Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. september 2025 21:32 Eyþór segir tækni Hopp nú þegar tryggja öryggi farþega. Innviðaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á leigubílamarkaði. Markmiðið er að tryggja öryggi farþega. Forsvarsmenn Hopp Leigubíla segjast efins um að takmarkinu verði náð og óttast fækkun leigubílstjóra. Það eru ekki nema tvö ár síðan leigubílalögum var alfarið breytt, fjöldatakmarkanir voru afnumdar og stöðvaskylda sömuleiðis. Eftir breytingarnar fjölgaði leigubílum gríðarlega en æ oftar bárust fréttir af meintu misferli leigubílstjóra, svikastarfsemi og jafnvel ofbeldisbrotum. Í nýju frumvarpi innviðaráðherra er gert ráð fyrir að ekki verði lengur leyfilegt fyrir einstaka bílstjóra að keyra undir merkjum eigin leigubílastöðvar. Í greinargerð kemur fram að slíkir leigubílstjórar séu nú 188 talsins en alls eru 993 skráðir á landinu. 32 leigubílastöðvar eru svo starfandi með gilt starfsleyfi. Ráðherra segir markmiðið að auka öryggi farþega. Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri Hopp er efins. Leigubílstjórar vilji læra íslensku „Þó breytingarnar hafi lítil sem engin áhrif á okkar starfsemi sérstaklega finnst okkur ásetningurinn með lögunum góður og gott skref að reyna að bæta öryggi á leigubílamarkaðnum. Að því sögðu þá er þessi framkvæmd ekki eitthvað sem okkur finnst vera markviss eða gagnleg í áttina að því.“ Það sé ótækt að farþegar viti ekki hver keyri leigubílinn sinn fyrirfram og hvað ferðin muni kosta. Tæknin sé þegar til sem Hopp nýti. Þá hefur ráðherra sagt að hann vilji að próf sem lögð séu fyrir leigubílstjóra verði alfarið á íslensku. Eyþór segir það gefa augaleið að slíkt muni fækka leigubílstjórum. „Ég þekki ekki einn leigubílstjóra sem er ekki allur af vilja gerður til þess að læra íslensku en það ætti kannski ekki að vera það sem segir til um það eða ekki hvort þú getir keyrt leigubíl sérstaklega. Ef þú vilt bæta stöðu íslenskunnar í samfélaginu eru margir staðir þar sem garðurinn er lægri til þess að ná árangri heldur en að ráðast á leigubílstjórastéttina og þá sérstaklega aðgengi leigubílstjóra eða tilvonandi leigubílstjóra að markaðnum.“ Hefur sjálfur þreytt prófið Sjálfur er Eyþór leigubílstjóri og hefur þar með tekið og staðist prófið. Hann segir að nærtækara yrði að nútímavæða prófið. „Það eru partar af náminu þar sem þú lærir hvernig á að nota gjaldmæli hjá einum tilteknum aðila á markaðnum, það eru partar af náminu þar sem þú lærir um tölfræði umferðarslysa frá 1980. Þú færð öll námsgögnin prentuð út á svarthvítan pappír.“ Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira
Það eru ekki nema tvö ár síðan leigubílalögum var alfarið breytt, fjöldatakmarkanir voru afnumdar og stöðvaskylda sömuleiðis. Eftir breytingarnar fjölgaði leigubílum gríðarlega en æ oftar bárust fréttir af meintu misferli leigubílstjóra, svikastarfsemi og jafnvel ofbeldisbrotum. Í nýju frumvarpi innviðaráðherra er gert ráð fyrir að ekki verði lengur leyfilegt fyrir einstaka bílstjóra að keyra undir merkjum eigin leigubílastöðvar. Í greinargerð kemur fram að slíkir leigubílstjórar séu nú 188 talsins en alls eru 993 skráðir á landinu. 32 leigubílastöðvar eru svo starfandi með gilt starfsleyfi. Ráðherra segir markmiðið að auka öryggi farþega. Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri Hopp er efins. Leigubílstjórar vilji læra íslensku „Þó breytingarnar hafi lítil sem engin áhrif á okkar starfsemi sérstaklega finnst okkur ásetningurinn með lögunum góður og gott skref að reyna að bæta öryggi á leigubílamarkaðnum. Að því sögðu þá er þessi framkvæmd ekki eitthvað sem okkur finnst vera markviss eða gagnleg í áttina að því.“ Það sé ótækt að farþegar viti ekki hver keyri leigubílinn sinn fyrirfram og hvað ferðin muni kosta. Tæknin sé þegar til sem Hopp nýti. Þá hefur ráðherra sagt að hann vilji að próf sem lögð séu fyrir leigubílstjóra verði alfarið á íslensku. Eyþór segir það gefa augaleið að slíkt muni fækka leigubílstjórum. „Ég þekki ekki einn leigubílstjóra sem er ekki allur af vilja gerður til þess að læra íslensku en það ætti kannski ekki að vera það sem segir til um það eða ekki hvort þú getir keyrt leigubíl sérstaklega. Ef þú vilt bæta stöðu íslenskunnar í samfélaginu eru margir staðir þar sem garðurinn er lægri til þess að ná árangri heldur en að ráðast á leigubílstjórastéttina og þá sérstaklega aðgengi leigubílstjóra eða tilvonandi leigubílstjóra að markaðnum.“ Hefur sjálfur þreytt prófið Sjálfur er Eyþór leigubílstjóri og hefur þar með tekið og staðist prófið. Hann segir að nærtækara yrði að nútímavæða prófið. „Það eru partar af náminu þar sem þú lærir hvernig á að nota gjaldmæli hjá einum tilteknum aðila á markaðnum, það eru partar af náminu þar sem þú lærir um tölfræði umferðarslysa frá 1980. Þú færð öll námsgögnin prentuð út á svarthvítan pappír.“
Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira