Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. september 2025 07:32 Elfar Þór Guðmundsson og Anh Quyen Hoang eigendur Hustle Bite. Vísir/Ívar Fannar Táningur, sem var að opna sinn eigin veitingastað ásamt vinum sínum, hvetur jafnaldra sína til vera virkari og gera eitthvað við líf sitt. Hann segir allt of margt ungt fólk aðgerðarlítið og vonast til að vera öðrum fyrirmynd. Við Álftaneslaug hefur nýr veitingastaður tekið við að Bitakoti sem stóð hér um árabil en staðurinn hefur vakið mikla athygli fyrir merkilegt nafn og útlit og unga og djarfa eigendur. Staðurinn er rekinn af fimm vinum sem eru á aldrinum 18 til 22 ára. Eigendurnir tveir, fæddir 2006 og 2004, segja reksturinn hafa gengið eins og í sögu síðan þeir opnuðu á laugardag. „Þetta var hugmyndin hjá honum Anh hérna að opna okkar eigin stað. Ég var búinn að vera að vinna á Fiskmarkaðnum og Hlöllabátum þannig ég var með örlitla reynslu af matargerð og skyndibitastað. Hann kom til mín og bróður míns og bauð okkur að vera hluti af þessari yndislegu starfsemi sem er Hustle bites og við samþykktum bara auðvitað stax,“ segir Elfar Þór Guðmundsson, einn eigenda Hustle bite. Anh Quyen Hoang, annar eigandi Hustle bite, hefur verið búsettur á Íslandi í sex ár og segir ákveðinn draum að rætast með opnun veitingastaðarins. „Ég vil eignast stærri veitingastað í framtíðinni, en þetta dugir í bili held ég.“ „Við viljum að þetta sé hornsteinninn fyrir Álftanesið, þar sem fólk getur komið hingað og dundað sér. Allir krakkarnir, nákvæmlega geta komið og leikið sér hérna. Bara hafa þetta góðan og þægilegan stemmningsstað,“ bætir Elfar við. Vilja vera fyrirmynd Hann segir þá rétt að byrja og vonast til þess að önnur ungmenni taki framtak þeirra sér til fyrirmyndar. Að baki nafninu, Hustle bite, sé sú hugmynd og og skilaboð að aðrir krakkar, á þeirra aldri, taki þá sér til fyrirmyndar. „Það er svo mikið af krökkum nú til dags sem eru bara ekki í vinnu, vilja ekki fara í skóla, eru ekki að gera neitt. Þannig við viljum með þessu, í gegnum yndislegan og frábæran mat hjá okkur, gefa út þessi skilaboð. Það er hugtak sem kallast að hustla hjá okkur ungmennunum. Við erum að reyna að sýna öðrum krökkum að maður verður að hafa fyrir lífinu.“ Matur Garðabær Veitingastaðir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Við Álftaneslaug hefur nýr veitingastaður tekið við að Bitakoti sem stóð hér um árabil en staðurinn hefur vakið mikla athygli fyrir merkilegt nafn og útlit og unga og djarfa eigendur. Staðurinn er rekinn af fimm vinum sem eru á aldrinum 18 til 22 ára. Eigendurnir tveir, fæddir 2006 og 2004, segja reksturinn hafa gengið eins og í sögu síðan þeir opnuðu á laugardag. „Þetta var hugmyndin hjá honum Anh hérna að opna okkar eigin stað. Ég var búinn að vera að vinna á Fiskmarkaðnum og Hlöllabátum þannig ég var með örlitla reynslu af matargerð og skyndibitastað. Hann kom til mín og bróður míns og bauð okkur að vera hluti af þessari yndislegu starfsemi sem er Hustle bites og við samþykktum bara auðvitað stax,“ segir Elfar Þór Guðmundsson, einn eigenda Hustle bite. Anh Quyen Hoang, annar eigandi Hustle bite, hefur verið búsettur á Íslandi í sex ár og segir ákveðinn draum að rætast með opnun veitingastaðarins. „Ég vil eignast stærri veitingastað í framtíðinni, en þetta dugir í bili held ég.“ „Við viljum að þetta sé hornsteinninn fyrir Álftanesið, þar sem fólk getur komið hingað og dundað sér. Allir krakkarnir, nákvæmlega geta komið og leikið sér hérna. Bara hafa þetta góðan og þægilegan stemmningsstað,“ bætir Elfar við. Vilja vera fyrirmynd Hann segir þá rétt að byrja og vonast til þess að önnur ungmenni taki framtak þeirra sér til fyrirmyndar. Að baki nafninu, Hustle bite, sé sú hugmynd og og skilaboð að aðrir krakkar, á þeirra aldri, taki þá sér til fyrirmyndar. „Það er svo mikið af krökkum nú til dags sem eru bara ekki í vinnu, vilja ekki fara í skóla, eru ekki að gera neitt. Þannig við viljum með þessu, í gegnum yndislegan og frábæran mat hjá okkur, gefa út þessi skilaboð. Það er hugtak sem kallast að hustla hjá okkur ungmennunum. Við erum að reyna að sýna öðrum krökkum að maður verður að hafa fyrir lífinu.“
Matur Garðabær Veitingastaðir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira