Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2025 14:52 Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins ásamt þingmönnum flokksins. Lengst til vinstri er Ólafur Adolfsson þingflokksformaður. Vísir/Anton Brink Tveimur starfsmönnum þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefur verið sagt upp. Um er að ræða enn eina breytinguna hjá þingflokknum sem nýlega skipti um framkvæmdastjóra og þingflokksformann. Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins staðfestir að tveimur starfsmönnum hafi verið sagt upp, þeim Andra Steini Hilmarssyni og Viktori Inga Lorange. Hann segir til standa að fá nýtt fólk inn í staðinn fyrir þau sem frá hverfa. Ólafur er nýtekinn við formennsku í þingflokknum eftir að Hildur Sverrisdóttir steig til hliðar úr formennskustól. Framkvæmdastjóriskipti urðu hjá flokknum í apríl þegar Björg Ásta Þórðardóttir tók við af Þórði Þórarinssyni sem hafði gegnt starfinu í ellefu ár. Þá var Berta Gunnarsdóttir ráðin fjármálastjóri flokksins í vor. Á Mbl.is kemur fram að Sigurbjörn Ingimundarson aðstoðarframkvæmdastjóri og Lilja Birgisdóttir framkvæmdastjóri landsfundar hafa einnig horfið á braut hjá flokknum eftir kjör Guðrúnar. Breytingarnar koma allar í kjölfar formannskjörs Guðrúnar Hafsteinsdóttur í febrúar þegar hún hafði betur eftir harða og jafna baráttu við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Áslaug Arna ákvað í kjölfarið að fara í leyfi frá Alþingi og er nú í háskólanámi í New York. Andri Steinn, sem sagt var upp í dag, er fyrrverandi aðstoðarmaður Áslaugar Örnu frá því hún var ráðherra. Þá var hann hluti af teymi hennar í kosningarbaráttunni um formannsstólinn hjá Sjálfstæðisflokknum í upphafi árs. Viktor Ingi tilheyrir sömuleiðis þeim hópi Sjálfstæðismanna sem stóð með Áslaugu Örnu í baráttunni við Guðrúnu um formanninn. Þá gætu fleiri stórar breytingar verið í farvatninu hjá flokknum en komið hefur fram að til skoðunar sé að flytja starfsemi flokksins úr Valhöll í Reykjavík. Eftir brotthvarfi Andra Steins og Viktors Inga eru sex starfsmenn þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þau eru Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir framkvæmdastjóri og svo almennu starfsmennirnir Helgi Brynjarsson, Kristófer Már Maronsson, Sigríður Erla Sturludóttir og Tómas Þór Þórðarson auk Árna Grétars Finnssonar, aðstoðarmanns Guðrúnar formanns. Sjálfstæðisflokkurinn Vistaskipti Alþingi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins staðfestir að tveimur starfsmönnum hafi verið sagt upp, þeim Andra Steini Hilmarssyni og Viktori Inga Lorange. Hann segir til standa að fá nýtt fólk inn í staðinn fyrir þau sem frá hverfa. Ólafur er nýtekinn við formennsku í þingflokknum eftir að Hildur Sverrisdóttir steig til hliðar úr formennskustól. Framkvæmdastjóriskipti urðu hjá flokknum í apríl þegar Björg Ásta Þórðardóttir tók við af Þórði Þórarinssyni sem hafði gegnt starfinu í ellefu ár. Þá var Berta Gunnarsdóttir ráðin fjármálastjóri flokksins í vor. Á Mbl.is kemur fram að Sigurbjörn Ingimundarson aðstoðarframkvæmdastjóri og Lilja Birgisdóttir framkvæmdastjóri landsfundar hafa einnig horfið á braut hjá flokknum eftir kjör Guðrúnar. Breytingarnar koma allar í kjölfar formannskjörs Guðrúnar Hafsteinsdóttur í febrúar þegar hún hafði betur eftir harða og jafna baráttu við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Áslaug Arna ákvað í kjölfarið að fara í leyfi frá Alþingi og er nú í háskólanámi í New York. Andri Steinn, sem sagt var upp í dag, er fyrrverandi aðstoðarmaður Áslaugar Örnu frá því hún var ráðherra. Þá var hann hluti af teymi hennar í kosningarbaráttunni um formannsstólinn hjá Sjálfstæðisflokknum í upphafi árs. Viktor Ingi tilheyrir sömuleiðis þeim hópi Sjálfstæðismanna sem stóð með Áslaugu Örnu í baráttunni við Guðrúnu um formanninn. Þá gætu fleiri stórar breytingar verið í farvatninu hjá flokknum en komið hefur fram að til skoðunar sé að flytja starfsemi flokksins úr Valhöll í Reykjavík. Eftir brotthvarfi Andra Steins og Viktors Inga eru sex starfsmenn þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þau eru Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir framkvæmdastjóri og svo almennu starfsmennirnir Helgi Brynjarsson, Kristófer Már Maronsson, Sigríður Erla Sturludóttir og Tómas Þór Þórðarson auk Árna Grétars Finnssonar, aðstoðarmanns Guðrúnar formanns.
Sjálfstæðisflokkurinn Vistaskipti Alþingi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira