Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Agnar Már Másson skrifar 16. september 2025 17:30 Sanna Magdalena Mörtudóttir segir hvorki af né á um mögulegt framboð sitt fyrir Sósíalistaflokkinn til borgarstjórnar næsta vor. Vísir/Lýður Valberg Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hvetur Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, eina kjörna oddvita flokksins, til að segja sig úr flokknum eftir að hún hefur sagst mögulega ætla að bjóða sig fram fyrir annan flokk. Sanna segist fyrst hafa heyrt af þessari áskorun í fjölmiðlum. Formaður stjórnarinnar segir hana ekki sýna nokkurn áhuga á að vinna með flokknum. Borgarfulltrúinn sagði sig frá trúnaðarstörfum innan flokksins eftir að hallarbylting var gerð á aðalfundi flokksins. Framkvæmdastjórnin segir í ályktun að Sanna hafi ítrekað tekið afstöðu gegn flokknum frá því að ný stjórn tók við. Oddvitinn eigi að „koma hreint og heiðarlega fram“ Sæþór Benjamín Randalsson, formaður framkvæmdastjórnarinnar, segir í samtali við Vísi að stjórnin hafi frá fyrsta degi óskað eftir því að vinna með Sönnu. „En hún hefur ekki verið til í að hitta okkur, vinna með okkur eða upplýsa okkur hvað er í gangi í borginni,“ segir Sæþór, sem vísar svo til þess að hún tali nú um sig sem „sósíalískan borgarfulltrúa“ frekar en borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins. Í ályktun sem samþykkt var af framkvæmdastjórn flokksins í dag segir að vegna ummæla oddvitans í frétt Rúv í gær um að bjóða sig mögulega fram í öðrum flokki hvetji framkvæmdastjórn hana til að „koma hreint og heiðarlega fram“ og segja sig úr flokknum. „Sanna Magdalena Mörtudóttir hefur lengst af á sinni starfsævi unnið sem atvinnustjórnmálakona sem kjörinn fulltrúi Sósíalistaflokksins. Af ummælum hennar að dæma um mögulegt framboð með öðrum flokki virðist hún horfa frekar til eigin frama í stjórnmálum en hag síns eigin flokks og framgang félagshyggju á Íslandi,“ segir í ályktun framkvæmdastjórnarinnar. Sæþór Benjamín segir mikilvægt að efla innra starf flokksins. Ný forysta hafi nú það verkefni að sannfæra almenning um að þeim sé treystandi fyrir flokknum. Bylgjan Enn fremur lýsir framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands furðu á ummælum borgarfulltrúans á RÚV um að það sé „ekkert launungarmál“ að ný stjórn Sósíalistaflokksins, sem tók við á aðalfundi í vor eftir dramatíska hallarbyltingu, „hafi ekki staðið heilshugar að baki borgarstjórnarflokknum.“ Framkvæmdastjórnin vísar þessum ummælum á bug og segist hafa þvert á móti ítrekað reynt á samstarf og samtal við Sönnu. „Eftir margra mánaða umleitanir fékkst hún loks á fund með framkvæmdarstjórn en neitaði að hitta framkvæmdarstjórn einsömul líkt og aðrir borgarfulltrúar flokksins höfðu þá þegar gert. Ekki var að merkja nokkurn samstarfsvilja af hálfu Sönnu Magdalenu á þeim fundi,“ segir í ályktun. „Óskar framkvæmdarstjórn Sönnu velfarnaðar í öllu því sem hún ákveður að taka sér fyrir hendur.“ Sanna skrifar á Facebook að hún hafi fyrst heyrt af þessari áskorun á vef Rúv, sem greindi fyrst frá. „Ég hef allavegana ekki fengið tölvupóst, símtal, né sms með þessari áskorun framkvæmdastjórnar,“ skrifar hún í ummæli á Rauða þræðinum, umræðuvettvangi sósíalista á Facebook. Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Formaður stjórnarinnar segir hana ekki sýna nokkurn áhuga á að vinna með flokknum. Borgarfulltrúinn sagði sig frá trúnaðarstörfum innan flokksins eftir að hallarbylting var gerð á aðalfundi flokksins. Framkvæmdastjórnin segir í ályktun að Sanna hafi ítrekað tekið afstöðu gegn flokknum frá því að ný stjórn tók við. Oddvitinn eigi að „koma hreint og heiðarlega fram“ Sæþór Benjamín Randalsson, formaður framkvæmdastjórnarinnar, segir í samtali við Vísi að stjórnin hafi frá fyrsta degi óskað eftir því að vinna með Sönnu. „En hún hefur ekki verið til í að hitta okkur, vinna með okkur eða upplýsa okkur hvað er í gangi í borginni,“ segir Sæþór, sem vísar svo til þess að hún tali nú um sig sem „sósíalískan borgarfulltrúa“ frekar en borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins. Í ályktun sem samþykkt var af framkvæmdastjórn flokksins í dag segir að vegna ummæla oddvitans í frétt Rúv í gær um að bjóða sig mögulega fram í öðrum flokki hvetji framkvæmdastjórn hana til að „koma hreint og heiðarlega fram“ og segja sig úr flokknum. „Sanna Magdalena Mörtudóttir hefur lengst af á sinni starfsævi unnið sem atvinnustjórnmálakona sem kjörinn fulltrúi Sósíalistaflokksins. Af ummælum hennar að dæma um mögulegt framboð með öðrum flokki virðist hún horfa frekar til eigin frama í stjórnmálum en hag síns eigin flokks og framgang félagshyggju á Íslandi,“ segir í ályktun framkvæmdastjórnarinnar. Sæþór Benjamín segir mikilvægt að efla innra starf flokksins. Ný forysta hafi nú það verkefni að sannfæra almenning um að þeim sé treystandi fyrir flokknum. Bylgjan Enn fremur lýsir framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands furðu á ummælum borgarfulltrúans á RÚV um að það sé „ekkert launungarmál“ að ný stjórn Sósíalistaflokksins, sem tók við á aðalfundi í vor eftir dramatíska hallarbyltingu, „hafi ekki staðið heilshugar að baki borgarstjórnarflokknum.“ Framkvæmdastjórnin vísar þessum ummælum á bug og segist hafa þvert á móti ítrekað reynt á samstarf og samtal við Sönnu. „Eftir margra mánaða umleitanir fékkst hún loks á fund með framkvæmdarstjórn en neitaði að hitta framkvæmdarstjórn einsömul líkt og aðrir borgarfulltrúar flokksins höfðu þá þegar gert. Ekki var að merkja nokkurn samstarfsvilja af hálfu Sönnu Magdalenu á þeim fundi,“ segir í ályktun. „Óskar framkvæmdarstjórn Sönnu velfarnaðar í öllu því sem hún ákveður að taka sér fyrir hendur.“ Sanna skrifar á Facebook að hún hafi fyrst heyrt af þessari áskorun á vef Rúv, sem greindi fyrst frá. „Ég hef allavegana ekki fengið tölvupóst, símtal, né sms með þessari áskorun framkvæmdastjórnar,“ skrifar hún í ummæli á Rauða þræðinum, umræðuvettvangi sósíalista á Facebook.
Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira