Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar 18. september 2025 11:01 Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að innflytjendum hefur fjölgað mikið í íslensku samfélagi undanfarin ár. Á stuttum tíma höfum við vanist því að á kassanum í Bónus taki við okkur maður frá Nígeríu, að Pólverji skili bílnum hreinum úr hreinsun, og að portúgalskur sendill skili heitum mat í hús þegar við nennum ekki að elda fyrir börnin; nokkuð sem hefur bætt lífsgæði okkar flestra. Þessu fylgja áskoranir. Þetta var ekki svona fyrir tíu árum. Þrír af hverjum fjórum innflytjendum á landinu, sem telja nú um 80.000 manns, komu til landsins á síðastliðnum áratug. Það er óvenjuleg staða, en að meðaltali innan OECD hefur um 70% af innflytjendum dvalið í hverju landi lengur en 10 ár. Fyrir ári síðan gaf Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) út skýrslu um stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði, samanborið við stöðuna í löndunum í kringum okkur. Fram kom að þróun mannfjölda hér á landi hefur verið á eftir öðrum, og að hlutfall innflytjenda hafi fyrst á síðustu árum farið að hækka í samræmi við það sem gerst hefur annars staðar. Því fylgja tækifæri. Við gætum til dæmis lært af mistökum annarra þjóða og gripið inn í þar sem má betur fara áður en vandamál koma upp. Dæmi um vandamál sem hafa komið upp annars staðar, þar sem stjórnvöld brugðust ekki við, eru vannýtt hugvit, framleiðnitap, aukin stéttaskipting, og samfélagslegur órói. Rauði þráðurinn í skýrslu OECD er að tungumálið sé lykillinn að íslensku samfélagi. Aukin kunnátta í íslensku sýnir fram á hærri atvinnuþátttöku, betri nýtingu á mannauði í gegnum tækifæri til menntunar, og bætta námsframvindu barna. Auk þess má leiða að því rök að íslenskufærni hafi jákvæð áhrif á möguleika fólks til kynnast íslenskum gildum, menningu og sögu. Einnig kom fram að færni innflytjenda í tungumálinu væri hvergi minni meðal samanburðarríkja en hér, en tæp 20% innflytjenda hér á landi telja sig hafa góða færni í tungumálinu, samanborið við um 60% að meðaltali innan ríkja OECD. Það kann því að orka tvímælis að ríkisstjórnin hafi ákveðið að lækka fjárframlög til íslenskukennslu til innflytjenda samanborið við árið í fyrra. Fjárframlög á hvern innflytjanda voru reyndar margfalt lægri en á hinum Norðurlöndunum fyrir lækkunina (Mynd 1). Staðan lítur því alls ekki vel út. Mynd 1. Útgjöld til tungumálakennslu á hvern innflytjanda. Við þurfum að stíga varlega til jarðar þegar þessi mál eru annars vegar og huga að því að einstakar ákvarðanir sem tengjast innflytjendamálum geta komið í bakið á okkur ef þær eru vanhugsaðar. Svissneska leikskáldið Max Frisch lét eftirfarandi orð falla um innflytjendastefnu Þýskalands eftir stríð: “Við báðum um vinnuafl, en fengum fólk.” Þar var rekin sú stefna að flytja inn tyrkneska verkamenn til að sinna eftirspurn á tímum hagvaxtar, án þess að greiða þeim aðgang að tungumálakennslu og öðrum úrræðum, enda myndi fólkið yfirgefa landið hvort eð er. Annað kom í ljós, en langflestir urðu eftir og stofnuðu fjölskyldur. Forseti Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier, lýsti því yfir fyrir nokkrum árum að þessi stefna hefði verið stór mistök og heiðraði um leið framlag vinnufólksins - þýska efnahagsundrið hefði ekki verið mögulegt án þeirra. Það hefði tekið of langan tíma að viðurkenna hið augljósa: verkamennirnir voru hvorki aðeins gestir, né aðeins vinnuafl. Það er ekki of seint að breyta um kúrs, en tíminn vinnur ekki með okkur. Við þurfum ekki að finna upp hjólið, heldur einfaldlega læra af reynslunni. Nágrannar okkar hafa ekki á síðari árum fjárfest í tungumálakennslu að ástæðulausu, svo mikið er víst. Höfundur er höfundur áðurnefndrar skýrslu OECD um stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að innflytjendum hefur fjölgað mikið í íslensku samfélagi undanfarin ár. Á stuttum tíma höfum við vanist því að á kassanum í Bónus taki við okkur maður frá Nígeríu, að Pólverji skili bílnum hreinum úr hreinsun, og að portúgalskur sendill skili heitum mat í hús þegar við nennum ekki að elda fyrir börnin; nokkuð sem hefur bætt lífsgæði okkar flestra. Þessu fylgja áskoranir. Þetta var ekki svona fyrir tíu árum. Þrír af hverjum fjórum innflytjendum á landinu, sem telja nú um 80.000 manns, komu til landsins á síðastliðnum áratug. Það er óvenjuleg staða, en að meðaltali innan OECD hefur um 70% af innflytjendum dvalið í hverju landi lengur en 10 ár. Fyrir ári síðan gaf Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) út skýrslu um stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði, samanborið við stöðuna í löndunum í kringum okkur. Fram kom að þróun mannfjölda hér á landi hefur verið á eftir öðrum, og að hlutfall innflytjenda hafi fyrst á síðustu árum farið að hækka í samræmi við það sem gerst hefur annars staðar. Því fylgja tækifæri. Við gætum til dæmis lært af mistökum annarra þjóða og gripið inn í þar sem má betur fara áður en vandamál koma upp. Dæmi um vandamál sem hafa komið upp annars staðar, þar sem stjórnvöld brugðust ekki við, eru vannýtt hugvit, framleiðnitap, aukin stéttaskipting, og samfélagslegur órói. Rauði þráðurinn í skýrslu OECD er að tungumálið sé lykillinn að íslensku samfélagi. Aukin kunnátta í íslensku sýnir fram á hærri atvinnuþátttöku, betri nýtingu á mannauði í gegnum tækifæri til menntunar, og bætta námsframvindu barna. Auk þess má leiða að því rök að íslenskufærni hafi jákvæð áhrif á möguleika fólks til kynnast íslenskum gildum, menningu og sögu. Einnig kom fram að færni innflytjenda í tungumálinu væri hvergi minni meðal samanburðarríkja en hér, en tæp 20% innflytjenda hér á landi telja sig hafa góða færni í tungumálinu, samanborið við um 60% að meðaltali innan ríkja OECD. Það kann því að orka tvímælis að ríkisstjórnin hafi ákveðið að lækka fjárframlög til íslenskukennslu til innflytjenda samanborið við árið í fyrra. Fjárframlög á hvern innflytjanda voru reyndar margfalt lægri en á hinum Norðurlöndunum fyrir lækkunina (Mynd 1). Staðan lítur því alls ekki vel út. Mynd 1. Útgjöld til tungumálakennslu á hvern innflytjanda. Við þurfum að stíga varlega til jarðar þegar þessi mál eru annars vegar og huga að því að einstakar ákvarðanir sem tengjast innflytjendamálum geta komið í bakið á okkur ef þær eru vanhugsaðar. Svissneska leikskáldið Max Frisch lét eftirfarandi orð falla um innflytjendastefnu Þýskalands eftir stríð: “Við báðum um vinnuafl, en fengum fólk.” Þar var rekin sú stefna að flytja inn tyrkneska verkamenn til að sinna eftirspurn á tímum hagvaxtar, án þess að greiða þeim aðgang að tungumálakennslu og öðrum úrræðum, enda myndi fólkið yfirgefa landið hvort eð er. Annað kom í ljós, en langflestir urðu eftir og stofnuðu fjölskyldur. Forseti Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier, lýsti því yfir fyrir nokkrum árum að þessi stefna hefði verið stór mistök og heiðraði um leið framlag vinnufólksins - þýska efnahagsundrið hefði ekki verið mögulegt án þeirra. Það hefði tekið of langan tíma að viðurkenna hið augljósa: verkamennirnir voru hvorki aðeins gestir, né aðeins vinnuafl. Það er ekki of seint að breyta um kúrs, en tíminn vinnur ekki með okkur. Við þurfum ekki að finna upp hjólið, heldur einfaldlega læra af reynslunni. Nágrannar okkar hafa ekki á síðari árum fjárfest í tungumálakennslu að ástæðulausu, svo mikið er víst. Höfundur er höfundur áðurnefndrar skýrslu OECD um stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun