Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. september 2025 21:32 Eyþór segir tækni Hopp nú þegar tryggja öryggi farþega. Innviðaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á leigubílamarkaði. Markmiðið er að tryggja öryggi farþega. Forsvarsmenn Hopp Leigubíla segjast efins um að takmarkinu verði náð og óttast fækkun leigubílstjóra. Það eru ekki nema tvö ár síðan leigubílalögum var alfarið breytt, fjöldatakmarkanir voru afnumdar og stöðvaskylda sömuleiðis. Eftir breytingarnar fjölgaði leigubílum gríðarlega en æ oftar bárust fréttir af meintu misferli leigubílstjóra, svikastarfsemi og jafnvel ofbeldisbrotum. Í nýju frumvarpi innviðaráðherra er gert ráð fyrir að ekki verði lengur leyfilegt fyrir einstaka bílstjóra að keyra undir merkjum eigin leigubílastöðvar. Í greinargerð kemur fram að slíkir leigubílstjórar séu nú 188 talsins en alls eru 993 skráðir á landinu. 32 leigubílastöðvar eru svo starfandi með gilt starfsleyfi. Ráðherra segir markmiðið að auka öryggi farþega. Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri Hopp er efins. Leigubílstjórar vilji læra íslensku „Þó breytingarnar hafi lítil sem engin áhrif á okkar starfsemi sérstaklega finnst okkur ásetningurinn með lögunum góður og gott skref að reyna að bæta öryggi á leigubílamarkaðnum. Að því sögðu þá er þessi framkvæmd ekki eitthvað sem okkur finnst vera markviss eða gagnleg í áttina að því.“ Það sé ótækt að farþegar viti ekki hver keyri leigubílinn sinn fyrirfram og hvað ferðin muni kosta. Tæknin sé þegar til sem Hopp nýti. Þá hefur ráðherra sagt að hann vilji að próf sem lögð séu fyrir leigubílstjóra verði alfarið á íslensku. Eyþór segir það gefa augaleið að slíkt muni fækka leigubílstjórum. „Ég þekki ekki einn leigubílstjóra sem er ekki allur af vilja gerður til þess að læra íslensku en það ætti kannski ekki að vera það sem segir til um það eða ekki hvort þú getir keyrt leigubíl sérstaklega. Ef þú vilt bæta stöðu íslenskunnar í samfélaginu eru margir staðir þar sem garðurinn er lægri til þess að ná árangri heldur en að ráðast á leigubílstjórastéttina og þá sérstaklega aðgengi leigubílstjóra eða tilvonandi leigubílstjóra að markaðnum.“ Hefur sjálfur þreytt prófið Sjálfur er Eyþór leigubílstjóri og hefur þar með tekið og staðist prófið. Hann segir að nærtækara yrði að nútímavæða prófið. „Það eru partar af náminu þar sem þú lærir hvernig á að nota gjaldmæli hjá einum tilteknum aðila á markaðnum, það eru partar af náminu þar sem þú lærir um tölfræði umferðarslysa frá 1980. Þú færð öll námsgögnin prentuð út á svarthvítan pappír.“ Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Það eru ekki nema tvö ár síðan leigubílalögum var alfarið breytt, fjöldatakmarkanir voru afnumdar og stöðvaskylda sömuleiðis. Eftir breytingarnar fjölgaði leigubílum gríðarlega en æ oftar bárust fréttir af meintu misferli leigubílstjóra, svikastarfsemi og jafnvel ofbeldisbrotum. Í nýju frumvarpi innviðaráðherra er gert ráð fyrir að ekki verði lengur leyfilegt fyrir einstaka bílstjóra að keyra undir merkjum eigin leigubílastöðvar. Í greinargerð kemur fram að slíkir leigubílstjórar séu nú 188 talsins en alls eru 993 skráðir á landinu. 32 leigubílastöðvar eru svo starfandi með gilt starfsleyfi. Ráðherra segir markmiðið að auka öryggi farþega. Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri Hopp er efins. Leigubílstjórar vilji læra íslensku „Þó breytingarnar hafi lítil sem engin áhrif á okkar starfsemi sérstaklega finnst okkur ásetningurinn með lögunum góður og gott skref að reyna að bæta öryggi á leigubílamarkaðnum. Að því sögðu þá er þessi framkvæmd ekki eitthvað sem okkur finnst vera markviss eða gagnleg í áttina að því.“ Það sé ótækt að farþegar viti ekki hver keyri leigubílinn sinn fyrirfram og hvað ferðin muni kosta. Tæknin sé þegar til sem Hopp nýti. Þá hefur ráðherra sagt að hann vilji að próf sem lögð séu fyrir leigubílstjóra verði alfarið á íslensku. Eyþór segir það gefa augaleið að slíkt muni fækka leigubílstjórum. „Ég þekki ekki einn leigubílstjóra sem er ekki allur af vilja gerður til þess að læra íslensku en það ætti kannski ekki að vera það sem segir til um það eða ekki hvort þú getir keyrt leigubíl sérstaklega. Ef þú vilt bæta stöðu íslenskunnar í samfélaginu eru margir staðir þar sem garðurinn er lægri til þess að ná árangri heldur en að ráðast á leigubílstjórastéttina og þá sérstaklega aðgengi leigubílstjóra eða tilvonandi leigubílstjóra að markaðnum.“ Hefur sjálfur þreytt prófið Sjálfur er Eyþór leigubílstjóri og hefur þar með tekið og staðist prófið. Hann segir að nærtækara yrði að nútímavæða prófið. „Það eru partar af náminu þar sem þú lærir hvernig á að nota gjaldmæli hjá einum tilteknum aðila á markaðnum, það eru partar af náminu þar sem þú lærir um tölfræði umferðarslysa frá 1980. Þú færð öll námsgögnin prentuð út á svarthvítan pappír.“
Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira