Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 16. september 2025 15:32 Í fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur stendur til að skerða stuðning til mikilvægra sjálfseignarstofnanna um hálfan milljarð króna. Þar er ráðist harðast að Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem greinist með krabbamein, en skera á niður stuðning til Ljóssins um 200 milljónir króna. Kaldar kveðjur inn í bleikan október. Ljósið er einstök heilbrigðisstofnun sem þúsundir Íslendinga og aðstandendur þeirra hafa nýtt sér til stuðnings og endurhæfingar. Ljósið einblínir ekki bara á krabbameinsgreinda heldur hjálpar það einnig nánustu aðstandendum og leggur sömuleiðis mikla áherslu á að fá fleiri karlmenn til að leita sér aðstoðar, en ekki hefur verið vanþörf á. Í Ljósinu fá krabbameinsgreindir andlegan og líkamlegan stuðning til að komast í gegnum veikindin og að komast aftur á fætur eftir glímuna við þennan illvíga sjúkdóm. Þannig kemst fólk fyrr út á vinnumarkaðinn og færist nær eðlilegu og daglegu lífi. Það liggur því alveg í augum uppi að þessar 200 milljónir skila sér margfalt til baka. Það er löngu viðurkennt í nútímaheilbrigðiskerfi að skapandi iðja, hreyfing og félagslegur stuðningur í endurhæfingu bæta bæði líkamlega og andlega líðan. Rannsóknir hér heima og erlendis hafa sýnt fram á það og í skýrslu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar kemur fram að slík nálgun geti jafnvel dregið úr heildarkostnaði heilbrigðiskerfisins. Einkaframtakið virðist því miður vera sem þyrnir í augum heilbrigðisráðherra en það yrði skelfilegt ef jafnmikilvæg stofnun og Ljósið yrði fyrst undir niðurskurðarhnífinn vegna skilningsleysis heilbrigðisráðherra á starfsemi þess. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur stendur til að skerða stuðning til mikilvægra sjálfseignarstofnanna um hálfan milljarð króna. Þar er ráðist harðast að Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem greinist með krabbamein, en skera á niður stuðning til Ljóssins um 200 milljónir króna. Kaldar kveðjur inn í bleikan október. Ljósið er einstök heilbrigðisstofnun sem þúsundir Íslendinga og aðstandendur þeirra hafa nýtt sér til stuðnings og endurhæfingar. Ljósið einblínir ekki bara á krabbameinsgreinda heldur hjálpar það einnig nánustu aðstandendum og leggur sömuleiðis mikla áherslu á að fá fleiri karlmenn til að leita sér aðstoðar, en ekki hefur verið vanþörf á. Í Ljósinu fá krabbameinsgreindir andlegan og líkamlegan stuðning til að komast í gegnum veikindin og að komast aftur á fætur eftir glímuna við þennan illvíga sjúkdóm. Þannig kemst fólk fyrr út á vinnumarkaðinn og færist nær eðlilegu og daglegu lífi. Það liggur því alveg í augum uppi að þessar 200 milljónir skila sér margfalt til baka. Það er löngu viðurkennt í nútímaheilbrigðiskerfi að skapandi iðja, hreyfing og félagslegur stuðningur í endurhæfingu bæta bæði líkamlega og andlega líðan. Rannsóknir hér heima og erlendis hafa sýnt fram á það og í skýrslu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar kemur fram að slík nálgun geti jafnvel dregið úr heildarkostnaði heilbrigðiskerfisins. Einkaframtakið virðist því miður vera sem þyrnir í augum heilbrigðisráðherra en það yrði skelfilegt ef jafnmikilvæg stofnun og Ljósið yrði fyrst undir niðurskurðarhnífinn vegna skilningsleysis heilbrigðisráðherra á starfsemi þess. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun