Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar 18. september 2025 09:31 Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, virðist brenna meira fyrir að berjast fyrir erlenda fanga en fyrir samlanda sína. Hann talar sífellt um jafnræði, en er blindur á þá staðreynd að íslenskir fangar sitja eftir, án raddar og án stuðnings. Upp á síðkastið hefur Afstaða birt yfirlýsingar eða fréttir sem snúast eingöngu um útlendinga, á meðan hafa íslenskir fangar gleymst. Útlendingar fá mildari meðferð Tökum dæmi sem sýnir skýrt að erlendir ríkisborgarar sitja styttra í fangelsi en Íslendingar í sambærilegum málum. Erlendur ríkisborgari með 16 ára dóm situr aðeins 5 ár í lokuðu og opnu fangelsi, síðan 2 ár á Vernd og 1 ár á ökklabandi. Hann er í raun 3 ár að „spóka sig“ í íslensku samfélagi áður en honum er vísað úr landi. Íslenskur ríkisborgari með sama dóm þarf hins vegar að sitja 7 ár og 8 mánuði í lokuðu og opnu fangelsi áður en hann kemst á Vernd þar sem hann afplánar 2 ár og svo 1 ár á ökklabandi. Samtals er hann 2 árum og 8 mánuðum lengur í fangelsi. Það ríkir ekki jafnræði, það eru forréttindi að vera af öðru þjóðerni. Þeir sem hafa enga tengingu við Ísland, fá mildari meðferð en þeir sem eiga fjölskyldu, maka og börn hér á landi. Þeir sem þurfa raunverulega að fóta sig að nýju í íslensku samfélagi sitja eftir, á meðan erlendir fangar ganga fyrir í opin úrræði sem voru upprunalega hugsuð sem brú að samfélagslegri aðlögun. Orð og verk fara ekki saman Guðmundur Ingi segir sjálfur að lausnin sé einföld og stöðva þurfi mismununina: „Tryggjum að allir, óháð þjóðerni, hafi jafnt aðgengi að samfélagsþjónustu. Með því léttum við á fangelsiskerfinu, spörum fjármuni og sýnum að réttarríki Íslands byggist á jafnræði og mannréttindum. Réttarríki sem mismunar eftir þjóðerni er ekki raunverulegt réttarríki. Við skorum á dómsmálaráðherra að tryggja jafnræði allra gagnvart lögunum.“ En hér blasir við hrópandi ósamkvæmni: hann talar um jafnræði „óháð þjóðerni“ en leggur alla baráttu sína í að verja rétt erlendra fanga, á meðan íslenskir fangar fá hvorki sömu meðferð né stuðning. Það er ekki laust við að hræsnin sé augljós. Guðmundur Ingi og Afstaða börðust hart á sínum tíma fyrir því að erlendir fangar sem biðu brottrekstrar úr landi fengu að fara á Vernd og á ökklaband. Það vekur hins vegar upp stóru spurninguna: Eiga Íslendingar ekki líka að fá reynslulausn eftir helming dóms, líkt og erlendu fangarnir? Hvernig væri að formaður Afstöðu myndi nú berjast fyrir alla fanga, ekki bara öðruvísi, hinseginn og erlenda fanga? Rökin standast ekki Guðmundur Ingi og Afstaða halda því fram að útlendingar séu í verri stöðu, fjarri fjölskyldu og menningu. En hvað ef fanginn á maka á Íslandi? Hvað ef hann fær heimsóknir nokkrum sinnum í viku? Fangelsisvist er ekki minna þungbær fyrir Íslending sem á fjölskyldu og þarf að sætta sig við að vera töluvert lengur í fangelsi en erlendir fangar. Rökin um félagslega einangrun útlendinga molna þegar litið er á raunveruleikann: þeir fá að tengjast samfélaginu í allt að þrjú ár áður en þeim er vísað úr landi og jafnvel stofna fjölskyldu í milli tíðinni. Ferðatöskur og yfirborðsmennska Síðasta stóra aðgerðin sem Afstaða flaggaði var að afhenda ferðatöskur til erlendra fanga sem ljúka afplánun. Þetta var kynnt sem mannúðarverk, að tryggja að þeir gætu stigið út í lífið með „reisn“. En hvað með íslenska fanga sem losna? Hvar eru töskurnar fyrir þá? Þeir eru látnir yfirgefa fangelsið með allar sínar eigur í glærum ruslapoka.Hvar er stuðningurinn fyrir þá sem þurfa raunverulega að byrja uppá nýtt í Íslensku samfélagi? Á meðan erlendir fangar fá ferðatöskur frá Afstöðu, fara íslenskir fangar út með eigur sínar í glærum ruslapoka. Eftir að Afstaða komst í snertingu við ríkisspenan virðist allur fókus hafa farið í það að líta sem best út á við, þegar það kemur að almenningsáliti, með erlenda fanga í forgrunni. Íslenskir fangar sem þurfa á raunverulegum stuðningi að halda, eru settir á bekkinn. Ójafnræði sem bítur íslenska fanga Kerfið er þegar yfirfullt og sprungið, árlega fyrnast tugir dóma vegna skorts á plássi. Samt eru opin úrræði eins og Kvíabryggja og Sogn í stórum stíl nýtt fyrir erlenda ríkisborgara sem hafa engin tengsl við Ísland og eru sendir úr landi afplánun lokinni. Á Kvíabryggju eru um 50% fanga erlendir. Á Sogni eru um 33% erlendir. Af hverju ganga erlendir fangar fyrir í úrræðum sem eiga að hjálpa mönnum að fóta sig að nýju í íslensku samfélagi? Íslenskir fangar sem eiga fjölskyldu sitja eftir og litið er framhjá jafnræðisreglunni. Kominn tími á breytingar Guðmundur Ingi hefur talað hátt um jafnræði, en hann sér það aðeins í eina átt. Hann hefur gleymt því að jafnræðisreglan gildir líka fyrir Íslendinga. Þegar formaður Afstöðu brennir meira fyrir málstað erlendra fanga en síns eigin samlanda, að nota nafn samtakanna í yfirborðsmennsku á borð við töskur í stað þess að berjast fyrir raunverulegum umbótum, þá er eitthvað farið úrskeiðis. Afstaða sem félag fanga og aðstandenda á að berjast af heilindum fyrir alla fanga, ekki aðeins erlenda. Samtökin þurfa forystu sem vinnur í raun fyrir alla, í stað þess að einblína á útvaldan hóp til að líta vel út í fjölmiðlum. Því spyr ég hvort ekki sé kominn tími á nýja forystu Afstöðu. Núverandi formaður hefur verið í fararbroddi þessarar fylkingar frá upphafi, í þessu forystu starfi sem og öðrum eru breytingar nauðsynlegar til að koma í veg fyrir stöðnun og tryggja að félagið starfi af krafti, heilindum og með ferska sýn. Höfundur er fangi og áhugamaður um fangelsismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, virðist brenna meira fyrir að berjast fyrir erlenda fanga en fyrir samlanda sína. Hann talar sífellt um jafnræði, en er blindur á þá staðreynd að íslenskir fangar sitja eftir, án raddar og án stuðnings. Upp á síðkastið hefur Afstaða birt yfirlýsingar eða fréttir sem snúast eingöngu um útlendinga, á meðan hafa íslenskir fangar gleymst. Útlendingar fá mildari meðferð Tökum dæmi sem sýnir skýrt að erlendir ríkisborgarar sitja styttra í fangelsi en Íslendingar í sambærilegum málum. Erlendur ríkisborgari með 16 ára dóm situr aðeins 5 ár í lokuðu og opnu fangelsi, síðan 2 ár á Vernd og 1 ár á ökklabandi. Hann er í raun 3 ár að „spóka sig“ í íslensku samfélagi áður en honum er vísað úr landi. Íslenskur ríkisborgari með sama dóm þarf hins vegar að sitja 7 ár og 8 mánuði í lokuðu og opnu fangelsi áður en hann kemst á Vernd þar sem hann afplánar 2 ár og svo 1 ár á ökklabandi. Samtals er hann 2 árum og 8 mánuðum lengur í fangelsi. Það ríkir ekki jafnræði, það eru forréttindi að vera af öðru þjóðerni. Þeir sem hafa enga tengingu við Ísland, fá mildari meðferð en þeir sem eiga fjölskyldu, maka og börn hér á landi. Þeir sem þurfa raunverulega að fóta sig að nýju í íslensku samfélagi sitja eftir, á meðan erlendir fangar ganga fyrir í opin úrræði sem voru upprunalega hugsuð sem brú að samfélagslegri aðlögun. Orð og verk fara ekki saman Guðmundur Ingi segir sjálfur að lausnin sé einföld og stöðva þurfi mismununina: „Tryggjum að allir, óháð þjóðerni, hafi jafnt aðgengi að samfélagsþjónustu. Með því léttum við á fangelsiskerfinu, spörum fjármuni og sýnum að réttarríki Íslands byggist á jafnræði og mannréttindum. Réttarríki sem mismunar eftir þjóðerni er ekki raunverulegt réttarríki. Við skorum á dómsmálaráðherra að tryggja jafnræði allra gagnvart lögunum.“ En hér blasir við hrópandi ósamkvæmni: hann talar um jafnræði „óháð þjóðerni“ en leggur alla baráttu sína í að verja rétt erlendra fanga, á meðan íslenskir fangar fá hvorki sömu meðferð né stuðning. Það er ekki laust við að hræsnin sé augljós. Guðmundur Ingi og Afstaða börðust hart á sínum tíma fyrir því að erlendir fangar sem biðu brottrekstrar úr landi fengu að fara á Vernd og á ökklaband. Það vekur hins vegar upp stóru spurninguna: Eiga Íslendingar ekki líka að fá reynslulausn eftir helming dóms, líkt og erlendu fangarnir? Hvernig væri að formaður Afstöðu myndi nú berjast fyrir alla fanga, ekki bara öðruvísi, hinseginn og erlenda fanga? Rökin standast ekki Guðmundur Ingi og Afstaða halda því fram að útlendingar séu í verri stöðu, fjarri fjölskyldu og menningu. En hvað ef fanginn á maka á Íslandi? Hvað ef hann fær heimsóknir nokkrum sinnum í viku? Fangelsisvist er ekki minna þungbær fyrir Íslending sem á fjölskyldu og þarf að sætta sig við að vera töluvert lengur í fangelsi en erlendir fangar. Rökin um félagslega einangrun útlendinga molna þegar litið er á raunveruleikann: þeir fá að tengjast samfélaginu í allt að þrjú ár áður en þeim er vísað úr landi og jafnvel stofna fjölskyldu í milli tíðinni. Ferðatöskur og yfirborðsmennska Síðasta stóra aðgerðin sem Afstaða flaggaði var að afhenda ferðatöskur til erlendra fanga sem ljúka afplánun. Þetta var kynnt sem mannúðarverk, að tryggja að þeir gætu stigið út í lífið með „reisn“. En hvað með íslenska fanga sem losna? Hvar eru töskurnar fyrir þá? Þeir eru látnir yfirgefa fangelsið með allar sínar eigur í glærum ruslapoka.Hvar er stuðningurinn fyrir þá sem þurfa raunverulega að byrja uppá nýtt í Íslensku samfélagi? Á meðan erlendir fangar fá ferðatöskur frá Afstöðu, fara íslenskir fangar út með eigur sínar í glærum ruslapoka. Eftir að Afstaða komst í snertingu við ríkisspenan virðist allur fókus hafa farið í það að líta sem best út á við, þegar það kemur að almenningsáliti, með erlenda fanga í forgrunni. Íslenskir fangar sem þurfa á raunverulegum stuðningi að halda, eru settir á bekkinn. Ójafnræði sem bítur íslenska fanga Kerfið er þegar yfirfullt og sprungið, árlega fyrnast tugir dóma vegna skorts á plássi. Samt eru opin úrræði eins og Kvíabryggja og Sogn í stórum stíl nýtt fyrir erlenda ríkisborgara sem hafa engin tengsl við Ísland og eru sendir úr landi afplánun lokinni. Á Kvíabryggju eru um 50% fanga erlendir. Á Sogni eru um 33% erlendir. Af hverju ganga erlendir fangar fyrir í úrræðum sem eiga að hjálpa mönnum að fóta sig að nýju í íslensku samfélagi? Íslenskir fangar sem eiga fjölskyldu sitja eftir og litið er framhjá jafnræðisreglunni. Kominn tími á breytingar Guðmundur Ingi hefur talað hátt um jafnræði, en hann sér það aðeins í eina átt. Hann hefur gleymt því að jafnræðisreglan gildir líka fyrir Íslendinga. Þegar formaður Afstöðu brennir meira fyrir málstað erlendra fanga en síns eigin samlanda, að nota nafn samtakanna í yfirborðsmennsku á borð við töskur í stað þess að berjast fyrir raunverulegum umbótum, þá er eitthvað farið úrskeiðis. Afstaða sem félag fanga og aðstandenda á að berjast af heilindum fyrir alla fanga, ekki aðeins erlenda. Samtökin þurfa forystu sem vinnur í raun fyrir alla, í stað þess að einblína á útvaldan hóp til að líta vel út í fjölmiðlum. Því spyr ég hvort ekki sé kominn tími á nýja forystu Afstöðu. Núverandi formaður hefur verið í fararbroddi þessarar fylkingar frá upphafi, í þessu forystu starfi sem og öðrum eru breytingar nauðsynlegar til að koma í veg fyrir stöðnun og tryggja að félagið starfi af krafti, heilindum og með ferska sýn. Höfundur er fangi og áhugamaður um fangelsismál.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar