Stórauka útgjöld til varnarmála Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2025 13:33 Sænskir hermenn á æfingu í sumar. Getty/Narciso Contreras Ríkisstjórn Svíþjóðar tilkynnti í morgun að fjárútlát til varnarmála yrðu stóraukin á næsta ári um 26,6 milljarða sænskra króna. Þannig munu fjárútlátin fara úr 148 milljörðum í um 175 milljarða eða um 2,8 prósent af vergri landsframleiðslu Svíþjóðar. Síðar stendur til að hækka fjárútlátin enn frekar í 3,5 prósent, í samræmi við markmið Atlantshafsbandalagsins. 26,6 milljarðar sænskra króna samsvar rúmum 350 milljörðum íslenskum króna. Á blaðamannafundi þar sem breytingarnar voru kynntar í morgun sagði Ulf Kristersson, forsætisráðherra, að um mikilvægt skref væri að ræða í endurnýjun herafla Svíþjóðar. Sænska ríkisútvarpið hefur eftir Kristersson að frá 2022 hafi fjárútlát til varnarmála í Svíþjóð hækkað um hundrað milljarða sænskra króna. Hluta peninganna á að verja í verkefni sem ætlað er að auka þjálfun hermanna, halda hermönnum lengur í hernum og auka laun kvaðmanna og ungra yfirmanna. Þá mun stór hluti nýju peninganna fara í hergögn eins og loftvarnarkerfi, stórskotaliðsvopn, skotfæri, bryndreka, skip, og flutningsflugvélar. Ástandið ekki eins alvarlegt í áratugi Í tilkynningu á vef ríkisstjórnar Svíþjóðar segir að öryggisástand ríkisins hafi ekki verið eins alvarlegt í nokkra áratugi. Rússar ógni öryggi Svíþjóðar á ýmsa vegu og það sé stór ástæða hernaðaruppbyggingar. Þar segir einnig að uppbyggingin sé sú umfangsmesta frá tímum kalda stríðsins en henni sé ekki eingöngu ætlað að styrkja sænska herinn, heldur einnig sænskt efnahagslíf og samfélag. Uppbyggingin muni skapa ýmis tækifæri og fjölda starfa. Bara í fyrra hafi skapast um sex þúsund ný störf hennar vegna. Áætlanir segja til um að útgjöldin til varnarmála eigi að vera orðin 3,1 prósent af landsframleiðslu árið 2028. Ná eigi 3,5 prósentum árið 2030. Uppbygging víða Svipaða sögu af útgjöldum til varnarmála er að segja frá fjölmörgum Evrópuríkjum um þessar mundir. Ríkisstjórnir heimsálfunnar hafa dregið saman seglin í varnarmálum um árabil og stuðningurinn við Úkraínu gegn Rússum hefur gengið mjög á vopnabúr Evrópu, sem standa mörg svo gott sem tóm. Frá því Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna hafa skilaboðin þaðan einnig verið skýr. „Ég er hér til að tryggja að öll ríki í NATO átti sig á því að allir þurfa að leggja hönd á plóg,“ sagði Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fyrir leiðtogafundi NATO í sumar. Hann sagði öll ríki þurfa að verja fimm prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála, vegna þeirra ógna sem bandalagið standi frammi fyrir. Sjá einnig: „Ógnin er veruleg“ Á fundinum í sumar var gert samkomulag um að farið yrði í fimm prósent á næstu árum. Þar af yrði eitt og hálft prósent fjárveitingar til innviða. Það er að segja, að fjárveitingar í vegi, brýr, flugvelli, hafnir og slíkt geti verið talið með, upp að einu og hálfu prósenti. Fyrir leiðtogafundinn í sumar voru viðmiðin tvö prósent. Kaupa evrópskt Uppbyggingin er ekki eingöngu til komin vegna krafna Bandaríkjamanna. Hana má einnig að miklu leyti rekja til ótta ráðamanna í Evrópu yfir þeirri ógn sem heimsálfunni muni stafa af Rússum eftir að stríðinu í Úkraínu lýkur, hvernig sem það fer. Sjá einnig: Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar. Umræddir ráðamenn óttast einnig að mögulega verði ekki hægt að treysta á Bandaríkin áfram, eins og Evrópa hefur gert of mikið af, samkvæmt Bandaríkjamönnum, undanfarna áratugi. Ríki sem selja öðrum ríkjum vopn hafa einnig eitthvað að segja um það hvernig vopnunum er beitt. Í höfuðborgum Evrópu er nú verið að hugsa um hvort að ríkisstjórn Bandaríkjanna geti í framtíðinni meinað Evrópumönnum að veita vopnum sínum gegn tilteknum ríkjum, eins og Rússlandi. Því hafa línur verið lagðar að því að hernaðaruppbygging Evrópu eigi að mestu leiti að eiga sér stað í Evrópu og leggja eigi áherslu á að versla evrópskt, ef svo má segja. Þetta hefur pirrað Bandaríkjamenn, sem hafa kvartað yfir þessum ætlunum. Ríki Evrópu eru þó upp á Bandaríkjamenn komna þegar kemur að fjölmörgum hergögnum og íhluti. Svíþjóð Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Sjá meira
Síðar stendur til að hækka fjárútlátin enn frekar í 3,5 prósent, í samræmi við markmið Atlantshafsbandalagsins. 26,6 milljarðar sænskra króna samsvar rúmum 350 milljörðum íslenskum króna. Á blaðamannafundi þar sem breytingarnar voru kynntar í morgun sagði Ulf Kristersson, forsætisráðherra, að um mikilvægt skref væri að ræða í endurnýjun herafla Svíþjóðar. Sænska ríkisútvarpið hefur eftir Kristersson að frá 2022 hafi fjárútlát til varnarmála í Svíþjóð hækkað um hundrað milljarða sænskra króna. Hluta peninganna á að verja í verkefni sem ætlað er að auka þjálfun hermanna, halda hermönnum lengur í hernum og auka laun kvaðmanna og ungra yfirmanna. Þá mun stór hluti nýju peninganna fara í hergögn eins og loftvarnarkerfi, stórskotaliðsvopn, skotfæri, bryndreka, skip, og flutningsflugvélar. Ástandið ekki eins alvarlegt í áratugi Í tilkynningu á vef ríkisstjórnar Svíþjóðar segir að öryggisástand ríkisins hafi ekki verið eins alvarlegt í nokkra áratugi. Rússar ógni öryggi Svíþjóðar á ýmsa vegu og það sé stór ástæða hernaðaruppbyggingar. Þar segir einnig að uppbyggingin sé sú umfangsmesta frá tímum kalda stríðsins en henni sé ekki eingöngu ætlað að styrkja sænska herinn, heldur einnig sænskt efnahagslíf og samfélag. Uppbyggingin muni skapa ýmis tækifæri og fjölda starfa. Bara í fyrra hafi skapast um sex þúsund ný störf hennar vegna. Áætlanir segja til um að útgjöldin til varnarmála eigi að vera orðin 3,1 prósent af landsframleiðslu árið 2028. Ná eigi 3,5 prósentum árið 2030. Uppbygging víða Svipaða sögu af útgjöldum til varnarmála er að segja frá fjölmörgum Evrópuríkjum um þessar mundir. Ríkisstjórnir heimsálfunnar hafa dregið saman seglin í varnarmálum um árabil og stuðningurinn við Úkraínu gegn Rússum hefur gengið mjög á vopnabúr Evrópu, sem standa mörg svo gott sem tóm. Frá því Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna hafa skilaboðin þaðan einnig verið skýr. „Ég er hér til að tryggja að öll ríki í NATO átti sig á því að allir þurfa að leggja hönd á plóg,“ sagði Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fyrir leiðtogafundi NATO í sumar. Hann sagði öll ríki þurfa að verja fimm prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála, vegna þeirra ógna sem bandalagið standi frammi fyrir. Sjá einnig: „Ógnin er veruleg“ Á fundinum í sumar var gert samkomulag um að farið yrði í fimm prósent á næstu árum. Þar af yrði eitt og hálft prósent fjárveitingar til innviða. Það er að segja, að fjárveitingar í vegi, brýr, flugvelli, hafnir og slíkt geti verið talið með, upp að einu og hálfu prósenti. Fyrir leiðtogafundinn í sumar voru viðmiðin tvö prósent. Kaupa evrópskt Uppbyggingin er ekki eingöngu til komin vegna krafna Bandaríkjamanna. Hana má einnig að miklu leyti rekja til ótta ráðamanna í Evrópu yfir þeirri ógn sem heimsálfunni muni stafa af Rússum eftir að stríðinu í Úkraínu lýkur, hvernig sem það fer. Sjá einnig: Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar. Umræddir ráðamenn óttast einnig að mögulega verði ekki hægt að treysta á Bandaríkin áfram, eins og Evrópa hefur gert of mikið af, samkvæmt Bandaríkjamönnum, undanfarna áratugi. Ríki sem selja öðrum ríkjum vopn hafa einnig eitthvað að segja um það hvernig vopnunum er beitt. Í höfuðborgum Evrópu er nú verið að hugsa um hvort að ríkisstjórn Bandaríkjanna geti í framtíðinni meinað Evrópumönnum að veita vopnum sínum gegn tilteknum ríkjum, eins og Rússlandi. Því hafa línur verið lagðar að því að hernaðaruppbygging Evrópu eigi að mestu leiti að eiga sér stað í Evrópu og leggja eigi áherslu á að versla evrópskt, ef svo má segja. Þetta hefur pirrað Bandaríkjamenn, sem hafa kvartað yfir þessum ætlunum. Ríki Evrópu eru þó upp á Bandaríkjamenn komna þegar kemur að fjölmörgum hergögnum og íhluti.
Svíþjóð Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Sjá meira