gæta þinna hagsmuna innan skólans.“ Þetta brýtur gegn aðalnámskrá og lögum Aðalnámskrá grunnskóla segir að lýðræði og mannréttindi eru meðal grunnþátta menntunar, og að skólar skuli undirbúa nemendur fyrir þátttöku í lýðræðissamfélagi. Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 kemur fram að hlutverk grunnskóla sé, í samvinnu við heimilin, að stuðla að alhliða þroska nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðissamfélagi. Starfshættir skulu m.a. mótast af umburðarlyndi, jafnrétti og lýðræðislegu samstarfi. Lýðræðið er ekki happdrætti Ég vil að samnemendur mínir taki þátt í kosningum þegar þau verða eldri. Því þarf að kenna að þeirra atkvæði skiptir máli. En nú er kennt að það sé bara tilviljun sem ræður ekki atkvæði. Það að hafa svona kosningu í svo litlum hóp sýnir svo vel hvað þitt atkvæði skiptir miklu máli, en nú er sá lærdómur tekin alveg út af borðinu. Höfundur er nemandi í 10. bekk í Lundarskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Á mánudaginn næstkomandi, 23. september, stendur Lundarskóli frammi fyrir mikilli breytingu á því hvernig fulltrúar í nemendaráð eru valdir. Í stað þess að nemendur í 7.–10. bekk kjósi fulltrúa sína með lýðræðislegri kosningu innan bekkjar eins og hingað til hefur verið gert verður nú dregið um hverjir fá sæti. Rökin eru að allir eigi að fá „jafn mikla möguleika“. Þau telja að með kosningu sé of mikil hætta á að einhver vinsældarframboð komi sem eigi ekki að vera sanngjarnt og sé gjarnan bara fíflagangur, en þegar hefur verið kosinn fulltrúi með meirihluta þá gætir hann hagsmuna meirihluta bekkjarins ef ekki alls. Þangað til nú hafa nemendur boðið sig fram, sumir haldið kosningaræður og upplifað bæði sigur og tap. Þetta hefur verið bæði æfing í því að taka ábyrgð á framboði og tjá skoðanir opinberlega. Að tapa kosningu er jafn mikilvægur lærdómur og að vinna hana. Með því að taka þetta af nemendum er verið að kenna okkur það að notast við lýðræðið sé ekki sanngjarnt. Rödd okkar hefur ekki lengur vægi nú ræður happdrættið. Það er verið að segja „Við treystum ykkur ekki til að velja sjálf hverjir eigi að gæta þinna hagsmuna innan skólans.“ Þetta brýtur gegn aðalnámskrá og lögum Aðalnámskrá grunnskóla segir að lýðræði og mannréttindi eru meðal grunnþátta menntunar, og að skólar skuli undirbúa nemendur fyrir þátttöku í lýðræðissamfélagi. Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 kemur fram að hlutverk grunnskóla sé, í samvinnu við heimilin, að stuðla að alhliða þroska nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðissamfélagi. Starfshættir skulu m.a. mótast af umburðarlyndi, jafnrétti og lýðræðislegu samstarfi. Lýðræðið er ekki happdrætti Ég vil að samnemendur mínir taki þátt í kosningum þegar þau verða eldri. Því þarf að kenna að þeirra atkvæði skiptir máli. En nú er kennt að það sé bara tilviljun sem ræður ekki atkvæði. Það að hafa svona kosningu í svo litlum hóp sýnir svo vel hvað þitt atkvæði skiptir miklu máli, en nú er sá lærdómur tekin alveg út af borðinu. Höfundur er nemandi í 10. bekk í Lundarskóla
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar