Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar 15. september 2025 08:17 Jæja, þá erum við komin aftur að gamla, góða sannleikanum: óttinn selur. Þetta er auðvitað aldagamall sannleikur, hvort sem það eru glæpamenn sem græða á veikum sálum eða stórveldi sem troða á okkur „öryggi og heimsfriði“ með hræðsluáróðri. Svo virðist sem ótti hafi alltaf verið besta söluvaran. Auðvitað ætla ég ekki að reyna að réttlæta myrkraverk Pútíns – þau eru óumdeilanleg. Við höfum vitað af stríðsglæpum hans lengi og sagan mun eflaust dæma hann grimmt, alveg eins og hún gerði við Stalín. En þegar forseti Frakklands er farinn að skipuleggja heilbrigðisþjónustu landsins vegna stríðs við Rússland á maður varla til orð. Situr maður ekki bara eftir með hnút í maganum og hugsar: „Hvað er í gangi?“ Eiga börnin okkar að lifa af kjarnorkuvetur og erfa óbyggilega jörð? Þetta eru ekki lengur vangaveltur heldur raunverulegar áætlanir. Erum við orðin svo blind að við sjáum ekki að við erum að leika okkur að eldi í kringum púðurtunnu? Einn einasti neisti, og búmm! Heimsbruni sem enginn ræður við. Hvað gerir einræðisherra þegar draumar hans hrynja og hann er kominn út í horn? Sagan kennir okkur að slíkir menn eyra engu, sérstaklega þegar þeir sitja á 6.000 kjarnorkusprengjum. Við erum í raun að æsa upp óstöðugan einstakling sem er líklegur til alls. Það virðist vera auðvelt að gleyma því að Rússum var lofað að NATO myndi ekki stækka til austurs. Vörðum við það loforð? Nei. Getur verið að Úkraínustríðið sé afleiðing af þessum óheiðarleika? Já, kannski. Hneykslanlegar viðskiptasnilldir vopnaiðnaðarins Á meðan þessari „sýningu“ er haldið uppi eru hlutabréf vopnaframleiðenda að stökkva upp. Krafa NATO um að þjóðir leggi 5% af þjóðarframleiðslu til varnarmála er hin mesta viðskiptasnilld. Þessir peningar koma ekki úr lausu lofti, heldur eru þeir teknir af velferðarkerfunum. Þýskaland, Frakkland og Ítalía eru dæmi um þetta brjálæði. Þau eiga að eyða meiru í hergögn en þau gera í menntakerfið sitt! Það er líka athyglisvert að aðeins 9 lönd í heiminum eyða 5% af landsframleiðslu sinni í varnarmál og þau eru nánast öll einræðisríki. Hvernig getur þetta verið? Hvað með okkar eigið land? Hvaðan eiga þeir peningar að koma þegar við getum ekki einu sinni byggt fangelsi eða séð um gamla fólkið okkar? Er það eðlilegt? Það er auðvelt að halda því fram að Rússland sé að hrynja að innan vegna efnahagsþvingana og heimatilbúins drónahernaðar Úkraínumanna. Við höfum séð merki um olíu- og vöruskort, auk þess sem efnahagskerfi Rússlands og bandamanna þess, eins og Hvíta-Rússlands, eru í miklum vanda. Verðbólga og vextir stíga hratt upp á við. Þegar þetta nær ákveðnum hæðum er mjög líklegt að almenningur muni rísa upp og steypa þessum stjórnvöldum af stóli. Sögulega séð eru einræðisherrar mest hræddir við eigin þegna, ekki erlendar ríkisstjórnir. Því þegar fólk getur ekki lengur fætt sig og fjölskyldur sínar, þá mun það grípa til örþrifaráða. Það er þá sem fólkið hefur engu að tapa. En þetta er ekki eins einfalt og það lítur út fyrir að vera, miðað við að Kínverjar hafa verið að fjarlægjast rússnesk stjórnvöld og síðasta heimsókn Pútíns til Kína var sögð hafa verið niðurlægjandi fyrir hann. Ísland sem fórnarlamb á stærra taflborði Hvernig getur áróður stjórnmálamanna flætt um allt án gagnrýni? Hverjum er það í hag að setja Ísland upp á skotskífu stórveldanna? Ef þetta snýst um að tilheyra „réttu“ félögunum, þá erum við í mjög slæmum félagsskap. Við megum ekki gleyma því að einn kjarnorkukafbátur getur sprengt helming jarðarinnar. Einn. Og þeir lúra bara við landhelgina okkar. Hvað gerir rotta þegar hún er komin út í horn? Jú, hún stekkur á hálsinn. Pútín gæti auðveldlega notað þessa litlu eyju í Norður-Atlantshafi sem aðvörun til annarra NATO-ríkja. 400.000 Íslendingar gætu verið ásættanlegur fórnarkostnaður. Það er svo sannarlega ekki dýrt að sökkva litlu skeri til að sýna heimsbyggðinni hver ræður. Geðheilbrigði barna okkar: Dýrmætt fórnarlamb Í stað þess að kjósa um framtíðarviðræður við Evrópusambandið ættum við frekar að kjósa um hvort við eigum að vera áfram í þessu hernaðarbandalagi. Það er á kostnað geðheilbrigði okkar allra, þar sem við lifum með stöðugan ótta á meðan þeir útvöldu græða. Sérstaklega er þetta á kostnað barnanna okkar, sem geta ekki sofið fyrir loftslags- og kjarnorkukvíða. Hvað eiga þau að gera? Flýja þennan vonda veruleika sem við erum að taka þátt í að skapa? Sálfræðiþjónusta er ekki til staðar og verður ekki á meðan við eyðum skattfé okkar í hernaðarbrölt. Þetta er hreint og klárt brjálæði. Höfundur er miðflokksmaður og áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Jæja, þá erum við komin aftur að gamla, góða sannleikanum: óttinn selur. Þetta er auðvitað aldagamall sannleikur, hvort sem það eru glæpamenn sem græða á veikum sálum eða stórveldi sem troða á okkur „öryggi og heimsfriði“ með hræðsluáróðri. Svo virðist sem ótti hafi alltaf verið besta söluvaran. Auðvitað ætla ég ekki að reyna að réttlæta myrkraverk Pútíns – þau eru óumdeilanleg. Við höfum vitað af stríðsglæpum hans lengi og sagan mun eflaust dæma hann grimmt, alveg eins og hún gerði við Stalín. En þegar forseti Frakklands er farinn að skipuleggja heilbrigðisþjónustu landsins vegna stríðs við Rússland á maður varla til orð. Situr maður ekki bara eftir með hnút í maganum og hugsar: „Hvað er í gangi?“ Eiga börnin okkar að lifa af kjarnorkuvetur og erfa óbyggilega jörð? Þetta eru ekki lengur vangaveltur heldur raunverulegar áætlanir. Erum við orðin svo blind að við sjáum ekki að við erum að leika okkur að eldi í kringum púðurtunnu? Einn einasti neisti, og búmm! Heimsbruni sem enginn ræður við. Hvað gerir einræðisherra þegar draumar hans hrynja og hann er kominn út í horn? Sagan kennir okkur að slíkir menn eyra engu, sérstaklega þegar þeir sitja á 6.000 kjarnorkusprengjum. Við erum í raun að æsa upp óstöðugan einstakling sem er líklegur til alls. Það virðist vera auðvelt að gleyma því að Rússum var lofað að NATO myndi ekki stækka til austurs. Vörðum við það loforð? Nei. Getur verið að Úkraínustríðið sé afleiðing af þessum óheiðarleika? Já, kannski. Hneykslanlegar viðskiptasnilldir vopnaiðnaðarins Á meðan þessari „sýningu“ er haldið uppi eru hlutabréf vopnaframleiðenda að stökkva upp. Krafa NATO um að þjóðir leggi 5% af þjóðarframleiðslu til varnarmála er hin mesta viðskiptasnilld. Þessir peningar koma ekki úr lausu lofti, heldur eru þeir teknir af velferðarkerfunum. Þýskaland, Frakkland og Ítalía eru dæmi um þetta brjálæði. Þau eiga að eyða meiru í hergögn en þau gera í menntakerfið sitt! Það er líka athyglisvert að aðeins 9 lönd í heiminum eyða 5% af landsframleiðslu sinni í varnarmál og þau eru nánast öll einræðisríki. Hvernig getur þetta verið? Hvað með okkar eigið land? Hvaðan eiga þeir peningar að koma þegar við getum ekki einu sinni byggt fangelsi eða séð um gamla fólkið okkar? Er það eðlilegt? Það er auðvelt að halda því fram að Rússland sé að hrynja að innan vegna efnahagsþvingana og heimatilbúins drónahernaðar Úkraínumanna. Við höfum séð merki um olíu- og vöruskort, auk þess sem efnahagskerfi Rússlands og bandamanna þess, eins og Hvíta-Rússlands, eru í miklum vanda. Verðbólga og vextir stíga hratt upp á við. Þegar þetta nær ákveðnum hæðum er mjög líklegt að almenningur muni rísa upp og steypa þessum stjórnvöldum af stóli. Sögulega séð eru einræðisherrar mest hræddir við eigin þegna, ekki erlendar ríkisstjórnir. Því þegar fólk getur ekki lengur fætt sig og fjölskyldur sínar, þá mun það grípa til örþrifaráða. Það er þá sem fólkið hefur engu að tapa. En þetta er ekki eins einfalt og það lítur út fyrir að vera, miðað við að Kínverjar hafa verið að fjarlægjast rússnesk stjórnvöld og síðasta heimsókn Pútíns til Kína var sögð hafa verið niðurlægjandi fyrir hann. Ísland sem fórnarlamb á stærra taflborði Hvernig getur áróður stjórnmálamanna flætt um allt án gagnrýni? Hverjum er það í hag að setja Ísland upp á skotskífu stórveldanna? Ef þetta snýst um að tilheyra „réttu“ félögunum, þá erum við í mjög slæmum félagsskap. Við megum ekki gleyma því að einn kjarnorkukafbátur getur sprengt helming jarðarinnar. Einn. Og þeir lúra bara við landhelgina okkar. Hvað gerir rotta þegar hún er komin út í horn? Jú, hún stekkur á hálsinn. Pútín gæti auðveldlega notað þessa litlu eyju í Norður-Atlantshafi sem aðvörun til annarra NATO-ríkja. 400.000 Íslendingar gætu verið ásættanlegur fórnarkostnaður. Það er svo sannarlega ekki dýrt að sökkva litlu skeri til að sýna heimsbyggðinni hver ræður. Geðheilbrigði barna okkar: Dýrmætt fórnarlamb Í stað þess að kjósa um framtíðarviðræður við Evrópusambandið ættum við frekar að kjósa um hvort við eigum að vera áfram í þessu hernaðarbandalagi. Það er á kostnað geðheilbrigði okkar allra, þar sem við lifum með stöðugan ótta á meðan þeir útvöldu græða. Sérstaklega er þetta á kostnað barnanna okkar, sem geta ekki sofið fyrir loftslags- og kjarnorkukvíða. Hvað eiga þau að gera? Flýja þennan vonda veruleika sem við erum að taka þátt í að skapa? Sálfræðiþjónusta er ekki til staðar og verður ekki á meðan við eyðum skattfé okkar í hernaðarbrölt. Þetta er hreint og klárt brjálæði. Höfundur er miðflokksmaður og áhugamaður um betra samfélag.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar