Bellingham batnaði hraðar en búist var við Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. september 2025 21:46 Bellingham verður í leikmannahópi Real Madrid á morgun. Alberto Gardin/Eurasia Sport Images/Getty Images Jude Bellingham verður í leikmannahópi Real Madrid í fyrsta sinn síðan á síðasta tímabili, þegar franska liðið Marseille heimsækir Santiago Bernabéu á morgun. Bellingham gekkst undir aðgerð á öxlinni í sumar eftir að hafa glímt við langvarandi meiðsli, síðan hann fór úr axlarlið í leik gegn Rayo Vallecano árið 2023. Hann hafði leikið með hlífðarbúnað á öxlinni en var orðinn þreyttur á því og lagðist undir hnífinn þegar HM félagsliða lauk. Batinn hefur gengið vonum framar, því upphaflega átti Bellingham ekki að snúa aftur fyrr en í október. Hann sneri aftur til æfinga í síðustu viku þegar landsleikjahlénu lauk og er einn af 23 leikmönnum í hópnum sem mætir Marseille annað kvöld. ▫️16th July, 2025: Jude Bellingham undergoes major shoulder surgery and is ruled OUT for 3 to 4 MONTHS! ▫️15th September, 2025: Jude Bellingham is back and included in squad to face Marseille. 🤯 INCREDIBLE. pic.twitter.com/CCV6U2yghy— Madrid Zone (@theMadridZone) September 15, 2025 Bellingham hefur verið lykilmaður hjá Madrídingum síðustu tvö tímabil. Hann skoraði 23 mörk í 43 leikjum á sínu fyrsta tímabili og vann tvöfald, deild og Meistaradeild. Á síðasta tímabili skoraði hann 15 mörk í 58 leikjum og missti af báðum titlum. Tímabilið hefur farið vel af stað hjá Real Madrid, sem er í efsta sæti með fullt hús stiga eftir fjóra leiki í deildinni. Kylian Mbappé er markahæstur með fjögur mörk og Arda Guler og Vinicius Junior hafa báðir sett tvö mörk í upphafi tímabils. Sá eini sem virðist ekki vera að njóta sín í Madríd þessa dagana er Trent Alexander-Arnold, sem þurfti að verma varamannabekkinn í rúmar áttatíu mínútur í 2-1 sigrinum gegn Real Sociedad um helgina. Leikur Real Madrid og Marseille hefst klukkan sjö annað kvöld, þriðjudag, og er einn af sex leikjum Meistaradeildarinnar sem verða í beinni útsendingu á Sýn Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira
Bellingham gekkst undir aðgerð á öxlinni í sumar eftir að hafa glímt við langvarandi meiðsli, síðan hann fór úr axlarlið í leik gegn Rayo Vallecano árið 2023. Hann hafði leikið með hlífðarbúnað á öxlinni en var orðinn þreyttur á því og lagðist undir hnífinn þegar HM félagsliða lauk. Batinn hefur gengið vonum framar, því upphaflega átti Bellingham ekki að snúa aftur fyrr en í október. Hann sneri aftur til æfinga í síðustu viku þegar landsleikjahlénu lauk og er einn af 23 leikmönnum í hópnum sem mætir Marseille annað kvöld. ▫️16th July, 2025: Jude Bellingham undergoes major shoulder surgery and is ruled OUT for 3 to 4 MONTHS! ▫️15th September, 2025: Jude Bellingham is back and included in squad to face Marseille. 🤯 INCREDIBLE. pic.twitter.com/CCV6U2yghy— Madrid Zone (@theMadridZone) September 15, 2025 Bellingham hefur verið lykilmaður hjá Madrídingum síðustu tvö tímabil. Hann skoraði 23 mörk í 43 leikjum á sínu fyrsta tímabili og vann tvöfald, deild og Meistaradeild. Á síðasta tímabili skoraði hann 15 mörk í 58 leikjum og missti af báðum titlum. Tímabilið hefur farið vel af stað hjá Real Madrid, sem er í efsta sæti með fullt hús stiga eftir fjóra leiki í deildinni. Kylian Mbappé er markahæstur með fjögur mörk og Arda Guler og Vinicius Junior hafa báðir sett tvö mörk í upphafi tímabils. Sá eini sem virðist ekki vera að njóta sín í Madríd þessa dagana er Trent Alexander-Arnold, sem þurfti að verma varamannabekkinn í rúmar áttatíu mínútur í 2-1 sigrinum gegn Real Sociedad um helgina. Leikur Real Madrid og Marseille hefst klukkan sjö annað kvöld, þriðjudag, og er einn af sex leikjum Meistaradeildarinnar sem verða í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira