Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 15. september 2025 08:31 Ný ríkisstjórn hefur ekki bara verið að hækka skatta og álögur á fólk og fyrirtæki, m.a. með afnámi séreignarsparnaðarleiðarinnar og samsköttunar hjóna. Ýmislegt hefur jafnvel verið jákvætt. Það hefur nefnilega komið mér skemmtilega á óvart að sjá þó nokkur þingmál sem ég hef barist fyrir síðustu ár, verða að veruleika að undirlagi sömu stjórnvalda. Vissulega hafa þingmálin ýmist fengið litlar undirtektir eða jafnvel harða andstöðu frá sömu stjórnmálamönnum þegar þau voru runnin undan mínum rifjum. Ég legg þeim þó glöð lið, nú þegar ég sit hinum megin við borðið, og aðstoða við áframhaldandi kynningu á nokkrum af þessum málum. Jafnlaunavottun Dómsmálaráðherra Viðreisnar hefur kynnt áform um að „létta á“ jafnlaunavottun. Sannarlega er fyrirbærið ættað frá Viðreisn á sínum tíma og var þeirra fyrsta þingmál í eldri ríkisstjórn. Þingmenn Viðreisnar hafa varið jafnlaunavottun með kjafti og klóm síðan. Frá því ég settist á þing hef ég lagt fram nokkur þingmál og skrifað og talað gegn vottuninni ótal sinnum. Ráðherrann á hrós skilið fyrir að hafa skipt um skoðun þótt það væri óskandi að hún gengi eins langt og ég hef lagt til, þ.e. gerði jafnlaunavottun valkvæða með öllu. Breyting á lögum um ríkisstarfsmenn Afnám áminningarskyldu og fleiri tímabærar breytingar á sérstöðu ríkisstarfsmanna var með fyrstu þingmálum mínum á Alþingi. Raunar fyrsta þingmálið sem ég mælti fyrir. Við það tilefni mótmæltu núverandi ráðherrar í ríkisstjórn málinu reyndar harðlega, en afturbata ráðherranna verður að fagna. Breyting á lögum um ársreikninga Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er að finna frumvarp er varðar breytingar varðandi stærðarmörk félaga o.fl. Ég hef ítrekað lagt slíkar breytingar til í þinginu með frumvarpi til afhúðunar á íþyngjandi innleiðingu EES-gerða. Virkilega gaman að sjá þann innblástur sem ég hef gefið ríkisstjórninni í þessu máli. Heilbrigðiseftirlit Ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu stórfelldar breytingar á heilbrigðiseftirliti á opnum fundi á dögunum. Undirrituð hefur tekið upp og gagnrýnt fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits ítrekað á vettvangi Alþingis og víðar, auk þess að leggja fram þingsályktunartillögu um útvistun heilbrigðiseftirlits. Við fyrstu sýn virðast breytingar ráðherranna að vísu byggðar á vinnu sem Ármann Kr. Ólafsson o.fl. unnu fyrir Guðlaug Þór þáverandi umhverfisráðherra. Sama hvaðan gott kemur Við ritun fræðigreina verður að geta heimilda. Í höfundarétti er rætt um sæmdarrétt. Í sæmdarrétti höfundar felst m.a. rétturinn til að verk sé eignað höfundi sínum. Aðferðin er víst frjálsari í stjórnmálum, jafnvel af hálfu æðstu handhafa ríkisvaldsins. Það er þó sama hvaðan gott kemur. Ég hlýt því að gleðjast yfir tímabærum málum sem ég hef lagt mikla vinnu í að berjast fyrir, oftast við mikla andstöðu aðila sem nú sitja í ríkisstjórn. Þeir geta a.m.k. treyst á staðfestu mína í þessum efnum - ég mun ekki snúast eins og hani í vindi þrátt fyrir hlutverkaskiptin. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur ekki bara verið að hækka skatta og álögur á fólk og fyrirtæki, m.a. með afnámi séreignarsparnaðarleiðarinnar og samsköttunar hjóna. Ýmislegt hefur jafnvel verið jákvætt. Það hefur nefnilega komið mér skemmtilega á óvart að sjá þó nokkur þingmál sem ég hef barist fyrir síðustu ár, verða að veruleika að undirlagi sömu stjórnvalda. Vissulega hafa þingmálin ýmist fengið litlar undirtektir eða jafnvel harða andstöðu frá sömu stjórnmálamönnum þegar þau voru runnin undan mínum rifjum. Ég legg þeim þó glöð lið, nú þegar ég sit hinum megin við borðið, og aðstoða við áframhaldandi kynningu á nokkrum af þessum málum. Jafnlaunavottun Dómsmálaráðherra Viðreisnar hefur kynnt áform um að „létta á“ jafnlaunavottun. Sannarlega er fyrirbærið ættað frá Viðreisn á sínum tíma og var þeirra fyrsta þingmál í eldri ríkisstjórn. Þingmenn Viðreisnar hafa varið jafnlaunavottun með kjafti og klóm síðan. Frá því ég settist á þing hef ég lagt fram nokkur þingmál og skrifað og talað gegn vottuninni ótal sinnum. Ráðherrann á hrós skilið fyrir að hafa skipt um skoðun þótt það væri óskandi að hún gengi eins langt og ég hef lagt til, þ.e. gerði jafnlaunavottun valkvæða með öllu. Breyting á lögum um ríkisstarfsmenn Afnám áminningarskyldu og fleiri tímabærar breytingar á sérstöðu ríkisstarfsmanna var með fyrstu þingmálum mínum á Alþingi. Raunar fyrsta þingmálið sem ég mælti fyrir. Við það tilefni mótmæltu núverandi ráðherrar í ríkisstjórn málinu reyndar harðlega, en afturbata ráðherranna verður að fagna. Breyting á lögum um ársreikninga Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er að finna frumvarp er varðar breytingar varðandi stærðarmörk félaga o.fl. Ég hef ítrekað lagt slíkar breytingar til í þinginu með frumvarpi til afhúðunar á íþyngjandi innleiðingu EES-gerða. Virkilega gaman að sjá þann innblástur sem ég hef gefið ríkisstjórninni í þessu máli. Heilbrigðiseftirlit Ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu stórfelldar breytingar á heilbrigðiseftirliti á opnum fundi á dögunum. Undirrituð hefur tekið upp og gagnrýnt fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits ítrekað á vettvangi Alþingis og víðar, auk þess að leggja fram þingsályktunartillögu um útvistun heilbrigðiseftirlits. Við fyrstu sýn virðast breytingar ráðherranna að vísu byggðar á vinnu sem Ármann Kr. Ólafsson o.fl. unnu fyrir Guðlaug Þór þáverandi umhverfisráðherra. Sama hvaðan gott kemur Við ritun fræðigreina verður að geta heimilda. Í höfundarétti er rætt um sæmdarrétt. Í sæmdarrétti höfundar felst m.a. rétturinn til að verk sé eignað höfundi sínum. Aðferðin er víst frjálsari í stjórnmálum, jafnvel af hálfu æðstu handhafa ríkisvaldsins. Það er þó sama hvaðan gott kemur. Ég hlýt því að gleðjast yfir tímabærum málum sem ég hef lagt mikla vinnu í að berjast fyrir, oftast við mikla andstöðu aðila sem nú sitja í ríkisstjórn. Þeir geta a.m.k. treyst á staðfestu mína í þessum efnum - ég mun ekki snúast eins og hani í vindi þrátt fyrir hlutverkaskiptin. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar