Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. september 2025 18:30 Beta Reynisdóttir næringarfræðingur. Vísir/Samsett Næringarfræðingur segir vítamínmarkaðinn á Íslandi vera orðinn eins og villta vestrið og leggur áherslu á gagnrýna hugsun neytenda. Mikið af vítamíni sem er til sölu sé með alls kyns aukaefnum sem geta verið skaðleg í miklu magni. Það mikilvægasta sé að borða fjölbreyttan og næringarríkan mat í stað þess að leita auðveldra lausna í töfluformi. „Það er málið, það er rosalega erfitt að átta sig á vítamínbransanum núna, það eru allir og ömmur þeirra byrjaðir að framleiða vítamín. Þetta er orðið pínu hættulegur bransi með það að gera, þetta eru oftast töflur og það eru aukaefni í þessu sem geta haft skaðleg áhrif. Þannig við verðum líka að vera svolítið gagnrýnin á hvað við gerum,“ segir Beta Reynisdóttir næringarfræðingur í viðtali í Reykjavík síðdegis. Áttatíu prósent af vítamínum í verslunum landsins séu full af aukaefnum sem geti verið skaðleg í miklu magni. Íslendingar séu hins vegar hrifnir af einfölum lausnum, líkt og að taka vítamín í töfluformi í stað þess að fá þau úr fjölbreyttum og næringarríkum mat. Árlega haustflensan leiði hins vegar til þess að Íslendingar leita í auknum mæli í vítamín. „Það er fullt af vítamínum sem virka og auðvitað má grípa í ef þið teljið að þið séuð með gott merki og ef þið treystið því. En ekki rjúka bara út í búð og grípa eitthvað glas af vítamíni, reynið að kanna hvað það er sem er verið að selja ykkur,“ segir hún. D-vítamín nauðsynlegt Beta leggur jafnframt mikla áherslu á mikilvægi þess að taka D-vítamín, sem hafi áhrif á bæði ónæmiskerfið og hormónakerfið. Hins vegar sé mikilvægt að falla ekki í þá gildru að taka of stóra skammta, fólk taki oft of mikið magn vítamína án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. „Ef þau eru að taka stóra skammta af D-vítamíni mæli ég með að þau taki K2-vítamín með. Aðalmálið er að þegar þú tekur inn stóra skammta af D-vítamíninu nýtir þú kalk og þá er verið að hreinsa kalkið úr beinunum og þá kemur K-vítamínið líkamanum í jafnvægi með að setja kalkið aftur í beinin.“ Ráðlagður dagskammtur D-vítamíns eru þúsund alþjóðaeiningar og segist Beta sem starfandi næringafræðingur ekki mega mæla með hærri skömmtum. „En ég get sagt þér að ég tek um tvö til fjögur þúsund alþjóðaeiningar á dag og ég mælist ekkert eitthvað rosalega há í D-vítamíni, það er það sem ég get sagt.“ Heilbrigðismál Matur Reykjavík síðdegis Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Það er málið, það er rosalega erfitt að átta sig á vítamínbransanum núna, það eru allir og ömmur þeirra byrjaðir að framleiða vítamín. Þetta er orðið pínu hættulegur bransi með það að gera, þetta eru oftast töflur og það eru aukaefni í þessu sem geta haft skaðleg áhrif. Þannig við verðum líka að vera svolítið gagnrýnin á hvað við gerum,“ segir Beta Reynisdóttir næringarfræðingur í viðtali í Reykjavík síðdegis. Áttatíu prósent af vítamínum í verslunum landsins séu full af aukaefnum sem geti verið skaðleg í miklu magni. Íslendingar séu hins vegar hrifnir af einfölum lausnum, líkt og að taka vítamín í töfluformi í stað þess að fá þau úr fjölbreyttum og næringarríkum mat. Árlega haustflensan leiði hins vegar til þess að Íslendingar leita í auknum mæli í vítamín. „Það er fullt af vítamínum sem virka og auðvitað má grípa í ef þið teljið að þið séuð með gott merki og ef þið treystið því. En ekki rjúka bara út í búð og grípa eitthvað glas af vítamíni, reynið að kanna hvað það er sem er verið að selja ykkur,“ segir hún. D-vítamín nauðsynlegt Beta leggur jafnframt mikla áherslu á mikilvægi þess að taka D-vítamín, sem hafi áhrif á bæði ónæmiskerfið og hormónakerfið. Hins vegar sé mikilvægt að falla ekki í þá gildru að taka of stóra skammta, fólk taki oft of mikið magn vítamína án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. „Ef þau eru að taka stóra skammta af D-vítamíni mæli ég með að þau taki K2-vítamín með. Aðalmálið er að þegar þú tekur inn stóra skammta af D-vítamíninu nýtir þú kalk og þá er verið að hreinsa kalkið úr beinunum og þá kemur K-vítamínið líkamanum í jafnvægi með að setja kalkið aftur í beinin.“ Ráðlagður dagskammtur D-vítamíns eru þúsund alþjóðaeiningar og segist Beta sem starfandi næringafræðingur ekki mega mæla með hærri skömmtum. „En ég get sagt þér að ég tek um tvö til fjögur þúsund alþjóðaeiningar á dag og ég mælist ekkert eitthvað rosalega há í D-vítamíni, það er það sem ég get sagt.“
Heilbrigðismál Matur Reykjavík síðdegis Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira