Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. september 2025 21:43 Heiða Ingimarsdóttir varaþingmaður Viðreisnar tók sæti á Alþingi í dag. Þingmaður Viðreisnar gerði geðheilbrigðismál að umræðuefni á Alþingi í dag og lýsti hindrunum sem hún mætti í heilbrigðiskerfinu þegar hún var kasólétt með sjálfsvígshugsanir. Hún fagnar áformum heilbrigðisráðherra um auknar fjárveitingar til geðheilbrigðismála á Austurlandi. „Virðulegi forseti. Fyrir 17 árum stóð ég kasólétt og hágrátandi fyrir framan lækni og sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður. Ég hafði áður sagt honum frá vanlíðan minni en nú vissi ég að eitthvað yrði að gera. Hann horfði á mig, þagði í smástund og sagði: Já, við skulum bíða aðeins,“ sagði Heiða undir liðnum Störf þingsins í umræðum á Alþingi í dag. Yrði að hafa tilvísun „Ég hringdi norður á Akureyri og bað um tíma hjá geðlækni eða sálfræðingi á spítalanum. Mér var tjáð að ég yrði að hafa tilvísun þrátt fyrir að vera ólétt og í sjálfsvígshugleiðingum. Ég spurði á hversu margar lokaðar dyr fólk í viðkvæmri stöðu þyrfti að ganga áður en það fengi viðeigandi hjálp.“ Henni hafi þá verið sagt að leita til heimilislæknis. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Sem betur fer hafði ég einhvern kraft í mér sem margir á þessum stað hafa ekki. Ég hringdi á allar heilsugæslur í landshlutanum. Ég keyrði í 40 mínútur og á móti mér tók afleysingalæknir sem útskýrði að þetta væri því miður of algengt og það skorti verulega úrræði. Ég var komin á göngudeild á Akureyri tveimur dögum síðar.“ Fólk eigi ekki að þurfa stökkva yfir hindranir „Samfélagið er ekki sterkara en veikasti hlekkur þess. Því þurfum við að huga að þeim sem eiga um sárt að binda. Fólk á ekki að þurfa að stökkva yfir hindranir til að fá hjálp.“ „Við þekkjum flest ef ekki öll einstaklinga sem hafa þarfnast geðheilbrigðisþjónustu. Sum okkar þekkja það jafnvel á eigin skinni. Ég geri það svo sannarlega. Ég hef bæði séð kerfið okkar virka vel og ég hef séð kerfið okkar bregðast,“ segir Heiða. Mörg jákvæð skref hafi verið stigin fyrir austan í geðheilbrigðismálum en betur megi ef duga skuli. „Á samfélaginu hvíla djúp sár sem aldrei verða söm en enn er hægt að koma í veg fyrir frekari áföll. Það gladdi því mitt austfirska hjarta að sjá að hæstvirtur heilbrigðisráðherra hefur brugðist við þeim aðstæðum sem hafa skapast fyrir austan og aukið fjármagn til geðheilbrigðisþjónustu í landshlutanum.“ „Með samstilltu átaki mun samfélagið ná aftur vopnum sínum og við grípum fólk áður en það er um seinan.“ Viðreisn Alþingi Geðheilbrigði Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
„Virðulegi forseti. Fyrir 17 árum stóð ég kasólétt og hágrátandi fyrir framan lækni og sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður. Ég hafði áður sagt honum frá vanlíðan minni en nú vissi ég að eitthvað yrði að gera. Hann horfði á mig, þagði í smástund og sagði: Já, við skulum bíða aðeins,“ sagði Heiða undir liðnum Störf þingsins í umræðum á Alþingi í dag. Yrði að hafa tilvísun „Ég hringdi norður á Akureyri og bað um tíma hjá geðlækni eða sálfræðingi á spítalanum. Mér var tjáð að ég yrði að hafa tilvísun þrátt fyrir að vera ólétt og í sjálfsvígshugleiðingum. Ég spurði á hversu margar lokaðar dyr fólk í viðkvæmri stöðu þyrfti að ganga áður en það fengi viðeigandi hjálp.“ Henni hafi þá verið sagt að leita til heimilislæknis. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Sem betur fer hafði ég einhvern kraft í mér sem margir á þessum stað hafa ekki. Ég hringdi á allar heilsugæslur í landshlutanum. Ég keyrði í 40 mínútur og á móti mér tók afleysingalæknir sem útskýrði að þetta væri því miður of algengt og það skorti verulega úrræði. Ég var komin á göngudeild á Akureyri tveimur dögum síðar.“ Fólk eigi ekki að þurfa stökkva yfir hindranir „Samfélagið er ekki sterkara en veikasti hlekkur þess. Því þurfum við að huga að þeim sem eiga um sárt að binda. Fólk á ekki að þurfa að stökkva yfir hindranir til að fá hjálp.“ „Við þekkjum flest ef ekki öll einstaklinga sem hafa þarfnast geðheilbrigðisþjónustu. Sum okkar þekkja það jafnvel á eigin skinni. Ég geri það svo sannarlega. Ég hef bæði séð kerfið okkar virka vel og ég hef séð kerfið okkar bregðast,“ segir Heiða. Mörg jákvæð skref hafi verið stigin fyrir austan í geðheilbrigðismálum en betur megi ef duga skuli. „Á samfélaginu hvíla djúp sár sem aldrei verða söm en enn er hægt að koma í veg fyrir frekari áföll. Það gladdi því mitt austfirska hjarta að sjá að hæstvirtur heilbrigðisráðherra hefur brugðist við þeim aðstæðum sem hafa skapast fyrir austan og aukið fjármagn til geðheilbrigðisþjónustu í landshlutanum.“ „Með samstilltu átaki mun samfélagið ná aftur vopnum sínum og við grípum fólk áður en það er um seinan.“
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Viðreisn Alþingi Geðheilbrigði Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent