Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. september 2025 12:49 Gísli Marteinn Baldursson segist ekki vera að íhuga framboð. Vísir/Vilhelm Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi segist alls ekki vera að íhuga framboð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann vill þó ekki segja til um hvort fulltrúar einhverra flokka hafi komið að máli við sig og hvatt hann til að fara fram, en þvertekur fyrir að hann sé að íhuga nokkuð slíkt. Gengið verður til sveitarstjórnarkosninga í vor en nafn Gísla Marteins hefur reglulega komið upp í umræðunni í aðdraganda borgarstjórnarkosninga. Gísli Marteinn var borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma og hefur lengi látið sig málefni Reykjavíkurborgar varða, einkum umhverfis-, skipulags- og samgöngumál. Hann er jafnframt menntaður í borgarskipulagi frá Harvard háskóla í Bandaríkjunum og frá Edinborgarháskóla í Skotlandi. Hann hefur tekið virkan þátt í umræðu um málefni borgarinnar eftir að hann hætti í borgarstjórn árið 2013 og hefur meðal annars verið gagnrýninn á stefnu flokksins í borginni síðan. Gísli Marteinn var staddur í strætó þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Ég hef alls ekki verið að íhuga neitt framboð,“ segir Gísli Marteinn, spurður hvort hann hafi íhugað að bjóða sig fram í komandi kosningum í vor. Sjálfur sé hann fyrst og fremst upptekinn við að sjónvarpsþáttinn Vikuna og næsta þátt sem er á morgun. Hvorki staðfestir né útilokar áhuga annarra flokka Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Gísli til að mynda verið orðaður við framboð fyrir Viðreisn, og jafnvel Samfylkinguna í Reykjavík. Nokkrir hafa þegar verið orðaðir við oddvitasætið í Viðreisn eftir að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir tilkynnti að hún væri á förum. Sjá einnig: Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur hins vegar gefið það út að hún hafi áfram áhuga á að leiða Samfylkinguna í borginni, en orðrómur hefur verið uppi um að forysta Samfylkingarinnar, með Kristrúnu Frostadóttur í broddi fylkingar, hafi mögulega áhuga á að endurnýjun fari fram í borgarstjórnarflokknum. Spurður hvort einhverjir hafi komið að máli við sig varðandi mögulegt framboð fyrir sinn flokk kveðst Gísli ekki vilja segja til um það. „Það er þá bara á milli mín og þeirra, en ég er alla veganna ekki á leiðinni í neitt framboð,“ segir Gísli. Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Gengið verður til sveitarstjórnarkosninga í vor en nafn Gísla Marteins hefur reglulega komið upp í umræðunni í aðdraganda borgarstjórnarkosninga. Gísli Marteinn var borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma og hefur lengi látið sig málefni Reykjavíkurborgar varða, einkum umhverfis-, skipulags- og samgöngumál. Hann er jafnframt menntaður í borgarskipulagi frá Harvard háskóla í Bandaríkjunum og frá Edinborgarháskóla í Skotlandi. Hann hefur tekið virkan þátt í umræðu um málefni borgarinnar eftir að hann hætti í borgarstjórn árið 2013 og hefur meðal annars verið gagnrýninn á stefnu flokksins í borginni síðan. Gísli Marteinn var staddur í strætó þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Ég hef alls ekki verið að íhuga neitt framboð,“ segir Gísli Marteinn, spurður hvort hann hafi íhugað að bjóða sig fram í komandi kosningum í vor. Sjálfur sé hann fyrst og fremst upptekinn við að sjónvarpsþáttinn Vikuna og næsta þátt sem er á morgun. Hvorki staðfestir né útilokar áhuga annarra flokka Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Gísli til að mynda verið orðaður við framboð fyrir Viðreisn, og jafnvel Samfylkinguna í Reykjavík. Nokkrir hafa þegar verið orðaðir við oddvitasætið í Viðreisn eftir að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir tilkynnti að hún væri á förum. Sjá einnig: Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur hins vegar gefið það út að hún hafi áfram áhuga á að leiða Samfylkinguna í borginni, en orðrómur hefur verið uppi um að forysta Samfylkingarinnar, með Kristrúnu Frostadóttur í broddi fylkingar, hafi mögulega áhuga á að endurnýjun fari fram í borgarstjórnarflokknum. Spurður hvort einhverjir hafi komið að máli við sig varðandi mögulegt framboð fyrir sinn flokk kveðst Gísli ekki vilja segja til um það. „Það er þá bara á milli mín og þeirra, en ég er alla veganna ekki á leiðinni í neitt framboð,“ segir Gísli.
Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira