Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2025 10:20 Júlía Navalnaja segir eiginmann sinn hafa verið myrtan. Hún er sjálf skotmark rússneskra stjórnvalda sem líða ekkert andóf. Vísir/EPA Ekkja Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans heitins, fullyrðir að honum hafi verið ráðinn bani í fangelsi. Niðurstöður rannsókna á lífsýni úr honum sýni að eitrað hafi verið fyrir honum. „Þessar rannsóknastofur í tveimur ólíkum löndum komust að sömu niðurstöðu: Alexei var drepinn. Nánar tiltekið, það var eitrað fyrir honum,“ skrifaði Júlía Navalnaja á samfélagsmiðilinn X í dag. Hún tilgreindi ekki hvað eitur ætti að hafa verið notað. Sagði hún að lífsýnum úr eiginmanni hennar hefði verið smyglað úr landi í fyrra og þau send á rannsóknastofurnar, að því er segir í frétt Reuters. Navalní lést skyndilega í afskekktu fangelsi í norðanverðu Rússlandi í febrúar í fyrra. Hann afplánaði þar nítján ára fangelsisdóm sem hann fullyrti að ætti sér pólitískar rætur. Navalnaja hefur frá upphafi haldið því fram að eiginmaður hennar hafi verið drepinn í fangelsinu en því hafa stjórnvöld í Kreml neitað. Niðurstaða opinberrar rannsóknar var að Navalní hefði látist af völdum nokkurra sjúkdóma. Vladímír Pútín forseti veitti fangelsismálastjóra sínum vegtyllu þremur dögum eftir dauða Navalní í fangelsi hans. Eitrað var fyrir Navalní árið 2020. Hann var þá fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Þrátt fyrir banatilræðið sneri hann aftur til Rússlands árið eftir. Þar var hann handtekinn, meðal annars á þeim forsendum að hann hefði rofið skilorð með því að gefa sig ekki reglulega fram við rússnesk yfirvöld á meðan hann lá í dái eftir eitrunina. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta hafa lýst stjórnmálahreyfingu Navalní ólögleg öfgasamtök. Á þeim grundvelli hafa þau sótt ýmsa bandamenn Navalní til saka. Gáfu þau nýlega út handtökuskipun á hendur ekkju Navalní fyrir að eiga aðild að „öfgasamtökunum“. Rússland Mál Alexei Navalní Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
„Þessar rannsóknastofur í tveimur ólíkum löndum komust að sömu niðurstöðu: Alexei var drepinn. Nánar tiltekið, það var eitrað fyrir honum,“ skrifaði Júlía Navalnaja á samfélagsmiðilinn X í dag. Hún tilgreindi ekki hvað eitur ætti að hafa verið notað. Sagði hún að lífsýnum úr eiginmanni hennar hefði verið smyglað úr landi í fyrra og þau send á rannsóknastofurnar, að því er segir í frétt Reuters. Navalní lést skyndilega í afskekktu fangelsi í norðanverðu Rússlandi í febrúar í fyrra. Hann afplánaði þar nítján ára fangelsisdóm sem hann fullyrti að ætti sér pólitískar rætur. Navalnaja hefur frá upphafi haldið því fram að eiginmaður hennar hafi verið drepinn í fangelsinu en því hafa stjórnvöld í Kreml neitað. Niðurstaða opinberrar rannsóknar var að Navalní hefði látist af völdum nokkurra sjúkdóma. Vladímír Pútín forseti veitti fangelsismálastjóra sínum vegtyllu þremur dögum eftir dauða Navalní í fangelsi hans. Eitrað var fyrir Navalní árið 2020. Hann var þá fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Þrátt fyrir banatilræðið sneri hann aftur til Rússlands árið eftir. Þar var hann handtekinn, meðal annars á þeim forsendum að hann hefði rofið skilorð með því að gefa sig ekki reglulega fram við rússnesk yfirvöld á meðan hann lá í dái eftir eitrunina. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta hafa lýst stjórnmálahreyfingu Navalní ólögleg öfgasamtök. Á þeim grundvelli hafa þau sótt ýmsa bandamenn Navalní til saka. Gáfu þau nýlega út handtökuskipun á hendur ekkju Navalní fyrir að eiga aðild að „öfgasamtökunum“.
Rússland Mál Alexei Navalní Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira