Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Lovísa Arnardóttir skrifar 15. september 2025 09:06 Páll Pálsson fasteignasali segir fasteignamarkaðinn góðan fyrir kaupendur í dag. Framboðið sé mikið og jafnvægi á markaði. Vísir/Vilhelm Páll Pálsson fasteignasali segir jafnvægi á fasteignamarkaði í dag. Það sé frábær tími fyrir kaupendur því það sé mikið framboð og verð hækki ekki það mikið milli mánaða. Íbúðir í eldri byggingum seljist betur en í nýbyggingum. Páll fór yfir stöðuna á fasteignamarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Páll segir að á þessu ári sé búið að gera um þúsund samninga á mánuði og eins og staðan er í dag séu um fimm þúsund eignir á markaðnum, af þeim séu um tvö þúsund í nýbyggingum. Hann segir framboðið mikið og fólk sé ekki að flýta sér eins mikið og það gerði áður, þegar framboðið var minna. Hann segir meðalsölutíma um hundrað daga frá því að íbúð er auglýst og samningur þinglýstur. Páll segir um fimmtíu prósent keðjanna sem myndast við sölu fasteignar ekki ná að fram að ganga innan samþykkts tíma. Hann segir nánast undantekningalaust að þegar fasteign er seld þá sé einhvers konar keðja, sérstaklega þegar fasteignin kostar 80 milljónir eða meira. Þá séu undantekningalaust einhverjar eignir á undan sem eru ódýrari. Það séu þó alls ekki margar slíkar íbúðir á sölu. Af þeim fimm þúsund íbúðum sem sé búið að selja á árinu séu aðeins um 50 þeirra seldar á 50 milljónir eða minna. Það séu mjög litlar íbúðir, 30 til 40 fermetrar. „Frá júní til nóvember í fyrra voru um 17 prósent af öllum íbúðum í nýbyggingum, það er um tíu til tólf prósent í dag og það sem er að seljast í nýbyggingunum eru litlu íbúðirnar. Það eru ódýrustu verðbilin.“ Mikið verðbil á nýjum og eldri byggingum Hann segir að af þeim fimm þúsund íbúðum sem eru á markaði í dag séu um tvö þúsund í nýbyggingum. Það gangi vel að selja eldri eignir en það séu frekar vandræði með nýbyggingar. Hann segir um 100 til 150 íbúðir í nýbyggingum seljast á mánuði að meðaltali og það sé allt of lítið. Meðalfermetraverðið sé um 1.100 þúsund á meðan meðalfermetraverð á eldri eignum sé um 800 þúsund. Hann segir verðbilið of mikið. Páll segir það taka um eitt og hálft ár að selja þennan lager sem er á markaði og að hans mati sé það of langur tími. Hann segir að ef vextir væru lægri og lánaskilyrði léttari fyrir kaupendur væri búið að selja miklu meira af þessum fimm þúsund íbúðum sem eru á sölu. „Þetta er akkúrat ástandið sem Seðlabankinn er að reyna að búa til,“ segir Páll. Hann segir það hafa komið fram í skýrslu hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun nýlega að 80 prósent af þeim sem eiga lágmarksútborgun geta ekki keypt. Til að kaupa þurfi manneskja að vera í pari eða að taka verðtryggt lán. „Við eigum að elska og hata hann,“ segir Páll um Seðlabankann og stefnu hans. Hávaxtastigið og aðgerðirnar séu að skila sér í því að fasteignaverð sé ekki að hækka um margar milljónir á mánuði. Kaupendamarkaður Það sé því meira jafnvægi á fasteignamarkaði í dag. Það sé yfirleitt talað um það að ef engar fleiri eignir kæmu á markað og að það taki undir fjóra mánuði að selja lagerinn sé það „seljendamarkaður“ en ef það taki meira en sex mánuði sé það „kaupendamarkaður“. „Ég vil meina það að það hafi ekki verið svona góður tími til að kaupa fasteign í langan tíma. Fasteignaverð er ekki að hækka, það er mikið framboð. Þetta er fullkominn tími til að komast inn á markaðinn,“ segir Páll. Hann segir suma hafa áhyggjur af því að þegar þessi lager sem er til selst og það sem er í byggingu kemur á markað og selst gæti orðið skortur. Það séu margir að bíða eftir því að komast á markað. Sjálfur spáir hann því að þetta gæti gerst eftir tvö til fjögur ár, nema eitthvað verði gert. „Við viljum ekkert að fasteignaverð sé að hækka hérna um tvö til þrjú prósent á mánuði.“ Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Seðlabankinn Bítið Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Páll segir að á þessu ári sé búið að gera um þúsund samninga á mánuði og eins og staðan er í dag séu um fimm þúsund eignir á markaðnum, af þeim séu um tvö þúsund í nýbyggingum. Hann segir framboðið mikið og fólk sé ekki að flýta sér eins mikið og það gerði áður, þegar framboðið var minna. Hann segir meðalsölutíma um hundrað daga frá því að íbúð er auglýst og samningur þinglýstur. Páll segir um fimmtíu prósent keðjanna sem myndast við sölu fasteignar ekki ná að fram að ganga innan samþykkts tíma. Hann segir nánast undantekningalaust að þegar fasteign er seld þá sé einhvers konar keðja, sérstaklega þegar fasteignin kostar 80 milljónir eða meira. Þá séu undantekningalaust einhverjar eignir á undan sem eru ódýrari. Það séu þó alls ekki margar slíkar íbúðir á sölu. Af þeim fimm þúsund íbúðum sem sé búið að selja á árinu séu aðeins um 50 þeirra seldar á 50 milljónir eða minna. Það séu mjög litlar íbúðir, 30 til 40 fermetrar. „Frá júní til nóvember í fyrra voru um 17 prósent af öllum íbúðum í nýbyggingum, það er um tíu til tólf prósent í dag og það sem er að seljast í nýbyggingunum eru litlu íbúðirnar. Það eru ódýrustu verðbilin.“ Mikið verðbil á nýjum og eldri byggingum Hann segir að af þeim fimm þúsund íbúðum sem eru á markaði í dag séu um tvö þúsund í nýbyggingum. Það gangi vel að selja eldri eignir en það séu frekar vandræði með nýbyggingar. Hann segir um 100 til 150 íbúðir í nýbyggingum seljast á mánuði að meðaltali og það sé allt of lítið. Meðalfermetraverðið sé um 1.100 þúsund á meðan meðalfermetraverð á eldri eignum sé um 800 þúsund. Hann segir verðbilið of mikið. Páll segir það taka um eitt og hálft ár að selja þennan lager sem er á markaði og að hans mati sé það of langur tími. Hann segir að ef vextir væru lægri og lánaskilyrði léttari fyrir kaupendur væri búið að selja miklu meira af þessum fimm þúsund íbúðum sem eru á sölu. „Þetta er akkúrat ástandið sem Seðlabankinn er að reyna að búa til,“ segir Páll. Hann segir það hafa komið fram í skýrslu hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun nýlega að 80 prósent af þeim sem eiga lágmarksútborgun geta ekki keypt. Til að kaupa þurfi manneskja að vera í pari eða að taka verðtryggt lán. „Við eigum að elska og hata hann,“ segir Páll um Seðlabankann og stefnu hans. Hávaxtastigið og aðgerðirnar séu að skila sér í því að fasteignaverð sé ekki að hækka um margar milljónir á mánuði. Kaupendamarkaður Það sé því meira jafnvægi á fasteignamarkaði í dag. Það sé yfirleitt talað um það að ef engar fleiri eignir kæmu á markað og að það taki undir fjóra mánuði að selja lagerinn sé það „seljendamarkaður“ en ef það taki meira en sex mánuði sé það „kaupendamarkaður“. „Ég vil meina það að það hafi ekki verið svona góður tími til að kaupa fasteign í langan tíma. Fasteignaverð er ekki að hækka, það er mikið framboð. Þetta er fullkominn tími til að komast inn á markaðinn,“ segir Páll. Hann segir suma hafa áhyggjur af því að þegar þessi lager sem er til selst og það sem er í byggingu kemur á markað og selst gæti orðið skortur. Það séu margir að bíða eftir því að komast á markað. Sjálfur spáir hann því að þetta gæti gerst eftir tvö til fjögur ár, nema eitthvað verði gert. „Við viljum ekkert að fasteignaverð sé að hækka hérna um tvö til þrjú prósent á mánuði.“
Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Seðlabankinn Bítið Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira